Sænsku miðlarnir um leikinn á Víkingsvelli: „Óþarflega spennandi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2022 16:00 Víkingur tók á móti Malmö í háspennuleik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Vísir/Hulda Margrét Líkt og íslenskir fjölmiðlar fjölluðu þeir sænsku um leik Víkings og Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og sænsku meistararnir fóru því áfram eftir samanlagðan 6-5 sigur. Þrír af stærstu miðlum Svíþjóðar, Expressen, SVT og Aftonbladet, sögðu sína skoðun á leiknum. Flestur voru þeir sammála varnarmanni Malmö, Felix Beijmo, sem sagði að einvígið hafi verið óþarflega spennandi. Beijmo skoraði eitt og lagði upp annað í leik gærdagsins er Malmö fór naumlega áfram, en í samtali við Expressen eftir leikinn í gær sagði hann að einvígið hafi unnist á smáatriðum. „Auðvitað varð þetta óþarflega spennandi undir lokin. En mér fannst þeir ekki fá mjög mörg færi, þeir skoruðu bara úr þeim færum sem þeir fengu,“ sagði Beijmo að leikslokum. „Það er alltaf meiri pressa í forkeppninni heldur en í venjulegum deildarleik. En við erum með reynslumikla menn í liðinu og á seinasta ári vorum við líka í jöfnum leikjum þannig við vorum undirbúnir fyrir það í ár. Við vissum að við þyrftum að leggja okkur alla fram í þessa leiki.“ Felix Beijmo í leik með sænska U21 árs landsliðinu.Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images SVT fjallaði einnig um leikinn, en í umsögn þeirra var talað um „sveiflukennda markaveislu.“ Þeir voru einnig sammála Beijmo um að leikurinn hafi orðið full spennandi. „Eftir sveiflukennda markaveislu sem endaði 3-3 á Íslandi tókst sænsku meisturunum að verja forystu sína frá fyrri leiknum á heimavelli,“ sagði í umsögn SVT. „Víkingur gaf sig ekki og skapaði alvöru spennu undir lok leiks.“ Malmö FF är vidare till den andra kvalomgången i Champions League👏⚽️ #fotboll https://t.co/nG8rMmuwHp— SVT Sport (@SVTSport) July 12, 2022 Sama tón mátti finna hjá Aftonbladet þar sem blaðamaðurinn Jonathan Nilsson sagði frá „dramatík á Íslandi.“ „Malmö FF er á leið í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, en það var dramatík á Íslandi,“ sagði í umfjöllun Nilsson á Aftonbladet. „Eftir að hafa hleypt lakara liðinu inn í leikinn vann Malmö aðeins 3-2 heimasigur gegn íslenska liðinu í seinustu viku. Ekki varð spennan minni þegar Víkingur tók 1-0 forystu í síðari leiknum á gervigrasinu í Reykjavík.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Þrír af stærstu miðlum Svíþjóðar, Expressen, SVT og Aftonbladet, sögðu sína skoðun á leiknum. Flestur voru þeir sammála varnarmanni Malmö, Felix Beijmo, sem sagði að einvígið hafi verið óþarflega spennandi. Beijmo skoraði eitt og lagði upp annað í leik gærdagsins er Malmö fór naumlega áfram, en í samtali við Expressen eftir leikinn í gær sagði hann að einvígið hafi unnist á smáatriðum. „Auðvitað varð þetta óþarflega spennandi undir lokin. En mér fannst þeir ekki fá mjög mörg færi, þeir skoruðu bara úr þeim færum sem þeir fengu,“ sagði Beijmo að leikslokum. „Það er alltaf meiri pressa í forkeppninni heldur en í venjulegum deildarleik. En við erum með reynslumikla menn í liðinu og á seinasta ári vorum við líka í jöfnum leikjum þannig við vorum undirbúnir fyrir það í ár. Við vissum að við þyrftum að leggja okkur alla fram í þessa leiki.“ Felix Beijmo í leik með sænska U21 árs landsliðinu.Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images SVT fjallaði einnig um leikinn, en í umsögn þeirra var talað um „sveiflukennda markaveislu.“ Þeir voru einnig sammála Beijmo um að leikurinn hafi orðið full spennandi. „Eftir sveiflukennda markaveislu sem endaði 3-3 á Íslandi tókst sænsku meisturunum að verja forystu sína frá fyrri leiknum á heimavelli,“ sagði í umsögn SVT. „Víkingur gaf sig ekki og skapaði alvöru spennu undir lok leiks.“ Malmö FF är vidare till den andra kvalomgången i Champions League👏⚽️ #fotboll https://t.co/nG8rMmuwHp— SVT Sport (@SVTSport) July 12, 2022 Sama tón mátti finna hjá Aftonbladet þar sem blaðamaðurinn Jonathan Nilsson sagði frá „dramatík á Íslandi.“ „Malmö FF er á leið í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, en það var dramatík á Íslandi,“ sagði í umfjöllun Nilsson á Aftonbladet. „Eftir að hafa hleypt lakara liðinu inn í leikinn vann Malmö aðeins 3-2 heimasigur gegn íslenska liðinu í seinustu viku. Ekki varð spennan minni þegar Víkingur tók 1-0 forystu í síðari leiknum á gervigrasinu í Reykjavík.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki