Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2022 14:48 Mótmælendur á skrifstofu embættis forsætisráðherra Srí Lanka. AP/Eranga Jayawardena Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. Gotabaya Rajapaksa flúði eftir að mótmælendur tóku yfir forsetahöllina og er hann sagður hafa tekið eiginkonu sína, tvo lífverði og herflugvél til Maldíveyja. Rajapaksa hefur heitið því að segja af sér embætti í dag en fjölskylda hans hefur stjórnað landinu síðustu tvo áratugi. Samkvæmt BBC ætlar forsetinn ekki að halda kyrru fyrir í Maldíveyjum heldur er hann sagður ætla að ferðast til annars ríkis og er talið mögulegt að hann sé á leið til Singapúr eða Dúbaí. Basil Rajapaksa, bróðir forsetans og fyrrverandi fjármálaráðherra, ku einnig hafa flúið land og er sagður á leið til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Srí Lanka undanfarna daga, vegna gífurlegra efnahagsvandræða þar. Efnahagsvandræði Srí Lanka hafa að miklu leyti verið rakin til lélegrar efnahagsstjórnar stjórnvalda eyríkisins. Forsvarsmenn ríkisins hafa þó haldið því fram að faraldri kórónuveirunnar og tilheyrandi fækkun ferðamanna sé um að kenna. Táragasi var skotið að mótmælendum í dag.AP/ Photo/Rafiq Maqbool Mótmælendur hafa krafist nýrrar ríkisstjórnar. Wickremesinghe hefur sagt að hann muni ekki segja af sér fyrr en ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Þúsundir mótmælenda ruddu sér leið inn á skrifstofur forsætisráðuneytisins í morgun. Í fyrstu skutu lögregluþjónar táragasi að mótmælendum en að endingu virtust þeir gefast upp, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Við munum elda hérna, borða hérna og búa hérna. Við verðum hér þar til hann [Wickremesinghe] segir af sér,“ sagði einn mótmælenda í samtali við AP. Um helgina gerðu mótmælendur hið sama við forsetahöllina, eins og áður hefur komið fram. AP segir að síðan þá hafi þúsundir sótt forsetahöllina heim, stungið sér til sunds, lagt sig eða virt fyrir sér málverkin þar. Sjá einnig: Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Wckremesinghe segist hafa skipað sérstaka nefnd yfirmanna í lögreglunni og hernum og þeirra verk sé að tryggja frið í Srí Lanka. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra, segist ekki ætla að segja af sér fyrr en búið er að mynda nýja ríkisstjórn.AP/Eranga Jayawardena Muni Rajapaksa segja af sér, eins og hann hefur sagst ætla að gera, segjast þingmenn ætla að kjósa nýjan forseta til að sitja út núverandi kjörtímabil, sem endar árið 2024. Sá forseti myndi þá skipa nýjan forsætisráðherra sem þingið þyrfti að samþykkja. Srí Lanka Tengdar fréttir Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai. 12. júlí 2022 11:20 Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Gotabaya Rajapaksa flúði eftir að mótmælendur tóku yfir forsetahöllina og er hann sagður hafa tekið eiginkonu sína, tvo lífverði og herflugvél til Maldíveyja. Rajapaksa hefur heitið því að segja af sér embætti í dag en fjölskylda hans hefur stjórnað landinu síðustu tvo áratugi. Samkvæmt BBC ætlar forsetinn ekki að halda kyrru fyrir í Maldíveyjum heldur er hann sagður ætla að ferðast til annars ríkis og er talið mögulegt að hann sé á leið til Singapúr eða Dúbaí. Basil Rajapaksa, bróðir forsetans og fyrrverandi fjármálaráðherra, ku einnig hafa flúið land og er sagður á leið til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Srí Lanka undanfarna daga, vegna gífurlegra efnahagsvandræða þar. Efnahagsvandræði Srí Lanka hafa að miklu leyti verið rakin til lélegrar efnahagsstjórnar stjórnvalda eyríkisins. Forsvarsmenn ríkisins hafa þó haldið því fram að faraldri kórónuveirunnar og tilheyrandi fækkun ferðamanna sé um að kenna. Táragasi var skotið að mótmælendum í dag.AP/ Photo/Rafiq Maqbool Mótmælendur hafa krafist nýrrar ríkisstjórnar. Wickremesinghe hefur sagt að hann muni ekki segja af sér fyrr en ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Þúsundir mótmælenda ruddu sér leið inn á skrifstofur forsætisráðuneytisins í morgun. Í fyrstu skutu lögregluþjónar táragasi að mótmælendum en að endingu virtust þeir gefast upp, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Við munum elda hérna, borða hérna og búa hérna. Við verðum hér þar til hann [Wickremesinghe] segir af sér,“ sagði einn mótmælenda í samtali við AP. Um helgina gerðu mótmælendur hið sama við forsetahöllina, eins og áður hefur komið fram. AP segir að síðan þá hafi þúsundir sótt forsetahöllina heim, stungið sér til sunds, lagt sig eða virt fyrir sér málverkin þar. Sjá einnig: Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Wckremesinghe segist hafa skipað sérstaka nefnd yfirmanna í lögreglunni og hernum og þeirra verk sé að tryggja frið í Srí Lanka. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra, segist ekki ætla að segja af sér fyrr en búið er að mynda nýja ríkisstjórn.AP/Eranga Jayawardena Muni Rajapaksa segja af sér, eins og hann hefur sagst ætla að gera, segjast þingmenn ætla að kjósa nýjan forseta til að sitja út núverandi kjörtímabil, sem endar árið 2024. Sá forseti myndi þá skipa nýjan forsætisráðherra sem þingið þyrfti að samþykkja.
Srí Lanka Tengdar fréttir Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai. 12. júlí 2022 11:20 Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42
Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai. 12. júlí 2022 11:20
Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. 11. júlí 2022 07:49
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“