Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2022 19:21 Þingmenn skorska aðskilnaðarflokksins Alba gengu svo hart að Boris Johnson fráfarandi forsætisráðherra á breska þinginu í dag að þingforseti lét henda þeim út. AP/Andy Bailey Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. Frambjóðendur þurftu að fá að lágmarki 30 atkvæði til að geta haldið áfram baráttunni um leiðtogasætið og þar með forsætisráðherraembættið. Í næstu umferðum dettur sá út sem fær fæst atkvæði. Sunak hlaut 88 atkvæði þingmanna flokksins í dag og Penny Mordaunt 67 atkvæði. Þar á eftir komu Liz Truss með 50, Kemi Badenoch með 40, Tom Tugendhat með 37 og Suella Braverman með 32. Nadim Zahawi og Jeremy Hunt féllu úr leik. Róstursamt var í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn skorska aðskilnaðarflokksins Alba vildu komast að til að mótmæla einum af síðustu embættisverkum Borisar Johnsons sem var að hafna beiðni stjórnvalda í Skotlandi um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota frá Bretlandi. Forsætisráðherrann komst ekki að fyrir framíköllum og var Sir Lindsay Hoyle forseti þingsins langt í frá ánægður með framgöngu skorsku þingmannanna. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins sagði tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba beinlínis að halda kjafti á þingfundi í dag eftir ítrekuð framíköll. Að lokum lét hann henda þingmönnunum út úr þingsal.Getty/House of Commons „Hr. forseti... á morgun,“ reyndi Johnson að byrja þar til forsetinn hrópaði: „Haldið kjafti í smá stund.“ Ef þingmenn verða ekki við tilmælum forseta á breska þinginu getur hann byrjað á viðvörun með því að nefna þá á nafn. Að lokum getur hann vísað þeim af þingfundi og sett þá í fundarbann í fimm daga en breska þingið fer í sumarfrí á föstudag í næstu viku. „Þögn í salnum! Ég segi við virðulegan herramann að ég læt slíka hegðun ekki viðgangast,“ hrópaði þingforsetinn þegar óróinn hélt áfram. Þingmennirnir létu hins vegar ekki segjast og voru þá ekki teknir neinum vettlingatökum. Fyrirspurnartíminn á breska þinginu í dag gæti hafa verið sá síðasti sem Boris Johnson tók þátt í sem forsætisráðherra. Hann sagðist stoltur af verkum sínum og stjórnar sinnar.AP/Andy Bailey „Neale Hanvey, ég nefni þig og Kenny MacAskill og skipa ykkur að yfirgefa þingsalinn. Þingverðir takið á þeim, takið á þeim. Út með ykkur. Þingverið fylgið þeim út. Fjarlægið þá, farið með þá út,“ skipaði þingforsetinn. Að endingu komst Johnson loksins að. „Það má með sanni segja að ég fer ekki á þeirri stundu sem ég hefði kosið. Sannarlega. En ég er hreykinn af góðu samstarfi okkar í málefnavinnu okkar bæði innanlands og utan. Hr. forseti. Ég er einnig hreykinn af leiðtogastarfi mínu,“ sagði Boris Johnson. Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. 13. júlí 2022 17:52 Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið. 12. júlí 2022 07:01 Nýr forsætisráðherra þann 5. september Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku. 11. júlí 2022 20:07 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Frambjóðendur þurftu að fá að lágmarki 30 atkvæði til að geta haldið áfram baráttunni um leiðtogasætið og þar með forsætisráðherraembættið. Í næstu umferðum dettur sá út sem fær fæst atkvæði. Sunak hlaut 88 atkvæði þingmanna flokksins í dag og Penny Mordaunt 67 atkvæði. Þar á eftir komu Liz Truss með 50, Kemi Badenoch með 40, Tom Tugendhat með 37 og Suella Braverman með 32. Nadim Zahawi og Jeremy Hunt féllu úr leik. Róstursamt var í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn skorska aðskilnaðarflokksins Alba vildu komast að til að mótmæla einum af síðustu embættisverkum Borisar Johnsons sem var að hafna beiðni stjórnvalda í Skotlandi um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota frá Bretlandi. Forsætisráðherrann komst ekki að fyrir framíköllum og var Sir Lindsay Hoyle forseti þingsins langt í frá ánægður með framgöngu skorsku þingmannanna. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins sagði tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba beinlínis að halda kjafti á þingfundi í dag eftir ítrekuð framíköll. Að lokum lét hann henda þingmönnunum út úr þingsal.Getty/House of Commons „Hr. forseti... á morgun,“ reyndi Johnson að byrja þar til forsetinn hrópaði: „Haldið kjafti í smá stund.“ Ef þingmenn verða ekki við tilmælum forseta á breska þinginu getur hann byrjað á viðvörun með því að nefna þá á nafn. Að lokum getur hann vísað þeim af þingfundi og sett þá í fundarbann í fimm daga en breska þingið fer í sumarfrí á föstudag í næstu viku. „Þögn í salnum! Ég segi við virðulegan herramann að ég læt slíka hegðun ekki viðgangast,“ hrópaði þingforsetinn þegar óróinn hélt áfram. Þingmennirnir létu hins vegar ekki segjast og voru þá ekki teknir neinum vettlingatökum. Fyrirspurnartíminn á breska þinginu í dag gæti hafa verið sá síðasti sem Boris Johnson tók þátt í sem forsætisráðherra. Hann sagðist stoltur af verkum sínum og stjórnar sinnar.AP/Andy Bailey „Neale Hanvey, ég nefni þig og Kenny MacAskill og skipa ykkur að yfirgefa þingsalinn. Þingverðir takið á þeim, takið á þeim. Út með ykkur. Þingverið fylgið þeim út. Fjarlægið þá, farið með þá út,“ skipaði þingforsetinn. Að endingu komst Johnson loksins að. „Það má með sanni segja að ég fer ekki á þeirri stundu sem ég hefði kosið. Sannarlega. En ég er hreykinn af góðu samstarfi okkar í málefnavinnu okkar bæði innanlands og utan. Hr. forseti. Ég er einnig hreykinn af leiðtogastarfi mínu,“ sagði Boris Johnson.
Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. 13. júlí 2022 17:52 Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið. 12. júlí 2022 07:01 Nýr forsætisráðherra þann 5. september Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku. 11. júlí 2022 20:07 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. 13. júlí 2022 17:52
Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið. 12. júlí 2022 07:01
Nýr forsætisráðherra þann 5. september Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku. 11. júlí 2022 20:07