Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2022 19:45 Mjög róstursamt hefur verið á Sri Lanka undanfarna viku þar sem mótmælendum hefur tekist að hrekja forseta landsins úr landi. Lögregla beitti bæði táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur í dag sem náðu þó að yfirtaka skrifstofubyggingu forsætisráðherrans. AP/Eranga Jayawardena Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. Eftir vikulöng mótmæli og uppreisn almennings vegna ömurlegs efnahagsástands sá Gotabaya Rajapaksa forseti Sri Lanka þann kost vænstan aðyfirgefa landið með herflugvél síðast liðna nótt. Almenningur hefur krafist afsagnar hans og forsætisráðherrans Ranil Wickremesinghe í friðsömum mótmælum undanfarna daga. Mótmælendur höfðu meðal annars lagt undir sig forsetahöllina án þess að valda þar tjóni. Í morgun bar Mahinda Yapa Abeywardena forseti þings landsins almenningi þessi skilaboð fráforsetanum. „Gotabaya Rajapaksa forseti upplýsti mig að samkvæmt 37.1. gr.stjórnarskrárinnar hefur hann falið Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra að sinna skyldum sínum þar sem hann dvelur núerlendis,“ sagði þingforsetinn. Þetta jók mjög á reiði almennings. Forsætisráðherrann sem tók við embætti forseta Sri Lanka í dag hefur hvorki fyrri skrifstofu sína né forseta höllina að að hverfa eftir að almenningur lagði báðar byggingarnar undir sig.AP/Eranga Jayawardena Her og lögregla beittu kraftmiklum vatnsbyssum á mótmælendur þegar fólk réðst til inngöngu í aðsetur forsætisráðherrans í morgun. Mjög fjölmennur hópur mótmælenda lét það hins vegar ekki á sig fá og yfirtók aðsetur forsætisráðherrans. Eftir að hinn flúni forseti hafði tilnefnt forsætisráðherrann íforsetaembættið skoraði hinn nýi forseti á almenning að láta af mótmælum sínum ella myndi herinn skerast í leikinn. Herinn hefur hingað til haldið sig að mestu til hlés. Yfirmenn hersins segjast virða stjórnarskrána.Þeir gáfu stjórnmálaleiðtogum hins vegar frest fram á kvöld til aðkomast að samkomulagi um framtíðlandsins sem er efnahagslega gjaldþrota. Srí Lanka Tengdar fréttir Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14 Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Eftir vikulöng mótmæli og uppreisn almennings vegna ömurlegs efnahagsástands sá Gotabaya Rajapaksa forseti Sri Lanka þann kost vænstan aðyfirgefa landið með herflugvél síðast liðna nótt. Almenningur hefur krafist afsagnar hans og forsætisráðherrans Ranil Wickremesinghe í friðsömum mótmælum undanfarna daga. Mótmælendur höfðu meðal annars lagt undir sig forsetahöllina án þess að valda þar tjóni. Í morgun bar Mahinda Yapa Abeywardena forseti þings landsins almenningi þessi skilaboð fráforsetanum. „Gotabaya Rajapaksa forseti upplýsti mig að samkvæmt 37.1. gr.stjórnarskrárinnar hefur hann falið Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra að sinna skyldum sínum þar sem hann dvelur núerlendis,“ sagði þingforsetinn. Þetta jók mjög á reiði almennings. Forsætisráðherrann sem tók við embætti forseta Sri Lanka í dag hefur hvorki fyrri skrifstofu sína né forseta höllina að að hverfa eftir að almenningur lagði báðar byggingarnar undir sig.AP/Eranga Jayawardena Her og lögregla beittu kraftmiklum vatnsbyssum á mótmælendur þegar fólk réðst til inngöngu í aðsetur forsætisráðherrans í morgun. Mjög fjölmennur hópur mótmælenda lét það hins vegar ekki á sig fá og yfirtók aðsetur forsætisráðherrans. Eftir að hinn flúni forseti hafði tilnefnt forsætisráðherrann íforsetaembættið skoraði hinn nýi forseti á almenning að láta af mótmælum sínum ella myndi herinn skerast í leikinn. Herinn hefur hingað til haldið sig að mestu til hlés. Yfirmenn hersins segjast virða stjórnarskrána.Þeir gáfu stjórnmálaleiðtogum hins vegar frest fram á kvöld til aðkomast að samkomulagi um framtíðlandsins sem er efnahagslega gjaldþrota.
Srí Lanka Tengdar fréttir Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14 Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48
Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14
Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42