Meðaltekjur 640 þúsund krónur á mánuði Árni Sæberg skrifar 14. júlí 2022 10:11 Frá undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara árið 2019. Tekjur landsmanna árið 2021 byggðu að miklu leyti á þeim samningum. Vísir/Vilhelm Heildartekjur einstaklinga voru um 7,7 milljónir króna að meðaltali árið 2021. Það gerir um 640 þúsund krónur á mánuði. Miðgildi tekna var lægra, um fimm hundruð þúsund krónur á mánuði. Það þýðir að helmingur var með tekjur undir fimm hundruð þúsund krónum og helmingur yfir. Þetta kemur fram í skýrslu á vef Hagstofunnar. Þar segir að tekjur hafi verið rúmlega átta prósent hærri en árið 2020 en sé horft til verðlagsleiðréttra heildartekna er hækkunin tæplega fjögur prósent. Meðaltekjur eru hæstar í aldurshópunum 45 til 49 ára, 50 til 54 ára og 55 til 59 ára, rúmlega tíu milljónir króna á ári, og lægstar í yngsta aldurhópnum 16 til 19 ára, tæplega 1,6 milljón króna á ári. „í því samhengi er rétt að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og að margir í þessum aldurshópi búa enn í foreldrahúsum,“ segir í skýrslunni. Hér að neða má sjá heildartekjur á ári í þúsundum króna eftir aldri árið 2021: Hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman milli ára Heildartekjur samanstanda af atvinnu-, fjármagns- og öðrum tekjum. Atvinnutekjur mynda stærstan hluta tekna flestra aldurshópa. Aðeins hjá 67 ára og eldri eru atvinnutekjur ekki meirihluti tekna, eða aðeins fjórtán prósent. Árið 2021 skiptust heildartekjur allra einstaklinga þannig að atvinnutekjur voru 68,2 prósent af heildartekjum, fjármagnstekjur 9,2 prósent og aðrar tekjur 22,6 prósent. Til annarra tekna teljast meðal annars lífeyrisgreiðslur, greiðslur frá Tryggingastofnun og aðrar bótagreiðslur. Hlutfall annarra tekna dróst saman á milli ára og skýrist það af því að hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman frá árinu 2020. „Árið 2020 hafði hins vegar summa tekna vegna atvinnuleysisbóta aukist verulega á milli ára, meðal annars vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Summa tekna vegna atvinnuleysisbóta var þó eftir sem áður sögulega há árið 2021,“ segir í skýrslunni. Ítarlegt yfirlit yfir tekjur Íslendinga má lesa á vef Hagstofunnar hér. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Það þýðir að helmingur var með tekjur undir fimm hundruð þúsund krónum og helmingur yfir. Þetta kemur fram í skýrslu á vef Hagstofunnar. Þar segir að tekjur hafi verið rúmlega átta prósent hærri en árið 2020 en sé horft til verðlagsleiðréttra heildartekna er hækkunin tæplega fjögur prósent. Meðaltekjur eru hæstar í aldurshópunum 45 til 49 ára, 50 til 54 ára og 55 til 59 ára, rúmlega tíu milljónir króna á ári, og lægstar í yngsta aldurhópnum 16 til 19 ára, tæplega 1,6 milljón króna á ári. „í því samhengi er rétt að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og að margir í þessum aldurshópi búa enn í foreldrahúsum,“ segir í skýrslunni. Hér að neða má sjá heildartekjur á ári í þúsundum króna eftir aldri árið 2021: Hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman milli ára Heildartekjur samanstanda af atvinnu-, fjármagns- og öðrum tekjum. Atvinnutekjur mynda stærstan hluta tekna flestra aldurshópa. Aðeins hjá 67 ára og eldri eru atvinnutekjur ekki meirihluti tekna, eða aðeins fjórtán prósent. Árið 2021 skiptust heildartekjur allra einstaklinga þannig að atvinnutekjur voru 68,2 prósent af heildartekjum, fjármagnstekjur 9,2 prósent og aðrar tekjur 22,6 prósent. Til annarra tekna teljast meðal annars lífeyrisgreiðslur, greiðslur frá Tryggingastofnun og aðrar bótagreiðslur. Hlutfall annarra tekna dróst saman á milli ára og skýrist það af því að hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman frá árinu 2020. „Árið 2020 hafði hins vegar summa tekna vegna atvinnuleysisbóta aukist verulega á milli ára, meðal annars vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Summa tekna vegna atvinnuleysisbóta var þó eftir sem áður sögulega há árið 2021,“ segir í skýrslunni. Ítarlegt yfirlit yfir tekjur Íslendinga má lesa á vef Hagstofunnar hér.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira