Umfjöllun: Frakkland-Belgía 2-1 | Frakkar þriðja liðið sem kemst í átta liða úrslit Hjörvar Ólafsson skrifar 14. júlí 2022 21:12 Kadidiatou Diani fagnar markinu sem hún skoraði í kvöld. Það voru Kadidiatou Diani og Griedge Mbock Bathy sem skoruðu mörk franska liðsins í þessum leik en Janice Cayman jafnaði metin fyrir Belga í leiknum. Frakkar urðu fyrir áfalli í leiknum en Marie-Antoinette Katoto, framherji liðsins, fór meidd af velli en hún virtist hafa meiðst á hné. Frakkland er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og er líkt og Þýskaland og England búið að tryggja sér farseðilinn í útsláttakeppni mótsins. Ísland er í öðru sæti riðilsins með tvö stig og Belgía og Ítalía hafa eitt stig hvort lið. Íslenska liðið mætir því franska í lokaumferð riðilsins á mánudaginn kemur en Belgía og Ítalía leiða saman hesta sína. Fótbolti EM 2022 í Englandi
Það voru Kadidiatou Diani og Griedge Mbock Bathy sem skoruðu mörk franska liðsins í þessum leik en Janice Cayman jafnaði metin fyrir Belga í leiknum. Frakkar urðu fyrir áfalli í leiknum en Marie-Antoinette Katoto, framherji liðsins, fór meidd af velli en hún virtist hafa meiðst á hné. Frakkland er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og er líkt og Þýskaland og England búið að tryggja sér farseðilinn í útsláttakeppni mótsins. Ísland er í öðru sæti riðilsins með tvö stig og Belgía og Ítalía hafa eitt stig hvort lið. Íslenska liðið mætir því franska í lokaumferð riðilsins á mánudaginn kemur en Belgía og Ítalía leiða saman hesta sína.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti