Þar á eftir koma Kemi Badenoch með 49 atkvæði og Tom Tugendhat með 32 atkvæði. Suella Braverman rak lestina með 27 atkvæði og fellur úr leik fyrir þriðju kosninguna á mánudag. Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu bjó lengi í Bretlandi og er sérfróður um málefni Íhaldsflokksins. Hann telur ólíklegt að nýr leiðtogi muni beita sér fyrir stefnubreytingum í helstu málum flokksins.
„Flokkurinn náði auðvitað miklum árangri í síðustu kosningum. Þar var hans erindi kynnt nokkuð dyggilega. Það var auðvitað mikill persónulegur sigur fyrir Boris Johnson sem nú er á förum. En það hefur enginn sem tekur við núna pólitískt umboð til að vera með einhverja stórkostlega stefnumörkun. Sigurvegarinn þarf bara að halda viðkosningastefnu flokksins. Þannig að nei, það er ekki mikið að fara að breytast hvað stefnuna varðar,“ segir Andrés Magnússon.
Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu

Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði.
Tengdar fréttir

Átta í framboði í leiðtogakjörinu sem hefst í dag
Leiðtogakjör breska íhaldsflokksins hefst um hádegisbil í dag en átta eru í framboði sem vilja taka við stjórnartaumunum í flokknum af Boris Johnson.