Segir leikmenn Man Utd í betra standi en áður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 16:46 Marcus Rashford, leikmaður Man United. Anusak Laowilas/Getty Images Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Man United er sem stendur í Melbourne í Ástralíu eftir að hafa komið fyrst við í Tælandi þar sem liðið lagði Liverpool örugglega 4-0 í æfingaleik. Rashford telur að liðið sé í mun betra ásigkomulagi nú en á sama tíma á síðustu leiktíð. Rashford sjálfur missti af síðasta undirbúningstímabili þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð á öxl. Rashford kom á endanum, of snemma að mati læknateymi félagsins, til baka úr meiðslum og var sem skugginn af sjálfum sér í þeim leikjum sem hann spilaði. Training down under #MUTOUR22 pic.twitter.com/8nsesfTqb8— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 14, 2022 Á endanum ákvað Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, að betra væri að geyma Rashford á bekknum þar sem hann hreinlega gat ekki neitt er hann spilaði þrátt fyrir að vera með betri mönnum á æfingum. Rashford segir að sumarfríið, nærri fjórar vikur, hafi gert honum gott. Bæði líkamlega sem og andlega. Hann segir að sér líði mun betur þar sem hann hefur getað æft með liðinu frá fyrsta degi. „Við höfum verið saman í tvær og hálfa viku og mér líður eins og við séum í mun betra standi en við vorum á síðustu leiktíð.“ „Við gerðum mörg mistök, ég sem einstaklingur og við sem lið. Það er fullt sem við getum bætt. Það er hins vegar mun auðveldara að gera mistök i liði sem vinnur leiki. Þegar þú tapar leikjum þá er það erfitt, við erum íþróttamenn og viljum ekki tapa.“ @MarcusRashford is raring to go #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 14, 2022 „Við spilum fyrir stórt lið og það er ætlast til að við vinnum leiki. Við þurfum að leggja hart að okkur og bæta okkur dag frá degi. Við leggjum þessa miklu vinnu á okkur nú og reynum að vinna alla þá leiki sem við getum til að vera upp á okkar besta þegar tímabilið hefst,“ sagði hinn 24 ára gamli Rashford að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Man United er sem stendur í Melbourne í Ástralíu eftir að hafa komið fyrst við í Tælandi þar sem liðið lagði Liverpool örugglega 4-0 í æfingaleik. Rashford telur að liðið sé í mun betra ásigkomulagi nú en á sama tíma á síðustu leiktíð. Rashford sjálfur missti af síðasta undirbúningstímabili þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð á öxl. Rashford kom á endanum, of snemma að mati læknateymi félagsins, til baka úr meiðslum og var sem skugginn af sjálfum sér í þeim leikjum sem hann spilaði. Training down under #MUTOUR22 pic.twitter.com/8nsesfTqb8— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 14, 2022 Á endanum ákvað Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, að betra væri að geyma Rashford á bekknum þar sem hann hreinlega gat ekki neitt er hann spilaði þrátt fyrir að vera með betri mönnum á æfingum. Rashford segir að sumarfríið, nærri fjórar vikur, hafi gert honum gott. Bæði líkamlega sem og andlega. Hann segir að sér líði mun betur þar sem hann hefur getað æft með liðinu frá fyrsta degi. „Við höfum verið saman í tvær og hálfa viku og mér líður eins og við séum í mun betra standi en við vorum á síðustu leiktíð.“ „Við gerðum mörg mistök, ég sem einstaklingur og við sem lið. Það er fullt sem við getum bætt. Það er hins vegar mun auðveldara að gera mistök i liði sem vinnur leiki. Þegar þú tapar leikjum þá er það erfitt, við erum íþróttamenn og viljum ekki tapa.“ @MarcusRashford is raring to go #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 14, 2022 „Við spilum fyrir stórt lið og það er ætlast til að við vinnum leiki. Við þurfum að leggja hart að okkur og bæta okkur dag frá degi. Við leggjum þessa miklu vinnu á okkur nú og reynum að vinna alla þá leiki sem við getum til að vera upp á okkar besta þegar tímabilið hefst,“ sagði hinn 24 ára gamli Rashford að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira