Miklir skógareldar og hiti í Portúgal Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2022 19:31 Garðslangan má síns lítils gegn eldunum en fólk reynir allt til að bjarga heimilum sínum. Þessi mynd var tekin í Figueiras skammt frá Leiria í mið-Portúgal. AP/Joao Henriques Skógareldar brenna víða í Evrópu vegna mikilla þurrka og hitabylgju í álfunni að undanförnu. Í Portúgal hafa almannavarnir flutt hundruð íbúa frá heimilum sínum og þúsundir hektara skóga- og ræktarlands hafa brunnið. Þessi mynd er frá Gironde héraði í suðvestur hluta Frakklands þar sem einnig hafa logað miklir skógareldar og þurrkar.AP/SDIS Hitinn víðs vegar í Evrópu hefur farið í um og yfir fjörutíu gráður og í dag mældist hann 46 gráður í Portúgal. Slökkviliðsmenn og björgunarsveitir hafa barist við skógarelda víðs vegar um landið undanfarna daga og eldar hafa einnig kviknað á Spáni, í Frakklandi og Króatíu. Patricia Gaspar innanríkisráðherra Portúgal er ekki í vafa um orsakir hitabylgjunnar. „Loftslagsbreytingar eru ekki falsfréttir. Þær eru hérna, þær eru raunverulegar og við verðum að breyta hugarfari okkar og búa okkur undir nýja atburði eins og þessa. Hitabylgjur verða sífellt algengari og við verðum að búa okkur undir það, ekki bara hvað stefnumörkun varðar heldur einnig hvernig við kennum fólki að takast á við svona hluti,“ Gaspar. Þúsundir slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hafa barist við skógareldana í Portúgal dögum saman. Um þrjú þúsund hektarar lands hafa orðið eldunum að bráð.AP/Armando Franca Íbúar og ferðamenn í höfuðborginni Lissabon fara ekki varhluta af hitabylgjunni en þar gætir þó alla jafna hafgolu sem dregur úr áhrifunum. Það þarf hins vegar ekki að fara langt út fyrir höfuðborgina til að finna skógarelda. En almannavarnir hafa flutt um 600 manns fráheimilum sínum í þorpum víðs vegar um landið og um 120 manns hafa þurft að leita læknisaðstoðar. Hinn 88 ára Antonio Carmo Pereira sat ráðalaus á túninu hjá sér og sagðist ekki vita hvert hann ætti að flýja frá eldunum. Eldri maður vætir jarðveg í kring um húsið sitt í Bemposta í nágrenni Ansiao í mið-Portúgal. Þarna er rökkur allan daginn vegna reyks og sóts frá eldunum.AP/Armando Franca „Þarna upp frá byrjuðu eldarnir að breiðast út í þessa átt, vindurinn blés í áttina að fjallinu. Ég gat séð þangað fyrst en eftir nokkrar mínútur sá ég ekkert fyrir reyk og sóti,“ sagði öldungurinn með eldana í nokkur hundruð metra fjarlægð. Vatni hefur verið varpað yfir eldana með þyrlum með litlum árangri. Sumir íbúanna heyja vonlausa baráttu við eldana með garðslöngum með eldana skammt frá heimilum sínum. Víða er dimmt eins og um kvöld eða nótt vegna reyks og sóts. Ricardo Deus loftlagssérfræðingur hjá Veðurstofu Portúgals segir þetta ástand komið til að vera. „Þetta er það sem við sjáum fram á næstu árin eða næstu öld því spár um loftslagsbreytingar gera ráð fyrir jafnvel enn verra ástandi á síðustu áratugum þessarar aldar. Svo við verðum að aðlagast,“ segir Deus. Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Þessi mynd er frá Gironde héraði í suðvestur hluta Frakklands þar sem einnig hafa logað miklir skógareldar og þurrkar.AP/SDIS Hitinn víðs vegar í Evrópu hefur farið í um og yfir fjörutíu gráður og í dag mældist hann 46 gráður í Portúgal. Slökkviliðsmenn og björgunarsveitir hafa barist við skógarelda víðs vegar um landið undanfarna daga og eldar hafa einnig kviknað á Spáni, í Frakklandi og Króatíu. Patricia Gaspar innanríkisráðherra Portúgal er ekki í vafa um orsakir hitabylgjunnar. „Loftslagsbreytingar eru ekki falsfréttir. Þær eru hérna, þær eru raunverulegar og við verðum að breyta hugarfari okkar og búa okkur undir nýja atburði eins og þessa. Hitabylgjur verða sífellt algengari og við verðum að búa okkur undir það, ekki bara hvað stefnumörkun varðar heldur einnig hvernig við kennum fólki að takast á við svona hluti,“ Gaspar. Þúsundir slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hafa barist við skógareldana í Portúgal dögum saman. Um þrjú þúsund hektarar lands hafa orðið eldunum að bráð.AP/Armando Franca Íbúar og ferðamenn í höfuðborginni Lissabon fara ekki varhluta af hitabylgjunni en þar gætir þó alla jafna hafgolu sem dregur úr áhrifunum. Það þarf hins vegar ekki að fara langt út fyrir höfuðborgina til að finna skógarelda. En almannavarnir hafa flutt um 600 manns fráheimilum sínum í þorpum víðs vegar um landið og um 120 manns hafa þurft að leita læknisaðstoðar. Hinn 88 ára Antonio Carmo Pereira sat ráðalaus á túninu hjá sér og sagðist ekki vita hvert hann ætti að flýja frá eldunum. Eldri maður vætir jarðveg í kring um húsið sitt í Bemposta í nágrenni Ansiao í mið-Portúgal. Þarna er rökkur allan daginn vegna reyks og sóts frá eldunum.AP/Armando Franca „Þarna upp frá byrjuðu eldarnir að breiðast út í þessa átt, vindurinn blés í áttina að fjallinu. Ég gat séð þangað fyrst en eftir nokkrar mínútur sá ég ekkert fyrir reyk og sóti,“ sagði öldungurinn með eldana í nokkur hundruð metra fjarlægð. Vatni hefur verið varpað yfir eldana með þyrlum með litlum árangri. Sumir íbúanna heyja vonlausa baráttu við eldana með garðslöngum með eldana skammt frá heimilum sínum. Víða er dimmt eins og um kvöld eða nótt vegna reyks og sóts. Ricardo Deus loftlagssérfræðingur hjá Veðurstofu Portúgals segir þetta ástand komið til að vera. „Þetta er það sem við sjáum fram á næstu árin eða næstu öld því spár um loftslagsbreytingar gera ráð fyrir jafnvel enn verra ástandi á síðustu áratugum þessarar aldar. Svo við verðum að aðlagast,“ segir Deus.
Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira