Forseti Srí Lanka segir loks af sér Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júlí 2022 18:30 Gotabaya Rajapaksa hefur sagt af sér. EPA/Justin Lane Gotabaya Rajapaksa hefur sagt af sér sem forseti Srí Lanka. Hann flúði land í fyrradag og dvelur nú í Singapúr. Rajapaksa sendi í dag tölvupóst til forseta þingsins í Srí Lanka þar sem hann tilkynnti um afsögnina. Í fyrradag flaug hann til Maldíveyja og þaðan til Singapúr þar sem hann dvelur þessa stundina. Talið er að Rajapaksa hafi beðið með það að segja af sér þar til að hann væri kominn úr landi til að forðast það að vera handtekinn. Samkvæmt lögum í Srí Lanka má ekki handtaka sitjandi forseta en Rajapaksa er grunaður um mikla spillingu. Íbúar Srí Lanka fögnuðu margir hverjir á götum úti í dag eftir að fregnir bárust af afsögn forsetans. „Við erum gífurlega hamingjusöm en einnig fegin að geta fengið pásu og lifað okkar eðlilega lífi aftur,“ segir Viraga Perera, íbúi Colombo í Srí Lanka, í samtali við BBC. Seinustu daga hafa milljónir manna mótmælt forsetanum. Utanríkisráðherrann, Ranil Wickremesinghe, mun nú taka við sem sitjandi forseti og hefur hann þrjátíu daga til að öðlast stuðning meirihluta þingsins. Ef honum tekst það ekki verða haldnar kosningar. Srí Lanka Tengdar fréttir Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45 Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14 Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Rajapaksa sendi í dag tölvupóst til forseta þingsins í Srí Lanka þar sem hann tilkynnti um afsögnina. Í fyrradag flaug hann til Maldíveyja og þaðan til Singapúr þar sem hann dvelur þessa stundina. Talið er að Rajapaksa hafi beðið með það að segja af sér þar til að hann væri kominn úr landi til að forðast það að vera handtekinn. Samkvæmt lögum í Srí Lanka má ekki handtaka sitjandi forseta en Rajapaksa er grunaður um mikla spillingu. Íbúar Srí Lanka fögnuðu margir hverjir á götum úti í dag eftir að fregnir bárust af afsögn forsetans. „Við erum gífurlega hamingjusöm en einnig fegin að geta fengið pásu og lifað okkar eðlilega lífi aftur,“ segir Viraga Perera, íbúi Colombo í Srí Lanka, í samtali við BBC. Seinustu daga hafa milljónir manna mótmælt forsetanum. Utanríkisráðherrann, Ranil Wickremesinghe, mun nú taka við sem sitjandi forseti og hefur hann þrjátíu daga til að öðlast stuðning meirihluta þingsins. Ef honum tekst það ekki verða haldnar kosningar.
Srí Lanka Tengdar fréttir Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45 Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14 Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45
Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14
Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42
Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent