„Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 07:45 Hallbera Jóhannesdóttir og Gísli Gíslason ræddu við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Manchester í gær. VÍSIR/VILHELM Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við foreldra Hallberu Guðnýjar Gísladóttur og Elísu Viðarsdóttur í Manchester í gær, á meðan beðið er með óþreyju eftir leik Íslands og Frakklands á EM sem fram fer í Rotherham í kvöld. Hallbera og Gísli, foreldrar Hallberu, hafa verið á meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins á EM og notið þess að fylgjast með spennuleikjunum við Belgíu og Ítalíu, sem báðir enduðu 1-1. „Við fylgjum stelpunum hvert sem er. Þessar landsliðsstelpur, þessi hópur, þetta eru svo klárar og flottar stelpur að það er ekki annað hægt en að fylgja þeim bara út í hið óendanlega,“ sagði Gísli sem er fyrrverandi varaformaður KSÍ. Þau Hallbera og Gísli munu ferðast á leikinn í Rotherham í dag í rútu, með stórum aðstandendahópum félaga Hallberu úr vörninni, þeirra Guðrúnar Arnardóttur og Glódísar Perlu Viggósdóttur „Það verður sungið og trallað. Það er þannig fólk um borð að þetta klikkar ekki,“ sagði Gísli en nýjasta þáttinn af EM í dag má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag - 17.júlí Hallberu hefur verið lýst af liðsfélögum sem miklum húmorista og foreldrarnir segja hana alltaf hafa verið mikinn gleðigjafa: „Hún var alveg ógeðslega skemmtilegur krakki. Í minningunni þá var hún aldrei óþekk en svolítið uppátækjasöm, en hún var alltaf skemmtileg,“ sagði Hallbera. Hallbera Guðný Gísladóttir og foreldrar hennar hittust í Manchester í gær.VÍSIR/VILHELM Hallbera yngri verður 36 ára í september en þrátt fyrir að vera ein sú elsta í hópnum hefur hún verið öryggið uppmálað í vörn íslenska liðsins á mótinu. „Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín,“ sagði Gísli léttur. „Hún er alltaf ung í anda og fer vel með sig, og sýnir það á vellinum og í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur utan vallar líka,“ bætti hann við áður en talið barst að vatnsblöðruárásum feðginanna heima á Akranesi í gegnum árin. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Svava Kristín einnig við fjölskyldu Elísu Viðarsdóttur sem mætt er í fjórða sinn á Evrópumót. Leikur Íslands og Frakklands á EM hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma og verður ítarlega fjallað um hann hér á Vísi í allan dag. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Hallbera og Gísli, foreldrar Hallberu, hafa verið á meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins á EM og notið þess að fylgjast með spennuleikjunum við Belgíu og Ítalíu, sem báðir enduðu 1-1. „Við fylgjum stelpunum hvert sem er. Þessar landsliðsstelpur, þessi hópur, þetta eru svo klárar og flottar stelpur að það er ekki annað hægt en að fylgja þeim bara út í hið óendanlega,“ sagði Gísli sem er fyrrverandi varaformaður KSÍ. Þau Hallbera og Gísli munu ferðast á leikinn í Rotherham í dag í rútu, með stórum aðstandendahópum félaga Hallberu úr vörninni, þeirra Guðrúnar Arnardóttur og Glódísar Perlu Viggósdóttur „Það verður sungið og trallað. Það er þannig fólk um borð að þetta klikkar ekki,“ sagði Gísli en nýjasta þáttinn af EM í dag má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag - 17.júlí Hallberu hefur verið lýst af liðsfélögum sem miklum húmorista og foreldrarnir segja hana alltaf hafa verið mikinn gleðigjafa: „Hún var alveg ógeðslega skemmtilegur krakki. Í minningunni þá var hún aldrei óþekk en svolítið uppátækjasöm, en hún var alltaf skemmtileg,“ sagði Hallbera. Hallbera Guðný Gísladóttir og foreldrar hennar hittust í Manchester í gær.VÍSIR/VILHELM Hallbera yngri verður 36 ára í september en þrátt fyrir að vera ein sú elsta í hópnum hefur hún verið öryggið uppmálað í vörn íslenska liðsins á mótinu. „Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín,“ sagði Gísli léttur. „Hún er alltaf ung í anda og fer vel með sig, og sýnir það á vellinum og í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur utan vallar líka,“ bætti hann við áður en talið barst að vatnsblöðruárásum feðginanna heima á Akranesi í gegnum árin. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Svava Kristín einnig við fjölskyldu Elísu Viðarsdóttur sem mætt er í fjórða sinn á Evrópumót. Leikur Íslands og Frakklands á EM hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma og verður ítarlega fjallað um hann hér á Vísi í allan dag.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira