Leikur við Svía á heimavelli Manchester United í húfi Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 12:30 Íslenska liðið ætlar sér að komast í 8-liða úrslit á EM og gæti þá mætt Svíþjóð. vísir/vilhelm Það er bara eitt laust sæti eftir í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta og í kvöld skýrist hvort að Ísland, Belgía eða Ítalía hreppir það sæti. Íslendingar eru með örlögin í eigin höndum og geta með sigri gegn Frökkum í Rotherham í kvöld tryggt sig áfram í 8-liða úrslitin. Frakkar eru þegar búnir að vinna riðil Íslands en þurfa að gera sér að góðu að mæta Evrópumeisturum Hollands sem enduðu fyrir neðan Svía á markatölu í C-riðli. Liðið sem fylgir Frökkum upp úr D-riðli, vonandi Ísland, mun aftur á móti spila við Svía. Sá leikur er á föstudagskvöld klukkan 19 að íslenskum tíma og fer fram í bænum Leigh, í nágrenni Manchester-borgar þar sem Ísland lék fyrstu tvo leiki sína á EM. Átta liða úrslitin á EM: 20. júlí: England – Spánn 21. júlí: Þýskaland – Austurríki 22. júlí: Svíþjóð – ? 23. júlí: Frakkland - Holland Aftur spilað á heldur fámennum leikvangi Leikurinn í Leigh á föstudagskvöld verður spilaður á Leigh Sports Village sem verið hefur aðalheimavöllur kvennaliðs Manchester United frá því að liðið var stofnað að nýju fyrir fjórum árum. Sara Björk Gunnarsdóttir og margir fleiri hafa gagnrýnt það að fyrstu leikir Íslands á EM skyldu fara fram á aðeins 4.700 manna leikvangi, heimavelli kvennaliðs Manchester City, en Leigh Sports Village er aðeins stærri. Hann er skráður fyrir 12.000 manns en tekur við 8.100 manns á EM vegna reglna UEFA um að allir áhorfendur séu sitjandi. Ísland og Svíþjóð mættust síðast í tveimur leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Nokkuð er liðið síðan þá því þeir leikir fóru fram haustið 2020. Elín Metta Jensen skoraði í 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli en Svíar unnu svo 2-0 sigur á heimavelli. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Íslendingar eru með örlögin í eigin höndum og geta með sigri gegn Frökkum í Rotherham í kvöld tryggt sig áfram í 8-liða úrslitin. Frakkar eru þegar búnir að vinna riðil Íslands en þurfa að gera sér að góðu að mæta Evrópumeisturum Hollands sem enduðu fyrir neðan Svía á markatölu í C-riðli. Liðið sem fylgir Frökkum upp úr D-riðli, vonandi Ísland, mun aftur á móti spila við Svía. Sá leikur er á föstudagskvöld klukkan 19 að íslenskum tíma og fer fram í bænum Leigh, í nágrenni Manchester-borgar þar sem Ísland lék fyrstu tvo leiki sína á EM. Átta liða úrslitin á EM: 20. júlí: England – Spánn 21. júlí: Þýskaland – Austurríki 22. júlí: Svíþjóð – ? 23. júlí: Frakkland - Holland Aftur spilað á heldur fámennum leikvangi Leikurinn í Leigh á föstudagskvöld verður spilaður á Leigh Sports Village sem verið hefur aðalheimavöllur kvennaliðs Manchester United frá því að liðið var stofnað að nýju fyrir fjórum árum. Sara Björk Gunnarsdóttir og margir fleiri hafa gagnrýnt það að fyrstu leikir Íslands á EM skyldu fara fram á aðeins 4.700 manna leikvangi, heimavelli kvennaliðs Manchester City, en Leigh Sports Village er aðeins stærri. Hann er skráður fyrir 12.000 manns en tekur við 8.100 manns á EM vegna reglna UEFA um að allir áhorfendur séu sitjandi. Ísland og Svíþjóð mættust síðast í tveimur leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Nokkuð er liðið síðan þá því þeir leikir fóru fram haustið 2020. Elín Metta Jensen skoraði í 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli en Svíar unnu svo 2-0 sigur á heimavelli.
Átta liða úrslitin á EM: 20. júlí: England – Spánn 21. júlí: Þýskaland – Austurríki 22. júlí: Svíþjóð – ? 23. júlí: Frakkland - Holland
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira