Í útrýmingarhættu fyrir 70 árum en nú í stórsókn í Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2022 11:13 Sóley Ragna Ragnarsdóttir forsvarsmaður vinnuhóps Dags íslenska fjárhundsins og íslenski fjárhundurinn hennar, Dranga Kappa Keisari. Dagur íslenska fjárhundsins er haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn í dag með fjölbreyttri dagskrá um allt land. Forsvarsmaður segir alþjóðlegan aðdáendahóp tegundarinnar fara sístækkandi - enda hundarnir þeir bestu í heimi, að hennar sögn. Aðalfjörið í dag verður á Árbæjarsafni frá klukkan eitt til fimm, þar sem tólf íslenskir fjárhundar munu gleðja gesti og gangandi. Aðeins mennskir gestir eru þó velkomnir á safnið, segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir forsvarsmaður vinnuhóps Dags íslenska fjárhundsins. „Eins og það væri gaman að allir gætu kíkt með íslenska fjárhundinn sinn á okkur þá bara því miður er það ekki í boði. En öllum velkomið að koma hundlausum og kíkja á þessa skemmtilegu hunda sem verða þarna og sýna jafnvel einhverjar skemmtilegar listir í dag,“ segir Sóley. Þá verður viðburður í Glaumbæ í Skagafirði. „Síðan verða göngur hingað og þangað um landið og í rauninni fólk úti um allt með íslensku fjárhundana sína að vekja athygli á tegundinni.“ Brosandi með dillandi skott Dagskrá verður einnig á netinu, þar sem hægt er að nálgast ýmis erindi, einkum fyrir erlenda velunnara íslenska fjárhundsins. Sóley segir áhuga á tegundinni einmitt hafa aukist mjög síðustu ár úti í heimi. „Það hefur sérstaklega verið mikill áhugi á tegundinni í Skandinavíu, og sérstaklega í Svíþjóð og Danmörku, og vissulega á fleiri stöðum í Evrópu. Og síðan er hún að vinna sér inn töluverðan aðdáendahóp í Bandaríkjunum líka. Þannig að tegundin er að verða þokkalega eftirsótt um allan heim. Sem er náttúrulega frábært ef maður horfir til þess að fyrir um sjötíu árum síðan var tegundin svo gott sem í útrýmingarhættu.“ Sjálf á Sóley íslenska fjárhundinn Dranga Kappa Keisara, 6 ára, og hún er ekki í vafa um að tegundin sé sú besta í heimi. „Þeir eru mjög sjálfstæðir en virkilega húsbóndahollir, skemmtilegir í vinnu og alltaf glaðir, með dillandi skottið og taka brosandi á móti þér.“ Dýr Hundar Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Aðalfjörið í dag verður á Árbæjarsafni frá klukkan eitt til fimm, þar sem tólf íslenskir fjárhundar munu gleðja gesti og gangandi. Aðeins mennskir gestir eru þó velkomnir á safnið, segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir forsvarsmaður vinnuhóps Dags íslenska fjárhundsins. „Eins og það væri gaman að allir gætu kíkt með íslenska fjárhundinn sinn á okkur þá bara því miður er það ekki í boði. En öllum velkomið að koma hundlausum og kíkja á þessa skemmtilegu hunda sem verða þarna og sýna jafnvel einhverjar skemmtilegar listir í dag,“ segir Sóley. Þá verður viðburður í Glaumbæ í Skagafirði. „Síðan verða göngur hingað og þangað um landið og í rauninni fólk úti um allt með íslensku fjárhundana sína að vekja athygli á tegundinni.“ Brosandi með dillandi skott Dagskrá verður einnig á netinu, þar sem hægt er að nálgast ýmis erindi, einkum fyrir erlenda velunnara íslenska fjárhundsins. Sóley segir áhuga á tegundinni einmitt hafa aukist mjög síðustu ár úti í heimi. „Það hefur sérstaklega verið mikill áhugi á tegundinni í Skandinavíu, og sérstaklega í Svíþjóð og Danmörku, og vissulega á fleiri stöðum í Evrópu. Og síðan er hún að vinna sér inn töluverðan aðdáendahóp í Bandaríkjunum líka. Þannig að tegundin er að verða þokkalega eftirsótt um allan heim. Sem er náttúrulega frábært ef maður horfir til þess að fyrir um sjötíu árum síðan var tegundin svo gott sem í útrýmingarhættu.“ Sjálf á Sóley íslenska fjárhundinn Dranga Kappa Keisara, 6 ára, og hún er ekki í vafa um að tegundin sé sú besta í heimi. „Þeir eru mjög sjálfstæðir en virkilega húsbóndahollir, skemmtilegir í vinnu og alltaf glaðir, með dillandi skottið og taka brosandi á móti þér.“
Dýr Hundar Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira