Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að smávægilegar skemmdir hafi orðið á veginum að Fjarðarseli en að greiðlega hafi gengið að skrúfa fyrir vatnsflauminn. Aðrennslisrörið hafi þegar verið lagað og vegurinn opnaður á ný.
Þá segir að stutt sé síðan álíka atvik hafi orðið og að eigandi Fjarðarselsvirkjunar skoði nú aðstæður með það að markmiði að koma í veg fyrir að atvik sem þetta endurtaki sig.
Í júní þurftu Seyðisfirðingar að láta sér heitt vatn nægja um stund eftir að kaldavatnslögn við Fjarðaselsvirkjun gaf sig.