Íslensku stelpurnar einkar óheppnar upp við mark andstæðinganna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2022 07:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir að loknum leik gegn Frakklandi. Vísir/Vilhelm Ísland féll í gærkvöld úr leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Þegar vænt mörk (xG) tölfræði mótsins er skoðuð þá er aðeins Danmörk með verri tölfræði fyrir framan mark andstæðinga sinna en íslenska liðið. Ísland fór tauplaust í gegnum D-riðil Evrópumótsins en því miður gerði liðið jafntefli í öllum sínum leikjum sem dugði ekki til að komast áfram. Hefði Belgía ekki náð að pota inn einu marki gegn Ítalíu þá hefði Ísland hins vegar farið áfram. Mögulega munu íslensku stelpurnar naga sig í handarbökin á næstu dögum og vikum en liðið fékk góð færi til að vinna leikina þrjá sem það lék á mótinu. Opta Analyst heldur utan um alla tölfræði mótsins og þar kemur í ljós að Ísland og Danmörk eru í sérflokki þegar kemur að slakri nýtingu fyrir framan mark andstæðinganna. Iceland have scored two goals from an xG total of 5.2 at #WEuro2022 so far. Only Denmark (one goal from 5.1 xG) have a bigger underperformance in front of goal. pic.twitter.com/EPjyYpkqZH— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Áður en Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin gegn Frakklandi hafði Ísland aðeins skorað tvö mörk úr færum upp á 5.2 vænt mörk (xG). Ef færanýtingin væri eins og eðlilegt er þá hefðu stelpurnar okkar átt að vera búnar að skora fimm mörk í staðin fyrir aðeins tvö. Vissulega spilar vítaspyrnan sem fór forgörðum gegn Belgíu sinn þátt í tölfræðinni en að því sögðu hefði Ísland átt að pota inn að lágmarki einu marki til viðbótar áður en boltinn söng loks í netinu gegn Frakklandi. France 1-1 Iceland: France took the lead after just 46 secs, but settled at that. They face reigning champions Netherlands next. Despite scoring a 102nd minute penalty (!), Iceland had yet another frustrating night in front of goal, but leave #WEURO2022 with heads held high. pic.twitter.com/vMsNoK9E7Z— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Í viðtölum eftir leiki á mótinu var íslensku stelpunum tíðrætt um færanýtingu liðsins. Eins og áður sagði fór vítapspyrnu forgörðum í fyrsta leik, Sveindís Jane Jónsdóttir skallaði slá gegn Frakklandi og svo fékk liðið fínustu færi til að vinna í raun alla leiki mótsins. Það má því með sanni segja að um „stöngina út“ hafi verið að ræða hjá Íslandi á Evrópumótinu í Englandi en hver veit nema þær fái tækifæri til að breyta því á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sumarið 2023. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Ísland fór tauplaust í gegnum D-riðil Evrópumótsins en því miður gerði liðið jafntefli í öllum sínum leikjum sem dugði ekki til að komast áfram. Hefði Belgía ekki náð að pota inn einu marki gegn Ítalíu þá hefði Ísland hins vegar farið áfram. Mögulega munu íslensku stelpurnar naga sig í handarbökin á næstu dögum og vikum en liðið fékk góð færi til að vinna leikina þrjá sem það lék á mótinu. Opta Analyst heldur utan um alla tölfræði mótsins og þar kemur í ljós að Ísland og Danmörk eru í sérflokki þegar kemur að slakri nýtingu fyrir framan mark andstæðinganna. Iceland have scored two goals from an xG total of 5.2 at #WEuro2022 so far. Only Denmark (one goal from 5.1 xG) have a bigger underperformance in front of goal. pic.twitter.com/EPjyYpkqZH— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Áður en Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin gegn Frakklandi hafði Ísland aðeins skorað tvö mörk úr færum upp á 5.2 vænt mörk (xG). Ef færanýtingin væri eins og eðlilegt er þá hefðu stelpurnar okkar átt að vera búnar að skora fimm mörk í staðin fyrir aðeins tvö. Vissulega spilar vítaspyrnan sem fór forgörðum gegn Belgíu sinn þátt í tölfræðinni en að því sögðu hefði Ísland átt að pota inn að lágmarki einu marki til viðbótar áður en boltinn söng loks í netinu gegn Frakklandi. France 1-1 Iceland: France took the lead after just 46 secs, but settled at that. They face reigning champions Netherlands next. Despite scoring a 102nd minute penalty (!), Iceland had yet another frustrating night in front of goal, but leave #WEURO2022 with heads held high. pic.twitter.com/vMsNoK9E7Z— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Í viðtölum eftir leiki á mótinu var íslensku stelpunum tíðrætt um færanýtingu liðsins. Eins og áður sagði fór vítapspyrnu forgörðum í fyrsta leik, Sveindís Jane Jónsdóttir skallaði slá gegn Frakklandi og svo fékk liðið fínustu færi til að vinna í raun alla leiki mótsins. Það má því með sanni segja að um „stöngina út“ hafi verið að ræða hjá Íslandi á Evrópumótinu í Englandi en hver veit nema þær fái tækifæri til að breyta því á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sumarið 2023.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira