Stenson gengur til liðs við LIV og verður ekki fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2022 13:46 Henrik Stenson verður ekki fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum. Stuart Franklin/R&A/R&A via Getty Images Sænski golfarinn Henrik Stenson hefur misst stöðu sína sem fyrirliði evrópska liðsins í Ryder-bikarnum. Búist er við því að Stenson gangi til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina í golfi á næstu dögum. Stenson tók við stöðu fyrirliða evrópska liðsins í mars á þessu ári af Padraig Harrington. Svíinn hefur sex sinnum tekið þátt í Ryder-bikarnum, en hann var varafyrirliði liðsins í fyrra. Þessi 46 ára kylfingur hafði verið orðaður við LIV-mótaröðina áður en hann tók við stöðu fyrirliða. Hann sagði þó á blaðamannafundi á sínum tíma að hann væri skuldbundinn fyrirliðastöðunni og evrópska liðinu. Sögusagnir um það að Stenson myndi ganga til liðs við LIV-mótaröðina fóru þó aftur á flug eftir að kylfingurinn komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska mótinu sem fram fór um helgina. Eftir að ljóst var að hann hefði ekki komist í gegnum niðurskurðinn sagði Stenson að hann væri enn að íhuga framtíðina. BREAKING: Former Open Champion Henrik Stenson stripped of Team Europe Ryder Cup captaincy and expected to join LIV Golf series. pic.twitter.com/aHWZHFiCKV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 20, 2022 Evrópska Ryder-liðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint er frá því að Stenson muni ekki gegna stöðu fyrirliða. „Við getum staðfest það að tími Henrik Stenson verður ekki fyrirliði evrópska liðsins í Ryder-bikarnum á Marco Simone Golf and Country Club í Róm, Ítalíu, frá 25. september til 1. október 2023,“ sagði í tilkynningu liðsins. „Í ljósi þeirra ákvarðana sem Henrik tók varðandi sínar persónulegu kringumstæður hefur okkur verið gert ljóst að hann mun ekki geta uppfyllt þær skuldbindingar sem samningur hans við evrópska Ryder-liðið kveður á um. Því er ómögulegt fyrir hann að halda stöðu sinni sem fyrirliði.“ „Nýr fyrirliði evrópska liðsins verður kynntur þegar að því kemur. Evrópska liðið mun ekki tjá sig frekar um málið fyrr.“ A statement from Ryder Cup Europe.— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) July 20, 2022 Golf LIV-mótaröðin Ryder-bikarinn Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Stenson tók við stöðu fyrirliða evrópska liðsins í mars á þessu ári af Padraig Harrington. Svíinn hefur sex sinnum tekið þátt í Ryder-bikarnum, en hann var varafyrirliði liðsins í fyrra. Þessi 46 ára kylfingur hafði verið orðaður við LIV-mótaröðina áður en hann tók við stöðu fyrirliða. Hann sagði þó á blaðamannafundi á sínum tíma að hann væri skuldbundinn fyrirliðastöðunni og evrópska liðinu. Sögusagnir um það að Stenson myndi ganga til liðs við LIV-mótaröðina fóru þó aftur á flug eftir að kylfingurinn komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska mótinu sem fram fór um helgina. Eftir að ljóst var að hann hefði ekki komist í gegnum niðurskurðinn sagði Stenson að hann væri enn að íhuga framtíðina. BREAKING: Former Open Champion Henrik Stenson stripped of Team Europe Ryder Cup captaincy and expected to join LIV Golf series. pic.twitter.com/aHWZHFiCKV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 20, 2022 Evrópska Ryder-liðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint er frá því að Stenson muni ekki gegna stöðu fyrirliða. „Við getum staðfest það að tími Henrik Stenson verður ekki fyrirliði evrópska liðsins í Ryder-bikarnum á Marco Simone Golf and Country Club í Róm, Ítalíu, frá 25. september til 1. október 2023,“ sagði í tilkynningu liðsins. „Í ljósi þeirra ákvarðana sem Henrik tók varðandi sínar persónulegu kringumstæður hefur okkur verið gert ljóst að hann mun ekki geta uppfyllt þær skuldbindingar sem samningur hans við evrópska Ryder-liðið kveður á um. Því er ómögulegt fyrir hann að halda stöðu sinni sem fyrirliði.“ „Nýr fyrirliði evrópska liðsins verður kynntur þegar að því kemur. Evrópska liðið mun ekki tjá sig frekar um málið fyrr.“ A statement from Ryder Cup Europe.— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) July 20, 2022
Golf LIV-mótaröðin Ryder-bikarinn Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira