Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2022 14:09 Hannes segir merki um að það sé að lægja á fasteignamarkaði en það sé of sterkt til orða tekið að segja að markaðurinn sé að kólna. Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. Í Bítinu á Bylgjunni í gær kvartaði ósáttur faðir yfir ógagnsæi á fasteignamarkaði. Erfitt sé að vita hvort raunverulega hafi komið hærra tilboð eða hvort fasteignasalar séu að etja fólki saman. Sonur hans sé að reyna að kaupa fyrstu íbúð en tilboð hans nái ekki í gegn. Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði marga sitja eftir með sárt ennið eins og fasteignamarkaðurinn er í dag. Fimm til tuttugu tilboð berist í hverja fasteign og margir bjóði yfirverð en missi samt af kaupunum. Lokað söluferli þar sem leynd liggur yfir tilboðum annarra sé þó ekki meinsemdin. Vissulega hafi verið skoðað í nokkurn tíma hvort opna eigi ferlið, líkt og gert er í Svíþjóð og Noregi en það leysi ekki þetta vandamál. Opið söluferli hafi einnig sínar neikvæðu hliðar, til dæmis séu tilboð bindandi og ekki hægt að setja fyrirvara sem geti farið illa og endað með lögsóknum. Þau yngri þurfi að keppa við þau eldri Vandamálið sem kaupendur upplifa nú á fasteignamarkaði snúi að framboðinu og harða baráttu um fáa bita. Fasteignafélögin sem kaupi fimm til tíu prósent íbúða til að setja á leigumarkað skapi ekki þessa stöðu heldur eigi fyrstu kaupendur erfitt með að keppa við eldri kaupendur sem eiga meira eigið fé og geta boðið betur en þeir yngri. „Síðastliðin tuttugu ár hefur verið erfitt fyrir fyrstu kaupendur að koma inn á markað. Þrátt fyrir það þá voru sett ný met í fyrra og hittifyrra þar sem fyrstu kaupendur fóru upp í 35 prósent af kaupendum," segir Hannes og bætir við að staðan hafi ekki orðið auðveldari eftir að Seðlabankinn lækkaði lánaheimild fyrstu kaupenda. Hannes segir ekki hægt að tala um kólnun á markaði þótt einhverjar breytingar séu í sjónmáli. „Það sem hefur gerst er að í staðinn fyrir að það mæti tuttugu pör í opið hús, þá mæta átta. Það er aðeins að lægja," segir Hannes og bætir við máli sínu til stuðnings að nú séu 330 íbúðir í fjölbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu en þær voru 286 fyrir tveimur mánuðum. Þróunin sé hæg en í rétta átt. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni í gær kvartaði ósáttur faðir yfir ógagnsæi á fasteignamarkaði. Erfitt sé að vita hvort raunverulega hafi komið hærra tilboð eða hvort fasteignasalar séu að etja fólki saman. Sonur hans sé að reyna að kaupa fyrstu íbúð en tilboð hans nái ekki í gegn. Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði marga sitja eftir með sárt ennið eins og fasteignamarkaðurinn er í dag. Fimm til tuttugu tilboð berist í hverja fasteign og margir bjóði yfirverð en missi samt af kaupunum. Lokað söluferli þar sem leynd liggur yfir tilboðum annarra sé þó ekki meinsemdin. Vissulega hafi verið skoðað í nokkurn tíma hvort opna eigi ferlið, líkt og gert er í Svíþjóð og Noregi en það leysi ekki þetta vandamál. Opið söluferli hafi einnig sínar neikvæðu hliðar, til dæmis séu tilboð bindandi og ekki hægt að setja fyrirvara sem geti farið illa og endað með lögsóknum. Þau yngri þurfi að keppa við þau eldri Vandamálið sem kaupendur upplifa nú á fasteignamarkaði snúi að framboðinu og harða baráttu um fáa bita. Fasteignafélögin sem kaupi fimm til tíu prósent íbúða til að setja á leigumarkað skapi ekki þessa stöðu heldur eigi fyrstu kaupendur erfitt með að keppa við eldri kaupendur sem eiga meira eigið fé og geta boðið betur en þeir yngri. „Síðastliðin tuttugu ár hefur verið erfitt fyrir fyrstu kaupendur að koma inn á markað. Þrátt fyrir það þá voru sett ný met í fyrra og hittifyrra þar sem fyrstu kaupendur fóru upp í 35 prósent af kaupendum," segir Hannes og bætir við að staðan hafi ekki orðið auðveldari eftir að Seðlabankinn lækkaði lánaheimild fyrstu kaupenda. Hannes segir ekki hægt að tala um kólnun á markaði þótt einhverjar breytingar séu í sjónmáli. „Það sem hefur gerst er að í staðinn fyrir að það mæti tuttugu pör í opið hús, þá mæta átta. Það er aðeins að lægja," segir Hannes og bætir við máli sínu til stuðnings að nú séu 330 íbúðir í fjölbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu en þær voru 286 fyrir tveimur mánuðum. Þróunin sé hæg en í rétta átt.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48
Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31