Rússar vilja meira en Donbas Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2022 14:28 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Stefani Reynolds Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti því yfir í morgun að markmið Rússa í Úkraínu hefðu breyst. Markmiðið væri ekki lengur að „frelsa“ Donetsk og Luhansk. Heldur beindu Rússar sjónum sínum nú einnig að Kherson- og Zaporozhye-héruðum í suðurhluta Úkraínu, auk annara svæða í landinu. Lavrov sagði einnig í viðtali við Margarita Simonyan, yfirmann rússneska ríkismiðilsins RT, að ef Úkraínumenn fengju fleiri langdræg vopn myndu Rússar þurfa að hertaka enn stærri hluta Úkraínu. Rússar gætu ekki sætt sig við að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, eða hver sem tæki við af honum ætti vopn sem hægt væri að skjóta að yfirráðasvæði Rússlands og þeirra sambandsríkja sem til stendur að stofna í Úkraínu. „Forsetinn sagði þetta skýrt,“ sagði Lavrov samkvæmt fréttaveitunni RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins. „Af-nasistavæðing, eða af-hervæðing að því leyti að það sé engin ógn gegn öryggi okkar, hernaðarógnun frá yfirráðasvæði Úkraínu, þetta verkefni er enn til staðar.“ Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Stefna á innlimun Ummerki þess að Rússar ætli sér að reyna að innlima Kherson og Zaporozhye hafa verið bersýnileg um nokkuð skeið en rússneskar hersveitir stjórna stærstum hluta beggja héraðanna. Rússar hafa reynt af fremsta megni að „Rússavæða“ yfirráðasvæði sín í Úkraínu. Skiltum á úkraínsku hefur verið skipt út fyrir rússnesku, ríkismiðlar Rússlands eru þeir einu sem fólk hefur aðgang að og íbúar þessara svæða eru undir miklum þrýstingi varðandi það að fá sér rússnesk vegabréf. Þá hafa fregnir reglulega borist af því að Rússar ætli sér að halda einhvers konar atkvæðagreiðslu á þessum svæðum um að þau verði innlimuð í rússneska sambandsríkið. Hét því að hernema ekki hluta Úkraínu Nærri því fimm mánuðir eru síðan Rússar réðust inn í Úkraínu, þann 24. febrúar, og þá með því yfirlýsta markmiði að „frelsa“ Úkraínumenn undan oki nasista og brjóta herafla Úkraínu á bak aftur. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hét því að Rússar ætluðu sér ekki að hernema hluta af Úkraínu en hann hafði skömmu fyrir innrásina samþykkt stofnun tveggja alþýðulýðvelda aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk, sem saman mynda Donbas svæðið. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum sögðu þessar ástæður vera þvælu og hafa lýst innrásinni sem landvinningastríði og ber hún ummerki þess. Fyrst gerðu Rússar atlögu að Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og bárust fregnir af því að málaliðar hefðu verið sendir til að ráða Selenskí af dögum. Rússar hörfuðu þó frá svæðinu við Kænugarð og varnarmálaráðuneyti Rússlands lýsti því yfir þann 25. mars að fyrsta hluta hinnar „sértæku hernaðaraðgerð“ í Úkraínu, eins og Rússum er gert samkvæmt lögum að kalla innrásina, væri lokið. Rússar myndu nú einbeita sér að Donbas. Tæpum fjórum mánuðum síðar hafa Rússar náð tökum á Luhansk en eiga langt í land með að ná Donetsk. Víðast hvar þar sem rússneskir hermenn hafa stigið niður fæti í Úkraínu hafa þeir verið sakaðir um stríðsglæpi, fjöldamorð og mannréttindabrot. Nefndi HIMARS sérstaklega Í viðtalinu sakaði Lavrov Vesturlönd um að dæla vopnum í Úkraínu og reyna þannig að gera ástandið í Úkraínu eins slæmt og mögulegt er. Rússar hafa áður haldið því fram að Vesturlönd eigi í óbeinu stríði við Rússa í gegnum Úkraínu, með því að útvega Úkraínumönnum vopn sem þeir nota til að verjast innrás Rússa. Lavrov nefndi HIMARS-eldflaugakerfin sérstaklega. Þau hafa gert Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk langt fyrir aftan víglínurnar eins og birgðastöðvar og stjórnstöðvar rússneska hersins. Þessar árásir eru þegar sagðar hafa skilað miklum árangri og eru sagðar hafa komið verulega niður á framsókn Rússa. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, lýsti því nýverið yfir við einn af yfirmönnum rússneska hersins í Úkraínu að Rússar ættu að leggja allt kapp á að granda langdrægum eldflaugum Úkraínumanna og stórskotaliði þeirra. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í morgun að Bandaríkjamenn myndu senda fjögur HIMARS-kerfi til viðbótar til Úkraínu. Þá hafa Bandaríkin sent, eða ætla að senda, alls sextán slík vopnakerfi. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Lavrov sagði einnig í viðtali við Margarita Simonyan, yfirmann rússneska ríkismiðilsins RT, að ef Úkraínumenn fengju fleiri langdræg vopn myndu Rússar þurfa að hertaka enn stærri hluta Úkraínu. Rússar gætu ekki sætt sig við að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, eða hver sem tæki við af honum ætti vopn sem hægt væri að skjóta að yfirráðasvæði Rússlands og þeirra sambandsríkja sem til stendur að stofna í Úkraínu. „Forsetinn sagði þetta skýrt,“ sagði Lavrov samkvæmt fréttaveitunni RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins. „Af-nasistavæðing, eða af-hervæðing að því leyti að það sé engin ógn gegn öryggi okkar, hernaðarógnun frá yfirráðasvæði Úkraínu, þetta verkefni er enn til staðar.“ Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Stefna á innlimun Ummerki þess að Rússar ætli sér að reyna að innlima Kherson og Zaporozhye hafa verið bersýnileg um nokkuð skeið en rússneskar hersveitir stjórna stærstum hluta beggja héraðanna. Rússar hafa reynt af fremsta megni að „Rússavæða“ yfirráðasvæði sín í Úkraínu. Skiltum á úkraínsku hefur verið skipt út fyrir rússnesku, ríkismiðlar Rússlands eru þeir einu sem fólk hefur aðgang að og íbúar þessara svæða eru undir miklum þrýstingi varðandi það að fá sér rússnesk vegabréf. Þá hafa fregnir reglulega borist af því að Rússar ætli sér að halda einhvers konar atkvæðagreiðslu á þessum svæðum um að þau verði innlimuð í rússneska sambandsríkið. Hét því að hernema ekki hluta Úkraínu Nærri því fimm mánuðir eru síðan Rússar réðust inn í Úkraínu, þann 24. febrúar, og þá með því yfirlýsta markmiði að „frelsa“ Úkraínumenn undan oki nasista og brjóta herafla Úkraínu á bak aftur. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hét því að Rússar ætluðu sér ekki að hernema hluta af Úkraínu en hann hafði skömmu fyrir innrásina samþykkt stofnun tveggja alþýðulýðvelda aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk, sem saman mynda Donbas svæðið. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum sögðu þessar ástæður vera þvælu og hafa lýst innrásinni sem landvinningastríði og ber hún ummerki þess. Fyrst gerðu Rússar atlögu að Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og bárust fregnir af því að málaliðar hefðu verið sendir til að ráða Selenskí af dögum. Rússar hörfuðu þó frá svæðinu við Kænugarð og varnarmálaráðuneyti Rússlands lýsti því yfir þann 25. mars að fyrsta hluta hinnar „sértæku hernaðaraðgerð“ í Úkraínu, eins og Rússum er gert samkvæmt lögum að kalla innrásina, væri lokið. Rússar myndu nú einbeita sér að Donbas. Tæpum fjórum mánuðum síðar hafa Rússar náð tökum á Luhansk en eiga langt í land með að ná Donetsk. Víðast hvar þar sem rússneskir hermenn hafa stigið niður fæti í Úkraínu hafa þeir verið sakaðir um stríðsglæpi, fjöldamorð og mannréttindabrot. Nefndi HIMARS sérstaklega Í viðtalinu sakaði Lavrov Vesturlönd um að dæla vopnum í Úkraínu og reyna þannig að gera ástandið í Úkraínu eins slæmt og mögulegt er. Rússar hafa áður haldið því fram að Vesturlönd eigi í óbeinu stríði við Rússa í gegnum Úkraínu, með því að útvega Úkraínumönnum vopn sem þeir nota til að verjast innrás Rússa. Lavrov nefndi HIMARS-eldflaugakerfin sérstaklega. Þau hafa gert Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk langt fyrir aftan víglínurnar eins og birgðastöðvar og stjórnstöðvar rússneska hersins. Þessar árásir eru þegar sagðar hafa skilað miklum árangri og eru sagðar hafa komið verulega niður á framsókn Rússa. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, lýsti því nýverið yfir við einn af yfirmönnum rússneska hersins í Úkraínu að Rússar ættu að leggja allt kapp á að granda langdrægum eldflaugum Úkraínumanna og stórskotaliði þeirra. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í morgun að Bandaríkjamenn myndu senda fjögur HIMARS-kerfi til viðbótar til Úkraínu. Þá hafa Bandaríkin sent, eða ætla að senda, alls sextán slík vopnakerfi.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira