Stallone kallar framleiðanda Rocky sníkjudýr og vill hluta af réttindunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2022 10:58 Sylvester Stallone hefur farið ófögrum orðum um feðgana og kvikmyndaframleiðendurna, Irwin og David Winkler, undanfarið. Getty/Daniel Zuchnik Sylvester Stallone krafði Irwin Winkler, framleiðanda Rocky-myndanna, nýlega um hlut af réttindum kvikmyndaseríunnar. Í færslu sem Stallone birti á samfélagsmiðlum nýverið lýsti hann Winkler sem sníkjudýri og hæfileikalausum. Það hafa komið út sex myndir um hnefaleikakappann knáa Rocky Balboa en auk þess að leika boxarann skrifaði Stallone handritið að fyrstu fimm myndunum og leikstýrði fyrstu þremur. Þrátt fyrir mikla aðkomu að gerð myndanna fékk Stallone aldrei hlut af réttindunum myndanna. Irwin Winkler á að baki langan framleiðsluferil í Hollywood en auk Rocky-myndanna hefur hann framleitt myndir á borð við Goodfellas og Raging Bull.Getty/Axelle/Bauer-Griffin En núna vill Stallone fá eitthvað fyrir sinn snúð. Af þessum sökum hefur Stallone farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið um framleiðanda kvikmyndaseríunnar, hinn 93 ára Irwin Winkler. Á Instagram birti Stallone skopmynd af Winkler í formi snáks. Undir myndinni skrifar Stallone langan texta þar sem hann segist vilja fá „það litla sem hann á eftir af réttindum sínum.“ Þá segir Stallone í færslunni „þetta er sársaukafullt umræðuefni sem tærir sál mína, af því ég vildi skilja eitthvað eftir af Rocky fyrir börnin mín.“ Segir feðgana hæfileikalaus Stallone hefur ekki látið nægja að gagnrýna Irwin einan heldur hefur sonur hans, David Winkler, líka þurft að þola fúkyrðaflaum leikarans. Á Instagram birti Stallone mynd af bókarkápu The Arrangement, æviminningum David Winkler, sem Stallone segir vera verstu bók sem hann hafi lesið. Þá segir hann að ef fólk klári klósettpappírinn sinn geti það keypt bókina af því hún sé mjög „rakadræg“. Stallone lýsir David einnig sem „hræðilega hæfileikalausum“ syni hins „merkilega hæfileikalausa og sníkjudýrslega“ Irwin Winkler og að þeir væru verstu manneskjur sem hann hefði kynnst í kvikmyndaiðnaðinum. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Það hafa komið út sex myndir um hnefaleikakappann knáa Rocky Balboa en auk þess að leika boxarann skrifaði Stallone handritið að fyrstu fimm myndunum og leikstýrði fyrstu þremur. Þrátt fyrir mikla aðkomu að gerð myndanna fékk Stallone aldrei hlut af réttindunum myndanna. Irwin Winkler á að baki langan framleiðsluferil í Hollywood en auk Rocky-myndanna hefur hann framleitt myndir á borð við Goodfellas og Raging Bull.Getty/Axelle/Bauer-Griffin En núna vill Stallone fá eitthvað fyrir sinn snúð. Af þessum sökum hefur Stallone farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið um framleiðanda kvikmyndaseríunnar, hinn 93 ára Irwin Winkler. Á Instagram birti Stallone skopmynd af Winkler í formi snáks. Undir myndinni skrifar Stallone langan texta þar sem hann segist vilja fá „það litla sem hann á eftir af réttindum sínum.“ Þá segir Stallone í færslunni „þetta er sársaukafullt umræðuefni sem tærir sál mína, af því ég vildi skilja eitthvað eftir af Rocky fyrir börnin mín.“ Segir feðgana hæfileikalaus Stallone hefur ekki látið nægja að gagnrýna Irwin einan heldur hefur sonur hans, David Winkler, líka þurft að þola fúkyrðaflaum leikarans. Á Instagram birti Stallone mynd af bókarkápu The Arrangement, æviminningum David Winkler, sem Stallone segir vera verstu bók sem hann hafi lesið. Þá segir hann að ef fólk klári klósettpappírinn sinn geti það keypt bókina af því hún sé mjög „rakadræg“. Stallone lýsir David einnig sem „hræðilega hæfileikalausum“ syni hins „merkilega hæfileikalausa og sníkjudýrslega“ Irwin Winkler og að þeir væru verstu manneskjur sem hann hefði kynnst í kvikmyndaiðnaðinum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira