Snúa baki við Draghi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. júlí 2022 21:46 Draghi á þinginu í dag. Associated Press/Gregorio Borgia Búist er við því að forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi segi af sér nú á næstunni. Þetta er í kjölfar þess að Draghi missti stuðning þriggja flokka í stjórnarsamstarfi sínu en flokkarnir þrír tóku ekki þátt í kosningu um traustsyfirlýsingu við áform Draghi í dag. Í síðustu viku var kosið um frumvarp sem hefði eyrnamerkt 26 milljarða Evra til þess að draga úr framfærslukostnaði fyrir ítölsku þjóðina. Draghi setti kosningu frumvarpsins upp sem traustsyfirlýsingu og hlaut frumvarpið nægan stuðning en Fimm stjörnu hreyfingin sniðgekk kosninguna. Í kjölfar frumvarpskosningarinnar ræddi Draghi stöðu sína við forseta Ítalíu, Sergio Mattarella. Draghi bauðst til þess að falla frá embætti en Mattarella hafnaði því. Nú hafa fleiri stjórnarflokkar bæst við í lið Fimm stjörnu hreyfingarinnar en fyrir kosninguna í dag sagði Draghi örlög stjórnar sinnar standa og falla með því hvort hægt væri að byggja upp traust á ný. Draghi hefur lagt áherslu á einingu innan stjórnarinnar til þess að hægt sé að takast á við vandamálin sem bíða. Sem dæmi má nefna umbætur sem þurfi að ganga í gegn eigi Ítalía að fá næsta hluta stuðningspakka vegna kórónuveirufaraldursins sem nemur í heild sinni 200 milljörðum evra. Guardian greinir frá þessu. Eftir kosninguna heldur Draghi þó enn meirihluta en búist er við því að hann segi af sér þrátt fyrir að hann njóti mikils stuðnings frá almenningi. Segi Draghi af sér verður þetta þriðja ríkisstjórn Ítalíu sem springur á jafn mörgum árum en talið er líklegt að Ítalir gangi þá til kosninga í september. Ítalía Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Í síðustu viku var kosið um frumvarp sem hefði eyrnamerkt 26 milljarða Evra til þess að draga úr framfærslukostnaði fyrir ítölsku þjóðina. Draghi setti kosningu frumvarpsins upp sem traustsyfirlýsingu og hlaut frumvarpið nægan stuðning en Fimm stjörnu hreyfingin sniðgekk kosninguna. Í kjölfar frumvarpskosningarinnar ræddi Draghi stöðu sína við forseta Ítalíu, Sergio Mattarella. Draghi bauðst til þess að falla frá embætti en Mattarella hafnaði því. Nú hafa fleiri stjórnarflokkar bæst við í lið Fimm stjörnu hreyfingarinnar en fyrir kosninguna í dag sagði Draghi örlög stjórnar sinnar standa og falla með því hvort hægt væri að byggja upp traust á ný. Draghi hefur lagt áherslu á einingu innan stjórnarinnar til þess að hægt sé að takast á við vandamálin sem bíða. Sem dæmi má nefna umbætur sem þurfi að ganga í gegn eigi Ítalía að fá næsta hluta stuðningspakka vegna kórónuveirufaraldursins sem nemur í heild sinni 200 milljörðum evra. Guardian greinir frá þessu. Eftir kosninguna heldur Draghi þó enn meirihluta en búist er við því að hann segi af sér þrátt fyrir að hann njóti mikils stuðnings frá almenningi. Segi Draghi af sér verður þetta þriðja ríkisstjórn Ítalíu sem springur á jafn mörgum árum en talið er líklegt að Ítalir gangi þá til kosninga í september.
Ítalía Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira