Bannaður frá öllum leikvöllum í Englandi eftir nasistakveðju Atli Arason skrifar 20. júlí 2022 23:16 Umrætt atvik átti sér stað á St. James' Park, heimavelli Newcastle. Stuðningsmaðurinn fær ekki að mæta þangað aftur í náinni framtíð. Getty Images Shay Asher, 24 ára gamall Englendingur og stuðningsmaður Newcastle, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann eftir rasíska kveðju að hætti nasista í leik Newcastle gegn Tottenham á St. James‘ Park, heimavelli Newcastle, þann 17. október 2021. Asher sást í stúkunni senda nasistakveðjur til stuðningsmanna Tottenham þar sem hann lyfti upp hægri hönd á meðan hann notaði vinstri vísifingur til að líkja eftir yfirvaraskeggi. Samkvæmt Chronicle hafa stuðningsmenn Tottenham og íbúar Norður-Lundúna sterk tengsl á meðal gyðinga. „Þetta tilvik er einstakt, þegar Tottenham Hotspurs á í hlut vegna þess að liðið er staðsett í Norður-Lundúnum. Það er vel þekkt innan fótboltasamfélagsins að þar er sterkur bakgrunnur gyðinga á meðal stuðningsmanna,“ sagði saksóknari málsins, Brian Payne, í réttarsal í Newcastle í gær. „Sá ákærði tók upp á því að framkvæma nasistakveðju þegar hann vissi, eða á að hafa vitað, að margir gyðingar voru á meðal stuðningsmanna gestaliðsins.“ Shay Asher fær bann frá öllum enskum knattspyrnuleikjum til ársins 2025.Lögreglan í Northumbria Asher er fyrrum hermaður hjá breska hernum og stuðningsmaður Newcastle. Í réttarskjölum er sagt að hann hafi mætt á einn eða tvo fótboltaleiki á síðustu fimm árum. Hann hafi hins vegar haft mikinn áhuga á því að mæta á leik Newcastle gegn Tottenham. „Hatursglæpir munu ekki fá að viðgangast innan samfélagsins okkar undir hvaða kringumstæðum sem er. Ég fagna því banni sem Asher fær,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn hjá lögreglunni í Northumbria, Gillian Beecroft, áður en hann bætti við. „Í norðaustur Englandi höfum við einhverja af ástríðufyllstu stuðningsmönnum landsins og mikill meirihluti þeirra geta hagað sér á knattspyrnuvöllum. Hins vegar getur lítill minnihluti eyðilagt skemmtun annara með svona hegðun. Þegar það gerist er nauðsynlegt að við notum allt í okkar verkahring til að sækja þá til saka.“ Asher verður bannaður á öllum leikvöngum Englands til ársins 2025. Gildir bannið í öllum deildum Englands sem og á landsleiki Englands. Mun Asher þá heldur ekki fá að ferðast á leiki enska landsliðsins á útivelli. Enski boltinn Bretland Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Asher sást í stúkunni senda nasistakveðjur til stuðningsmanna Tottenham þar sem hann lyfti upp hægri hönd á meðan hann notaði vinstri vísifingur til að líkja eftir yfirvaraskeggi. Samkvæmt Chronicle hafa stuðningsmenn Tottenham og íbúar Norður-Lundúna sterk tengsl á meðal gyðinga. „Þetta tilvik er einstakt, þegar Tottenham Hotspurs á í hlut vegna þess að liðið er staðsett í Norður-Lundúnum. Það er vel þekkt innan fótboltasamfélagsins að þar er sterkur bakgrunnur gyðinga á meðal stuðningsmanna,“ sagði saksóknari málsins, Brian Payne, í réttarsal í Newcastle í gær. „Sá ákærði tók upp á því að framkvæma nasistakveðju þegar hann vissi, eða á að hafa vitað, að margir gyðingar voru á meðal stuðningsmanna gestaliðsins.“ Shay Asher fær bann frá öllum enskum knattspyrnuleikjum til ársins 2025.Lögreglan í Northumbria Asher er fyrrum hermaður hjá breska hernum og stuðningsmaður Newcastle. Í réttarskjölum er sagt að hann hafi mætt á einn eða tvo fótboltaleiki á síðustu fimm árum. Hann hafi hins vegar haft mikinn áhuga á því að mæta á leik Newcastle gegn Tottenham. „Hatursglæpir munu ekki fá að viðgangast innan samfélagsins okkar undir hvaða kringumstæðum sem er. Ég fagna því banni sem Asher fær,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn hjá lögreglunni í Northumbria, Gillian Beecroft, áður en hann bætti við. „Í norðaustur Englandi höfum við einhverja af ástríðufyllstu stuðningsmönnum landsins og mikill meirihluti þeirra geta hagað sér á knattspyrnuvöllum. Hins vegar getur lítill minnihluti eyðilagt skemmtun annara með svona hegðun. Þegar það gerist er nauðsynlegt að við notum allt í okkar verkahring til að sækja þá til saka.“ Asher verður bannaður á öllum leikvöngum Englands til ársins 2025. Gildir bannið í öllum deildum Englands sem og á landsleiki Englands. Mun Asher þá heldur ekki fá að ferðast á leiki enska landsliðsins á útivelli.
Enski boltinn Bretland Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira