William Burns forstjóri CIA segir hinsvegar að ekkert í gögnum leyniþjónustunnar bendi til þess að þetta sé raunin. Þessi orð lét Burns falla á öryggisráðstefnu í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Forstjórinn bætti við í léttum dúr að raunar virtist Pútín vera við of góða heilsu að sínu mati.
Burns segir að Pútín sé fullviss um að örlög sín séu þau að endurvekja Rússland sem stórveldi í heiminum og að lykillinn að því sé að ná taki á löndunum í kringum Rússland og því hafi innrásin í Úkraínu verið nauðsynleg að hans mati. Forstjórinn bætti því síðan við að Pútín hafi misreiknað alvarlega baráttuþrek Úkraínumanna og stuðning vesturlanda við þá, en Bandaríkjamenn samþykktu í gær að senda Úkraínu enn fleiri háþróuð stórskotaliðsvopn.