Sjáðu markið: Þrumufleygur Stanway leyfir Englandi að dreyma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 09:01 Georgia Stanway lætur vaða og tryggði Englandi með því sæti í undanúrslitum EM. EPA-EFE/Vince Mignott Georgia Stanway reyndist hetja Englands er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta með 2-1 sigri á Spáni í framlengdum leik. Mark Stanway var einkar glæsilegt. Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik þar sem ekkert skildi liðin að þá komst Spánn yfir snemma í síðari hálfleik þökk sé marki Esther Gonzalez Rodriguez. Undirbúningur Athenea del Castillo var hreint út sagt frábær og afgreiðslan engu síðri. Var þetta fyrsta markið sem England fær á sig á mótinu. Spánverjar eru komnir yfir! Þögn slær á enska áhorfendur. England fær hér á sig sitt fyrsta mark á mótinu. Eru þær spænsku á leið í undanúrslit? pic.twitter.com/wdHqBTAAhd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Ekki löngu síðar virtist sem Spánn væri að tvöfalda forystuna þegar fyrirgjöf frá hægri virtist vera að fljúga í hornið fjær en Mary Earps bjargaði meistaralega og hélt enska liðinu inn í leiknum. Þar skall hurð nærri hælum! Spennan er að magnast með hverri sekúndu pic.twitter.com/dx0wtcy29X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Það stefndi í 1-0 sigur gestanna þegar Manchester-tvíeykið Ella Toone og Alessia Russo, sem báðar höfðu komið inn af bekknum, létu til sín taka. Russo vann boltann af harðfylgi inn í vítateig Spánverja. Hún skallaði boltann á Toone sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi og allt ætlaði um koll að keyra. England jafnar! Virkilega löng sókn endar með marki frá Ellu Toone. Allt tryllist á vellinum. Þessar lokamínútur verða rosalegar! pic.twitter.com/DNgpcW2Li2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan var enn 1-1 er flautað var til loka venjulegs leiktíma. Þar reyndist enska liðið sterkara en þegar sex mínútur voru liðnar af framlengingunni steig Stanway upp. Hún rak boltann frá miðju og upp að vítateig Spánar þar sem hún lét vaða og boltinn söng í netinu. England er komið yfir! Georgia Stanway gerir þetta upp á eigin spýtur. Alvöru lýsing hjá Gunna Birgis pic.twitter.com/EPGZpKkGN2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. England er komið í undanúrslit og til alls líklegt. Það ætlaði allt um koll að keyra í Brighton í kvöld er lokaflautið gall! Munu Englendingar fara alla leið? pic.twitter.com/fCpNFDikC5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Englendingar í undanúrslit eftir framlengingu Gestgjafar Englands eru komnar áfram í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir sigur gegn Spánverjum eftir framlengdan leik, 2-1. 20. júlí 2022 21:45 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik þar sem ekkert skildi liðin að þá komst Spánn yfir snemma í síðari hálfleik þökk sé marki Esther Gonzalez Rodriguez. Undirbúningur Athenea del Castillo var hreint út sagt frábær og afgreiðslan engu síðri. Var þetta fyrsta markið sem England fær á sig á mótinu. Spánverjar eru komnir yfir! Þögn slær á enska áhorfendur. England fær hér á sig sitt fyrsta mark á mótinu. Eru þær spænsku á leið í undanúrslit? pic.twitter.com/wdHqBTAAhd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Ekki löngu síðar virtist sem Spánn væri að tvöfalda forystuna þegar fyrirgjöf frá hægri virtist vera að fljúga í hornið fjær en Mary Earps bjargaði meistaralega og hélt enska liðinu inn í leiknum. Þar skall hurð nærri hælum! Spennan er að magnast með hverri sekúndu pic.twitter.com/dx0wtcy29X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Það stefndi í 1-0 sigur gestanna þegar Manchester-tvíeykið Ella Toone og Alessia Russo, sem báðar höfðu komið inn af bekknum, létu til sín taka. Russo vann boltann af harðfylgi inn í vítateig Spánverja. Hún skallaði boltann á Toone sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi og allt ætlaði um koll að keyra. England jafnar! Virkilega löng sókn endar með marki frá Ellu Toone. Allt tryllist á vellinum. Þessar lokamínútur verða rosalegar! pic.twitter.com/DNgpcW2Li2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan var enn 1-1 er flautað var til loka venjulegs leiktíma. Þar reyndist enska liðið sterkara en þegar sex mínútur voru liðnar af framlengingunni steig Stanway upp. Hún rak boltann frá miðju og upp að vítateig Spánar þar sem hún lét vaða og boltinn söng í netinu. England er komið yfir! Georgia Stanway gerir þetta upp á eigin spýtur. Alvöru lýsing hjá Gunna Birgis pic.twitter.com/EPGZpKkGN2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. England er komið í undanúrslit og til alls líklegt. Það ætlaði allt um koll að keyra í Brighton í kvöld er lokaflautið gall! Munu Englendingar fara alla leið? pic.twitter.com/fCpNFDikC5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Englendingar í undanúrslit eftir framlengingu Gestgjafar Englands eru komnar áfram í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir sigur gegn Spánverjum eftir framlengdan leik, 2-1. 20. júlí 2022 21:45 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Englendingar í undanúrslit eftir framlengingu Gestgjafar Englands eru komnar áfram í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir sigur gegn Spánverjum eftir framlengdan leik, 2-1. 20. júlí 2022 21:45