Akademias festir kaup á Tækninámi Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2022 12:01 Guðmundur Arnar Guðmundsson framkvæmdastjóri Akademias, Sigurjón Hákonarsson, fyrrum eigandi Tæknináms og Eyþór Ívar Jónsson forseti Akademias. Aðsend Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. í fréttatilkynningu um kaupin segir að Tækninám búi yfir einu besta Microsoft kennsluefni á Íslandi auk þess að hafa verið leiðandi í kennslu á þessum almenna hugbúnaði undanfarin sjö ár. Tækninám mun renna inn í Akademias og verða eftir það um 35 rafrænir áfangar í boði í ofanálag við það úrval námskeiða sem Akademias býður nú þegar upp á. „Með því að fá Tækninám inn til okkar erum við að bæta við þjónustu til okkar viðskiptavina. Þetta þýðir fyrst og fremst að við munum auka verulega framboð og gæði á námsefni fyrir Microsoft lausnir, sem er mikilvæg viðbót við þann risastóra kubbakassa sam fræðslusafnið okkar er orðið en við erum sífellt að bæta í eftir þörfum viðskiptavina. Þetta gerir atvinnurekendum kleift að veita starfsmönnum aðgang að fræðslu meðfram vinnu en einnig að raða saman mismunandi áföngum sem mynda lærdómsferli eða spretti, sem taka á þeim raunverulegum áskorunum innan fyrirtækja og stofnanna. Eins og t.d innleiðingu á nýjum kerfum, koma í veg fyrir streitu og kulnun og hjálpa starfsfólki með verkefnastjórnun, skipulag og markmiðasetningu,” er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias í fréttatilkynningunni. Texta kennsluefnið fyrir fólk með annað móðurmál en íslensku Þar segir að Akademias sé leiðandi í rafrænni fræðslu og eigi þá þegar stærsta safn af rafrænu fræðsluefni á Íslandi sem fyrirtæki og opinberir aðilar geta fengið aðgang að. Áfangarnir sem boðið sé upp á séu tæplega eitt hundrað talsins. Þeim fjölgi um þrjá til fjóra í hverjum mánuði og nú þegar sé hafin vinna við að texta þá svo fólk með annað móðurmál en íslensku geti jafnframt eflt sig á vinnumarkaði. Atvinnurekendur geti fengið áfangana inn í sín eigin kennslukerfi eða veitt öllu starfsmönnum aðgang í gegnum kennslukerfi Akademias. Tækninám var fyrir kaupin í eigu Sigurjóns Hákonarsonar og Hermanns Jónssonar og mun Hermann taka sér stöðu innan Akademias á næstu misserum en Sigurjón kveður við kaupin. Kaup og sala fyrirtækja Skóla - og menntamál Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Sjá meira
í fréttatilkynningu um kaupin segir að Tækninám búi yfir einu besta Microsoft kennsluefni á Íslandi auk þess að hafa verið leiðandi í kennslu á þessum almenna hugbúnaði undanfarin sjö ár. Tækninám mun renna inn í Akademias og verða eftir það um 35 rafrænir áfangar í boði í ofanálag við það úrval námskeiða sem Akademias býður nú þegar upp á. „Með því að fá Tækninám inn til okkar erum við að bæta við þjónustu til okkar viðskiptavina. Þetta þýðir fyrst og fremst að við munum auka verulega framboð og gæði á námsefni fyrir Microsoft lausnir, sem er mikilvæg viðbót við þann risastóra kubbakassa sam fræðslusafnið okkar er orðið en við erum sífellt að bæta í eftir þörfum viðskiptavina. Þetta gerir atvinnurekendum kleift að veita starfsmönnum aðgang að fræðslu meðfram vinnu en einnig að raða saman mismunandi áföngum sem mynda lærdómsferli eða spretti, sem taka á þeim raunverulegum áskorunum innan fyrirtækja og stofnanna. Eins og t.d innleiðingu á nýjum kerfum, koma í veg fyrir streitu og kulnun og hjálpa starfsfólki með verkefnastjórnun, skipulag og markmiðasetningu,” er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias í fréttatilkynningunni. Texta kennsluefnið fyrir fólk með annað móðurmál en íslensku Þar segir að Akademias sé leiðandi í rafrænni fræðslu og eigi þá þegar stærsta safn af rafrænu fræðsluefni á Íslandi sem fyrirtæki og opinberir aðilar geta fengið aðgang að. Áfangarnir sem boðið sé upp á séu tæplega eitt hundrað talsins. Þeim fjölgi um þrjá til fjóra í hverjum mánuði og nú þegar sé hafin vinna við að texta þá svo fólk með annað móðurmál en íslensku geti jafnframt eflt sig á vinnumarkaði. Atvinnurekendur geti fengið áfangana inn í sín eigin kennslukerfi eða veitt öllu starfsmönnum aðgang í gegnum kennslukerfi Akademias. Tækninám var fyrir kaupin í eigu Sigurjóns Hákonarsonar og Hermanns Jónssonar og mun Hermann taka sér stöðu innan Akademias á næstu misserum en Sigurjón kveður við kaupin.
Kaup og sala fyrirtækja Skóla - og menntamál Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Sjá meira