Hagnaður Landsbankans lækkar um fjóra milljarða milli ára Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2022 13:35 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi 2022 nam 2,3 milljörðum króna samanborið við 6,5 milljarða króna á sama ársfjórðungi árið 2021. Arðsemi eigin fjár Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2022 4,1 prósent og er því langt undir 10 prósenta markmiði bankans. Ástæðu fyrir dvínandi arðsemi segir bankinn vera lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022. Þar segir að markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði hafi aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og mælist nú 39,3 prósent. Hreinar þjónustutekjur bankans jukust um 24 prósent á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Heildareignir bankans lækka um 1,7 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.728 milljörðum króna í lok fyrri helmings ársins 2022. Útlán jukust aftur á móti um 57,9 milljarða króna á fyrri helming ársins 2022. Í lok fyrri helmings ársins 2022 voru innlán frá viðskiptavinum 935 milljarðar króna, samanborið við 900 milljarða króna í árslok 2021, og höfðu því aukist um 35 milljarða króna. Á aðalfundi bankans, þann 23. mars 2022, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2021 að fjárhæð 14,4 milljarða króna. Einnig samþykkti aðalfundurinn tillögu bankaráðs um sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 6,1 milljarð króna. Arðgreiðslur bankans frá árinu 2013 nema samtals 166,7 milljörðum króna. Ætla að ná arðsemismarkmiði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, er ánægð með rekstrarniðurstöðuna. „Við ætlum að ná markmiði um 10 prósent arðsemi jafnframt því að bjóða viðskiptavinum góð og samkeppnishæf kjör. Við leggjum áherslu á að einfalda viðskiptavinum lífið með snjöllum lausnum, góðu aðgengi að ráðgjöf og styðja vel við fyrirtækjarekstur og fjárfestingar,“ segir Lilja og bætir við að kraftur sé í bankanum og að viðskiptavinir séu ánægðir miðað við kannanir. „Eins og uppgjörið ber með sér er rekstur bankans traustur og stöðugur en sveifluliðir tengdir hlutabréfamörkuðum draga úr hagnaði það sem af er ári. Vaxtatekjur aukast í takt við aukin umsvif og þjónustutekjur halda áfram að vaxa, einkum vegna góðs árangurs í eignastýringu og markaðsviðskiptum sem byggir á skýrri stefnu bankans. Rekstrarkostnaður lækkar örlítið frá sama tímabili 2021 en hann hefur verið stöðugur árum saman.“ Nánar má lesa um uppgjörið á vef Landsbankans. Íslenskir bankar Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022. Þar segir að markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði hafi aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og mælist nú 39,3 prósent. Hreinar þjónustutekjur bankans jukust um 24 prósent á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Heildareignir bankans lækka um 1,7 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.728 milljörðum króna í lok fyrri helmings ársins 2022. Útlán jukust aftur á móti um 57,9 milljarða króna á fyrri helming ársins 2022. Í lok fyrri helmings ársins 2022 voru innlán frá viðskiptavinum 935 milljarðar króna, samanborið við 900 milljarða króna í árslok 2021, og höfðu því aukist um 35 milljarða króna. Á aðalfundi bankans, þann 23. mars 2022, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2021 að fjárhæð 14,4 milljarða króna. Einnig samþykkti aðalfundurinn tillögu bankaráðs um sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 6,1 milljarð króna. Arðgreiðslur bankans frá árinu 2013 nema samtals 166,7 milljörðum króna. Ætla að ná arðsemismarkmiði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, er ánægð með rekstrarniðurstöðuna. „Við ætlum að ná markmiði um 10 prósent arðsemi jafnframt því að bjóða viðskiptavinum góð og samkeppnishæf kjör. Við leggjum áherslu á að einfalda viðskiptavinum lífið með snjöllum lausnum, góðu aðgengi að ráðgjöf og styðja vel við fyrirtækjarekstur og fjárfestingar,“ segir Lilja og bætir við að kraftur sé í bankanum og að viðskiptavinir séu ánægðir miðað við kannanir. „Eins og uppgjörið ber með sér er rekstur bankans traustur og stöðugur en sveifluliðir tengdir hlutabréfamörkuðum draga úr hagnaði það sem af er ári. Vaxtatekjur aukast í takt við aukin umsvif og þjónustutekjur halda áfram að vaxa, einkum vegna góðs árangurs í eignastýringu og markaðsviðskiptum sem byggir á skýrri stefnu bankans. Rekstrarkostnaður lækkar örlítið frá sama tímabili 2021 en hann hefur verið stöðugur árum saman.“ Nánar má lesa um uppgjörið á vef Landsbankans.
Íslenskir bankar Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira