Tuttugu þúsund áhorfendur báru grímur til að reyna að lokka Suarez heim Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2022 12:02 Stuðningsmenn Nacional vilja ólmir fá Luis Suarez heim. Vísir/Getty Um tuttugu þúsund stuðningsmenn úrúgvæska liðsins Nacional báru grímur með andliti Luis Suarez í von um að auka líkurnar á því að leikmaðurinn snúi heim áður en félagsskiptaglugginn lokar. Þessi 35 ára fyrru leikmaður Liverpool og Barcelona er án félags eftir að samningur hans við Atlético Madrid rann út í sumar. Ýmsar heimildir benda til þess að Suarez hafi boðist að ganga til liðs við þýska liðið Borussia Dortmund. Fréttir frá heimalandi hans, Úrúgvæ, gefa þó í skyn að Suarez sé á leið til liðsins þar sem ferill hans hófst, Nacional. Suarez lék aðeins eitt tímabil með Nacional á sínum tíma. Það var tímabilið 2005/2006, en þá var framherjinn 18 ára gamall. Hann spilaði 27 leiki og skoraði tíu mörk er liðið tryggði sér úrúgvæska deildarmeistaratitilinn. Stuðningsmenn Nacional urður augljóslega spenntir þegar fréttir bárust af því að Suarez gæti verið á heimleið. Þeir gengu það langt að prenta grímur fyrir alla stuðningsmenn sem mættu á leik liðsins í gær, ásamt því að prenta um fimmtán þúsund spjöld sem á stóð #SuarezANacional (í. #SuarezTilNacional). Á níundu mínútu leiksins settu svo stuðningsmennirnir upp grímurnar og héldu spjöldunum hátt á lofti, en það var til heiðurs níunni sem leikmaðurinn bar á treyju sinni á tíma sínum hjá félaginu. 20,000 Nacional fans wore Luis Suarez masks at a match on Thursday night, but will their cunning plan work? 🤔#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2022 Fótbolti Úrúgvæ Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Þessi 35 ára fyrru leikmaður Liverpool og Barcelona er án félags eftir að samningur hans við Atlético Madrid rann út í sumar. Ýmsar heimildir benda til þess að Suarez hafi boðist að ganga til liðs við þýska liðið Borussia Dortmund. Fréttir frá heimalandi hans, Úrúgvæ, gefa þó í skyn að Suarez sé á leið til liðsins þar sem ferill hans hófst, Nacional. Suarez lék aðeins eitt tímabil með Nacional á sínum tíma. Það var tímabilið 2005/2006, en þá var framherjinn 18 ára gamall. Hann spilaði 27 leiki og skoraði tíu mörk er liðið tryggði sér úrúgvæska deildarmeistaratitilinn. Stuðningsmenn Nacional urður augljóslega spenntir þegar fréttir bárust af því að Suarez gæti verið á heimleið. Þeir gengu það langt að prenta grímur fyrir alla stuðningsmenn sem mættu á leik liðsins í gær, ásamt því að prenta um fimmtán þúsund spjöld sem á stóð #SuarezANacional (í. #SuarezTilNacional). Á níundu mínútu leiksins settu svo stuðningsmennirnir upp grímurnar og héldu spjöldunum hátt á lofti, en það var til heiðurs níunni sem leikmaðurinn bar á treyju sinni á tíma sínum hjá félaginu. 20,000 Nacional fans wore Luis Suarez masks at a match on Thursday night, but will their cunning plan work? 🤔#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2022
Fótbolti Úrúgvæ Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira