Matarazzo kom fyrst fram á Broadway níu ára gamall en hann er aðeins nítján ára. Hann lék seinast á Broadway árið 2014 í endurvakningu á leikritinu „Lés Misérables“ eða „Vesalingarnir.“
Á fyrstu sýningu Matarazzo í nýju hlutverki nú 19. júlí síðastliðinn var innkomu hans á sviðið fagnað með miklum látum frá aðdáendum „Stranger things“ sem mættir voru í leikhúsið.