Segir ekki tímabært að grípa til frekari aðgerða vegna verðbólgu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 21:09 Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, segist ekki vera kvíðin fyrir kjarasamningaviðræðum. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráðherra segir ekki tímabært að grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Hún skilji áhyggjur verkalýðshreyfingarinnar en kvíði ekki fyrir komandi kjaraviðræðum. Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri síðan í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að hún fari yfir tíu prósent í ágúst. „Þessi háa verðbólga, hún er ekki aðeins á Íslandi, hún er í öllum helstu hagkerfum í veröldinni og er til komin vegna farsóttarinnar meðal annars og svo vegna hins hrikalega stríðs sem er í Úkraínu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra. Hún vill meina að fjármálastefnan og ríkisfjármálin hérlendis séu að vinna sína vinnu. „Það er aðhald í ríkisfjármálunum. Það er búið að hækka vexti og svo er líka búið að reyna að kæla fasteignamarkaðinn af hálfu Seðlabankans,“ segir Lilja. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins kallaði eftir því í gær að kjör félagsmanna yrðu bætt en þeir finndu mest fyrir verðbólgunni. Ráðherra segir að þurfi stjórnvöld að grípa frekar inn í muni þau gera það. „Það er bara of snemmt að segja til um það. Ég skil verkalýðshreyfinguna mjög vel þegar hún segir að þeirra félagsmenn og það á ekki bara við þeirra félagsmenn heldur alla landsmenn, auðvitað kemur verðbólgan ekki vel við okkur,“ segir Lilja. Núna í haust verða nýir kjarasamningar á dagskránni, ertu kvíðin fyrir því? „Nei, verkalýðsforystan hún hefur verið ábyrg og hún hefur sýnt það að það eru hagsmunir okkar allra að vel takist til. Ég verð nú að segja eins og er að ég kvíði því ekki og samtöl við verkalýðshreyfinguna hafa verið góð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri síðan í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að hún fari yfir tíu prósent í ágúst. „Þessi háa verðbólga, hún er ekki aðeins á Íslandi, hún er í öllum helstu hagkerfum í veröldinni og er til komin vegna farsóttarinnar meðal annars og svo vegna hins hrikalega stríðs sem er í Úkraínu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra. Hún vill meina að fjármálastefnan og ríkisfjármálin hérlendis séu að vinna sína vinnu. „Það er aðhald í ríkisfjármálunum. Það er búið að hækka vexti og svo er líka búið að reyna að kæla fasteignamarkaðinn af hálfu Seðlabankans,“ segir Lilja. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins kallaði eftir því í gær að kjör félagsmanna yrðu bætt en þeir finndu mest fyrir verðbólgunni. Ráðherra segir að þurfi stjórnvöld að grípa frekar inn í muni þau gera það. „Það er bara of snemmt að segja til um það. Ég skil verkalýðshreyfinguna mjög vel þegar hún segir að þeirra félagsmenn og það á ekki bara við þeirra félagsmenn heldur alla landsmenn, auðvitað kemur verðbólgan ekki vel við okkur,“ segir Lilja. Núna í haust verða nýir kjarasamningar á dagskránni, ertu kvíðin fyrir því? „Nei, verkalýðsforystan hún hefur verið ábyrg og hún hefur sýnt það að það eru hagsmunir okkar allra að vel takist til. Ég verð nú að segja eins og er að ég kvíði því ekki og samtöl við verkalýðshreyfinguna hafa verið góð.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira