Rekinn frá liðinu fyrir að veipa inni á klósetti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júlí 2022 09:01 Kevin Proctor kom sér í snemmbúið frí þegar hann birti myndband af sér að veipa inni á klósetti. Chris Hyde/Getty Images Kevin Proctor, nýsjálenskur landsliðsmaður í rúgbí, hefur verið rekinn frá liði sínu Gold Coast Titans fyrir að veipa inni á klósetti á leikvanginum á meðan leik liðsins stóð. Þessi 33 ára rúgbíleikmaður birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá hann veipa inni á klósetti á meðan leik liðsins stóð. Hann lék ekki leikinn, en var í leikmannahóp liðsins á leikdegi. Former Gold Coast Titans skipper Kevin Proctor allegedly posted a video of himself vaping in a toilet during his club’s clash with the Bulldogs. https://t.co/jOtiURc5WB— news.com.au (@newscomauHQ) July 25, 2022 Með því að birta þetta myndband af sér að veipa inni klósetti var Proctor í rauninni að brjóta tvær reglur. Annars vegar er bannað að veipa inni á áströlskum leikvöngum og hins vegar banna reglur deildarinnar leikmönnum að vera með símann sinn á meðan leik stendur. Gold Coast Titans sendi svo frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem greint var frá því að Proctor hefði verið látinn fara. „Kvein Proctor hefur verið leystur undan skyldum sínum hjá Gold Coast Titans það sem eftir lifir árs,“ sagði í yfirlýsingunni. „Proctor braut bæði reglur deildarinnar og reglurnar á leikvanginum. Hann mun ekki snúa aftur til að æfa eða spila með liðinu.“ Samningur Proctor við Gold Coast Titans átti að renna út í lok þessa tímabils, en nú er ljóst að hann hefur leikið sinn seinasta leik fyrir liðið. Hann hafði verið á mála hjá liðinu síðan 2017 og á að baki 22 leiki fyrir nýsjálenska landsliðið. Rugby Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Þessi 33 ára rúgbíleikmaður birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá hann veipa inni á klósetti á meðan leik liðsins stóð. Hann lék ekki leikinn, en var í leikmannahóp liðsins á leikdegi. Former Gold Coast Titans skipper Kevin Proctor allegedly posted a video of himself vaping in a toilet during his club’s clash with the Bulldogs. https://t.co/jOtiURc5WB— news.com.au (@newscomauHQ) July 25, 2022 Með því að birta þetta myndband af sér að veipa inni klósetti var Proctor í rauninni að brjóta tvær reglur. Annars vegar er bannað að veipa inni á áströlskum leikvöngum og hins vegar banna reglur deildarinnar leikmönnum að vera með símann sinn á meðan leik stendur. Gold Coast Titans sendi svo frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem greint var frá því að Proctor hefði verið látinn fara. „Kvein Proctor hefur verið leystur undan skyldum sínum hjá Gold Coast Titans það sem eftir lifir árs,“ sagði í yfirlýsingunni. „Proctor braut bæði reglur deildarinnar og reglurnar á leikvanginum. Hann mun ekki snúa aftur til að æfa eða spila með liðinu.“ Samningur Proctor við Gold Coast Titans átti að renna út í lok þessa tímabils, en nú er ljóst að hann hefur leikið sinn seinasta leik fyrir liðið. Hann hafði verið á mála hjá liðinu síðan 2017 og á að baki 22 leiki fyrir nýsjálenska landsliðið.
Rugby Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira