Ekkert pláss fyrir ofbeldi þegar stærsta ferðahelgi ársins fer fram Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. júlí 2022 22:08 Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra, og Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Það styttist í eina stærstu ferðahelgi ársins eftir rúm tvö ár af kórónuveirufaraldri. Eyjamenn eru byrjaðir að undirbúa sig en verða þó án forvarnarhópsins Bleika fílsins í ár. Þess í stað verður þjóðhátíð hluti af átaki lögreglu og Neyðarlínunnar, og er sömu sögu að segja víðar á landinu. Ýmsar hátíðir fara fram um verslunarmannahelgina en sú stærsta, Þjóðhátíð, verður sett í Vestmannaeyjum á föstudaginn. Þá verða ríflega þúsund dagar liðnir frá síðustu hátíð. „Undirbúningurinn gengur mjög vel, miðasalan er góð, og við bara reiknum með fjölda fólks til Vestmannaeyja, að fá marga gesti, og nú bara liggjum við á bænum að veðurspáin verði góð,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Síðustu tíu ár hefur hópurinn Bleiki fíllinn verið með forvarnir, eftirlit og gæslu á svæðinu en þau verða ekki að störfum í ár. „Þau létu okkur vita af þessari niðurstöðu sinni fyrir einhverjum vikum síðan og þá fórum við á stúfana. Okkur finnst mjög mikilvægt að við sinnum einhverju forvarnarstarfi og að forvarnarstarfi sé sinnt í aðdraganda hátíðarinnar og á hátíðinni sjálfri,“ segir Hörður. Hann segir það mikinn missi að Bleiki fíllinn verði ekki að störfum á þessari Þjóðhátíð en þess í stað verða skipuleggjendur hluti af átakinu Verum vakandi. Þó mikil eftirvænting sé í fólki eftir langa bið á Hörður ekki von á öðru en að gestir verði til fyrirmyndar. „Við erum með mikið og öflugt eftirlit á hátíðarsvæðinu, við erum með fjölda manns í gæslu, við erum með eftirlitsmyndavélar, og viðbragðið er mjög gott. Þannig ef einhver ætlar sér að vera með ólæti þá verðum við fljót að kippa því í liðinn,“ segir hann. Góð skemmtun feli ekki í sér ofbeldi Verum vakandi og Góða skemmtun eru átök ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðuneytisins, neyðarlínunnar, og fleiri samstarfsaðila, sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi í skemmtanalífinu. „Við erum með því að hvetja fólk til að skemmta sér vel og góð skemmtun felur í sér að það sé ekki ofbeldi, og þetta er framhald af vitundavakningu sem að hófst núna í vetur þar sem við hvöttum einmitt fólk til að vera vakandi,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Bæði miðar verkefnið að því að senda ákveðin skilaboð til almennings en þau bjóða einnig upp á fræðslu fyrir viðburðarhaldara og starfsfólk þeirra. Helsta markmiðið er að sjálfsögðu að fækka brotum að sögn Eyglóar. „Hins vegar ef það á sér stað, að fólk viti það að með því að hafa samband við okkur, hafa samband við okkur í gegnum 112, við lögregluna, við viðbragðsaðila, að það viti að við erum til staðar og við munum hjálpa,“ segir hún. Fleiri hátíðir fara fram víða um landið þessa helgina og eru þær einnig hluti af verkefninu þar sem lögregluembættin taka einnig þátt. „Þau hafa bara verið að undirbúa sig, vanda sig eins og venjulega, og á endanum snýst þetta náttúrulega svo mikið hvernig við nálgumst það hvernig við ætlum að skemmta okkur,“ segir Eygló. Að lokum hvetur hún fólk til að hala niður 112 appinu fyrir helgina. „Þar er hægt að fá beint samband við neyðarvörð með þægilegum hætti og síðan er líka hægt að nálgast upplýsingar inni á 112.is,“ segir Eygló. Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gera samkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði: „Við erum í rauninni bara að draga línu í sandinn“ Reykjavíkurborg, viðbragðsaðilar og ný Samtök reykvískra skemmtistaða hafa gert samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði. Stjórnarmeðlimur samtakanna segir alla vinna að sama markmiði. Borgarstjóri segir að með þessu séu þau að draga línu í sandinn og stuðla að öruggara skemmtanalífi. 8. apríl 2022 19:46 Allir að verða tilbúnir fyrir sögulega Þjóðhátíð: „Þetta er svo töfrandi staður“ Mikil eftirvænting er í Eyjamönnum fyrir Þjóðhátíð þetta árið eftir vonbrigði síðustu tvö ár. Í annað sinn í sögunni er Þjóðhátíðarlagið samið og flutt af konu og í fyrsta sinn verða aðeins konur á sviðinu þar sem Kvennakór Vestmannaeyja verður með Klöru Elias að flytja lagið Eyjanótt. Fyrsta æfingin fór fram á dögunum og er óhætt að segja að einhverjir verði með gæsahúð eftir tvær vikur. 17. júlí 2022 22:58 Þokkaleg veðurspá fyrir Verslunarmannahelgi Eftir því sem nær dregur fara línur að skýrast í veðri fyrir verslunarmannahelgina, en margir eru eflaust með augun daglega á veðurkortinu. Eins og spáin lítur út nú á mánudegi má gera ráð fyrir rigningu um allt land á föstudag, en þá gengur lægð yfir landið sem kemur frá suðri og færist til norðausturs. 25. júlí 2022 16:34 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Ýmsar hátíðir fara fram um verslunarmannahelgina en sú stærsta, Þjóðhátíð, verður sett í Vestmannaeyjum á föstudaginn. Þá verða ríflega þúsund dagar liðnir frá síðustu hátíð. „Undirbúningurinn gengur mjög vel, miðasalan er góð, og við bara reiknum með fjölda fólks til Vestmannaeyja, að fá marga gesti, og nú bara liggjum við á bænum að veðurspáin verði góð,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Síðustu tíu ár hefur hópurinn Bleiki fíllinn verið með forvarnir, eftirlit og gæslu á svæðinu en þau verða ekki að störfum í ár. „Þau létu okkur vita af þessari niðurstöðu sinni fyrir einhverjum vikum síðan og þá fórum við á stúfana. Okkur finnst mjög mikilvægt að við sinnum einhverju forvarnarstarfi og að forvarnarstarfi sé sinnt í aðdraganda hátíðarinnar og á hátíðinni sjálfri,“ segir Hörður. Hann segir það mikinn missi að Bleiki fíllinn verði ekki að störfum á þessari Þjóðhátíð en þess í stað verða skipuleggjendur hluti af átakinu Verum vakandi. Þó mikil eftirvænting sé í fólki eftir langa bið á Hörður ekki von á öðru en að gestir verði til fyrirmyndar. „Við erum með mikið og öflugt eftirlit á hátíðarsvæðinu, við erum með fjölda manns í gæslu, við erum með eftirlitsmyndavélar, og viðbragðið er mjög gott. Þannig ef einhver ætlar sér að vera með ólæti þá verðum við fljót að kippa því í liðinn,“ segir hann. Góð skemmtun feli ekki í sér ofbeldi Verum vakandi og Góða skemmtun eru átök ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðuneytisins, neyðarlínunnar, og fleiri samstarfsaðila, sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi í skemmtanalífinu. „Við erum með því að hvetja fólk til að skemmta sér vel og góð skemmtun felur í sér að það sé ekki ofbeldi, og þetta er framhald af vitundavakningu sem að hófst núna í vetur þar sem við hvöttum einmitt fólk til að vera vakandi,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Bæði miðar verkefnið að því að senda ákveðin skilaboð til almennings en þau bjóða einnig upp á fræðslu fyrir viðburðarhaldara og starfsfólk þeirra. Helsta markmiðið er að sjálfsögðu að fækka brotum að sögn Eyglóar. „Hins vegar ef það á sér stað, að fólk viti það að með því að hafa samband við okkur, hafa samband við okkur í gegnum 112, við lögregluna, við viðbragðsaðila, að það viti að við erum til staðar og við munum hjálpa,“ segir hún. Fleiri hátíðir fara fram víða um landið þessa helgina og eru þær einnig hluti af verkefninu þar sem lögregluembættin taka einnig þátt. „Þau hafa bara verið að undirbúa sig, vanda sig eins og venjulega, og á endanum snýst þetta náttúrulega svo mikið hvernig við nálgumst það hvernig við ætlum að skemmta okkur,“ segir Eygló. Að lokum hvetur hún fólk til að hala niður 112 appinu fyrir helgina. „Þar er hægt að fá beint samband við neyðarvörð með þægilegum hætti og síðan er líka hægt að nálgast upplýsingar inni á 112.is,“ segir Eygló.
Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gera samkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði: „Við erum í rauninni bara að draga línu í sandinn“ Reykjavíkurborg, viðbragðsaðilar og ný Samtök reykvískra skemmtistaða hafa gert samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði. Stjórnarmeðlimur samtakanna segir alla vinna að sama markmiði. Borgarstjóri segir að með þessu séu þau að draga línu í sandinn og stuðla að öruggara skemmtanalífi. 8. apríl 2022 19:46 Allir að verða tilbúnir fyrir sögulega Þjóðhátíð: „Þetta er svo töfrandi staður“ Mikil eftirvænting er í Eyjamönnum fyrir Þjóðhátíð þetta árið eftir vonbrigði síðustu tvö ár. Í annað sinn í sögunni er Þjóðhátíðarlagið samið og flutt af konu og í fyrsta sinn verða aðeins konur á sviðinu þar sem Kvennakór Vestmannaeyja verður með Klöru Elias að flytja lagið Eyjanótt. Fyrsta æfingin fór fram á dögunum og er óhætt að segja að einhverjir verði með gæsahúð eftir tvær vikur. 17. júlí 2022 22:58 Þokkaleg veðurspá fyrir Verslunarmannahelgi Eftir því sem nær dregur fara línur að skýrast í veðri fyrir verslunarmannahelgina, en margir eru eflaust með augun daglega á veðurkortinu. Eins og spáin lítur út nú á mánudegi má gera ráð fyrir rigningu um allt land á föstudag, en þá gengur lægð yfir landið sem kemur frá suðri og færist til norðausturs. 25. júlí 2022 16:34 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Gera samkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði: „Við erum í rauninni bara að draga línu í sandinn“ Reykjavíkurborg, viðbragðsaðilar og ný Samtök reykvískra skemmtistaða hafa gert samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði. Stjórnarmeðlimur samtakanna segir alla vinna að sama markmiði. Borgarstjóri segir að með þessu séu þau að draga línu í sandinn og stuðla að öruggara skemmtanalífi. 8. apríl 2022 19:46
Allir að verða tilbúnir fyrir sögulega Þjóðhátíð: „Þetta er svo töfrandi staður“ Mikil eftirvænting er í Eyjamönnum fyrir Þjóðhátíð þetta árið eftir vonbrigði síðustu tvö ár. Í annað sinn í sögunni er Þjóðhátíðarlagið samið og flutt af konu og í fyrsta sinn verða aðeins konur á sviðinu þar sem Kvennakór Vestmannaeyja verður með Klöru Elias að flytja lagið Eyjanótt. Fyrsta æfingin fór fram á dögunum og er óhætt að segja að einhverjir verði með gæsahúð eftir tvær vikur. 17. júlí 2022 22:58
Þokkaleg veðurspá fyrir Verslunarmannahelgi Eftir því sem nær dregur fara línur að skýrast í veðri fyrir verslunarmannahelgina, en margir eru eflaust með augun daglega á veðurkortinu. Eins og spáin lítur út nú á mánudegi má gera ráð fyrir rigningu um allt land á föstudag, en þá gengur lægð yfir landið sem kemur frá suðri og færist til norðausturs. 25. júlí 2022 16:34