Fótbolti

Guardiola: Haaland þarf meiri tíma

Atli Arason skrifar
Erling Haaland, leikmaður Manchester City.
Erling Haaland, leikmaður Manchester City. Manchester City

Það tók Erling Haaland ekki nema 12 mínútur að skora fyrsta markið sitt í treyju Manchester City þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayern München á undirbúningstímabili liðanna í Bandaríkjunum.

Haaland var þá réttur maður á réttum stað og stýrði boltanum í netið eftir fasta fyrirgjöf Jack Grealish fyrir framan mark Bayern.

„Hann þarf bara að vera sá sem hann er. Ég þekki þessar sendingar sem Jack [Graelish] getur gert. Haaland þarf bara að vera á réttum stað, hann hefur tilfinningu fyrir því hvar markið er. Hann þarf að finna plássið á bak við vörnina og finna rétta taktinn,“ svaraði Guardiola, aðspurður út í það hvað hann vill sjá af Haaland í treyju City. 

Guardiola telur þó að framherjinn þurfi meiri tíma til að koma sér í sitt besta form áður en það sé hægt að búast við einhverju af honum.

„Þetta voru fyrstu 40 mínúturnar hans og hann er bara búinn að ná fjórum eða fimm æfingum með liðinu. Hann þarf nokkrar vikur. Hann er ekki eins og Phil Foden sem eftir eina eða tvær æfingar getur spilað 180 mínútur af fótbolta. Haaland er stór gæi og þarf meiri tíma til að komast í sitt besta form,“ bætti Guardiola við.

Sjálfur segist Haaland vera tilbúinn að spila og ánægður að hafa loksins náð að sigra Bayern München í áttundu tilraun.

„Tilfinningin er góð. Þetta var fyrsti sigurinn minn gegn Bayern, það var kominn tími til eftir sjö töp í röð, tilfinningin eftir sigur gegn Bayern er góð. Gæðin eru góð og það var gott að fá þennan leik sem alvöru próf fyrir leikinn gegn Liverpool næstu helgi,“ sagði Haaland eftir 1-0 sigurinn á Bayern. 

Manchester City og Liverpool mætast næsta laugardag í leiknum um Góðagerðarskjöldin, sem markar upphaf leiktímabilsins á Englandi.


Tengdar fréttir

Guardiola segir að City verði að aðlagast Haaland en ekki öfugt

Það verður erfitt fyrir önnur stórlið heims að toppa kaup Manchester City á Erling Braut Haaland, einum mest spennandi unga framherja heims. Knattspyrnustjórinn Pep Guaridola ætlar að gera allt í sínu valdi til að hjálpa Norðmanninum að aðlagast hlutnum hjá liðinu.

Haaland gantaðist með Grealish: „Þvílíkur gæi“

Búast á við því að norski framherjinn Erling Haaland spili sinn fyrsta leik í treyju Manchester City þegar liðið mætir Bayern München í æfingaleik í Green Bay í Bandaríkjunum í kvöld. Samherji hans, Jack Grealish, býst við miklu af þeim norska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×