Guardiola: Haaland þarf meiri tíma Atli Arason skrifar 25. júlí 2022 23:00 Erling Haaland, leikmaður Manchester City. Manchester City Það tók Erling Haaland ekki nema 12 mínútur að skora fyrsta markið sitt í treyju Manchester City þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayern München á undirbúningstímabili liðanna í Bandaríkjunum. Haaland var þá réttur maður á réttum stað og stýrði boltanum í netið eftir fasta fyrirgjöf Jack Grealish fyrir framan mark Bayern. „Hann þarf bara að vera sá sem hann er. Ég þekki þessar sendingar sem Jack [Graelish] getur gert. Haaland þarf bara að vera á réttum stað, hann hefur tilfinningu fyrir því hvar markið er. Hann þarf að finna plássið á bak við vörnina og finna rétta taktinn,“ svaraði Guardiola, aðspurður út í það hvað hann vill sjá af Haaland í treyju City. Guardiola telur þó að framherjinn þurfi meiri tíma til að koma sér í sitt besta form áður en það sé hægt að búast við einhverju af honum. „Þetta voru fyrstu 40 mínúturnar hans og hann er bara búinn að ná fjórum eða fimm æfingum með liðinu. Hann þarf nokkrar vikur. Hann er ekki eins og Phil Foden sem eftir eina eða tvær æfingar getur spilað 180 mínútur af fótbolta. Haaland er stór gæi og þarf meiri tíma til að komast í sitt besta form,“ bætti Guardiola við. Sjálfur segist Haaland vera tilbúinn að spila og ánægður að hafa loksins náð að sigra Bayern München í áttundu tilraun. „Tilfinningin er góð. Þetta var fyrsti sigurinn minn gegn Bayern, það var kominn tími til eftir sjö töp í röð, tilfinningin eftir sigur gegn Bayern er góð. Gæðin eru góð og það var gott að fá þennan leik sem alvöru próf fyrir leikinn gegn Liverpool næstu helgi,“ sagði Haaland eftir 1-0 sigurinn á Bayern. Manchester City og Liverpool mætast næsta laugardag í leiknum um Góðagerðarskjöldin, sem markar upphaf leiktímabilsins á Englandi. Haaland: “First time winning against Bayern, it was about time after 7 losses in a row"[🎥 @footballdaily]pic.twitter.com/02kpIoJppU— Bayern & Die Mannschaft (@iMiaSanMia_en) July 24, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal rústaði Chelsea - Haaland kominn í gang Arsenal vann 4-0 stórsigur á Chelsea í æfingaleik vestanhafs í nótt. Erling Haaland komst þá á blað í sínum fyrsta leik fyrir Manchester City. 24. júlí 2022 10:45 Guardiola segir að City verði að aðlagast Haaland en ekki öfugt Það verður erfitt fyrir önnur stórlið heims að toppa kaup Manchester City á Erling Braut Haaland, einum mest spennandi unga framherja heims. Knattspyrnustjórinn Pep Guaridola ætlar að gera allt í sínu valdi til að hjálpa Norðmanninum að aðlagast hlutnum hjá liðinu. 19. maí 2022 08:31 Haaland gantaðist með Grealish: „Þvílíkur gæi“ Búast á við því að norski framherjinn Erling Haaland spili sinn fyrsta leik í treyju Manchester City þegar liðið mætir Bayern München í æfingaleik í Green Bay í Bandaríkjunum í kvöld. Samherji hans, Jack Grealish, býst við miklu af þeim norska. 23. júlí 2022 13:45 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Haaland var þá réttur maður á réttum stað og stýrði boltanum í netið eftir fasta fyrirgjöf Jack Grealish fyrir framan mark Bayern. „Hann þarf bara að vera sá sem hann er. Ég þekki þessar sendingar sem Jack [Graelish] getur gert. Haaland þarf bara að vera á réttum stað, hann hefur tilfinningu fyrir því hvar markið er. Hann þarf að finna plássið á bak við vörnina og finna rétta taktinn,“ svaraði Guardiola, aðspurður út í það hvað hann vill sjá af Haaland í treyju City. Guardiola telur þó að framherjinn þurfi meiri tíma til að koma sér í sitt besta form áður en það sé hægt að búast við einhverju af honum. „Þetta voru fyrstu 40 mínúturnar hans og hann er bara búinn að ná fjórum eða fimm æfingum með liðinu. Hann þarf nokkrar vikur. Hann er ekki eins og Phil Foden sem eftir eina eða tvær æfingar getur spilað 180 mínútur af fótbolta. Haaland er stór gæi og þarf meiri tíma til að komast í sitt besta form,“ bætti Guardiola við. Sjálfur segist Haaland vera tilbúinn að spila og ánægður að hafa loksins náð að sigra Bayern München í áttundu tilraun. „Tilfinningin er góð. Þetta var fyrsti sigurinn minn gegn Bayern, það var kominn tími til eftir sjö töp í röð, tilfinningin eftir sigur gegn Bayern er góð. Gæðin eru góð og það var gott að fá þennan leik sem alvöru próf fyrir leikinn gegn Liverpool næstu helgi,“ sagði Haaland eftir 1-0 sigurinn á Bayern. Manchester City og Liverpool mætast næsta laugardag í leiknum um Góðagerðarskjöldin, sem markar upphaf leiktímabilsins á Englandi. Haaland: “First time winning against Bayern, it was about time after 7 losses in a row"[🎥 @footballdaily]pic.twitter.com/02kpIoJppU— Bayern & Die Mannschaft (@iMiaSanMia_en) July 24, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal rústaði Chelsea - Haaland kominn í gang Arsenal vann 4-0 stórsigur á Chelsea í æfingaleik vestanhafs í nótt. Erling Haaland komst þá á blað í sínum fyrsta leik fyrir Manchester City. 24. júlí 2022 10:45 Guardiola segir að City verði að aðlagast Haaland en ekki öfugt Það verður erfitt fyrir önnur stórlið heims að toppa kaup Manchester City á Erling Braut Haaland, einum mest spennandi unga framherja heims. Knattspyrnustjórinn Pep Guaridola ætlar að gera allt í sínu valdi til að hjálpa Norðmanninum að aðlagast hlutnum hjá liðinu. 19. maí 2022 08:31 Haaland gantaðist með Grealish: „Þvílíkur gæi“ Búast á við því að norski framherjinn Erling Haaland spili sinn fyrsta leik í treyju Manchester City þegar liðið mætir Bayern München í æfingaleik í Green Bay í Bandaríkjunum í kvöld. Samherji hans, Jack Grealish, býst við miklu af þeim norska. 23. júlí 2022 13:45 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Arsenal rústaði Chelsea - Haaland kominn í gang Arsenal vann 4-0 stórsigur á Chelsea í æfingaleik vestanhafs í nótt. Erling Haaland komst þá á blað í sínum fyrsta leik fyrir Manchester City. 24. júlí 2022 10:45
Guardiola segir að City verði að aðlagast Haaland en ekki öfugt Það verður erfitt fyrir önnur stórlið heims að toppa kaup Manchester City á Erling Braut Haaland, einum mest spennandi unga framherja heims. Knattspyrnustjórinn Pep Guaridola ætlar að gera allt í sínu valdi til að hjálpa Norðmanninum að aðlagast hlutnum hjá liðinu. 19. maí 2022 08:31
Haaland gantaðist með Grealish: „Þvílíkur gæi“ Búast á við því að norski framherjinn Erling Haaland spili sinn fyrsta leik í treyju Manchester City þegar liðið mætir Bayern München í æfingaleik í Green Bay í Bandaríkjunum í kvöld. Samherji hans, Jack Grealish, býst við miklu af þeim norska. 23. júlí 2022 13:45