Útsendingin var á vegum breska blaðsins The Sun og stöðvarinnar TalkTV. Kappræðurnar þóttu ganga nokkuð vel og var tóninn í keppinautunum tveimur heldur friðsamari en undanfarna daga.
Þegar um helmingur var liðinn af þættinum og Liz Truss var að ræða mikilvægi stuðnings Breta við Úkraínumenn féll þáttastjórnandinn Kate McCann skyndilega í yfirlið og heyrðust mikil læti þegar hún féll á sviðsmyndina, en myndavélin var á Truss.
Útsendingu var hætt snögglega og skömmu síðar var tilkynnt að ekkert framhald yrði á þættinum. McCann mun þó vera við góða heilsu að samkvæmt læknisráði hafi henni verið ráðlagt að hvílast. Atvikið má sjá hér að neðan.
British Foreign Secretary Liz Truss reacts as host Kate McCann faints during a Tory leadership debate on TalkTV | Read the full story here: https://t.co/opvcbgCGk3 pic.twitter.com/C82VwA0EuL
— RTÉ News (@rtenews) July 26, 2022