Mikil óánægja með drög að frumvarpi um einn sýslumann Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2022 11:53 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill fækka sýslumönnum í einn. Vísir/Vilhelm Umsagnir í samráðsgátt um drög dómsmálaráðherra að frumvarpi til laga um sýslumann eru ekki jákvæðar. Til að mynda segir Sýslumannafélag Íslands skorta að málið sé unnið á faglegum forsendum. Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. Sú fyrirætlun ráðherra fellur í grýttan jarðveg meðal hinna ýmsu hagsmunaaðila. Í samráðsgátt stjórnvalda hafa sjö umsagnir verið ritaðar um drögin. Fyrir hönd Sýslumannafélags Íslands segir Jóna B. Guðmundsson að skorti að málið sé faglega unnið, meðal annars vegna þess að ekki verði séð að réttarfarsnefnd hafi fengið málið til umfjöllunar. Þá er bent á að verði frumvarpið að lögum feli það í sér umtalsvert framsal á valdi frá löggjafanum til ráðherra. Aukinheldur verði ekki annað séð en að um mikilvægt byggðamál sé að ræða og að frumvarpið hafi mikil áhrif á réttindi og kjör starfsmanna sýslumanna, starfsemi embættanna og þjónustu. Ítarlega umsögn Sýslumannafélagsins má sjá hér. Gagnrýna skamman frest og tímasetningu Ýmsir hlutaðeigandi gagrýna þá tímasetningu sem valin var til að birta drögin í samráðsgáttinni. Drögin voru birt 13. júlí en í umsögnum til að mynda Sameykis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að það sé sá tími sem flestir séu í sumarleyfum. „Þessi tími er afar óheppilegur þegar litið er til þess að þessi tími er aðal orlofstími að sumri hjá öllum almenningi á vinnumarkaði og það eitt og sér vinnur gegn innsendingum á almennum og vönduðum umsögnum,“ segir í umsögn Sameykis. Þá gagnrýna margir að knappur frestur hafi verið veittur til að skila inn umsögnum. Drögin voru sem áður segir birt 13. júlí og frestur var veittur til 31. sama mánaðar. Svo virðist sem dómsmálaráðherra hafi bænheyrt þá sem skilað hafa umsögnum en fresturinn var framlengdur í dag og rennur nú út 15. ágúst. Brjóti gegn réttindum forstöðumanna Félag forstöðumanna ríkisstofnana gerir sömuleiðis athugasemd við tímasetningu birtingu draganna og knappan umsagnarfrest. Inntak umsagnar félagsins er þó um þann mikla fjölda ríkisstarfsmanna sem ráðgert er að sagt verði upp störfum verði drögin að lögum. Í drögunum sé þó gert ráð fyrir að leitast verði við að raska högum starfsfólks sem minnst og bjóða því að sinna svipuðum verkefnum og áður. „En hvaða launakjör verða í boði við hið nýja embætti er óljóst, enda er ekki að sjá neina kostnaðargreiningu í frumvarpsdrögunum, né langtímaáætlun um rekstur hins nýja embættis, eins og Ríkisendurskoðun hefur þó lagt ríka áherslu á að sé gert við sameiningar stofnana,“ segir í umsögn félagsins. Þá er gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir því í drögunum að þeir forstöðumenn sem tapa störfum sínum fái forgang þegar kemur að því að ráða í nýjar stöður sem verða til. Umboðsmaður Alþingis hafi áður staðfest að svo ætti að vera. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. 16. mars 2022 07:14 Höfuðstöðvar sameinaðs sýslumannsembættis verði á landsbyggðinni Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt. 12. maí 2022 08:00 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. Sú fyrirætlun ráðherra fellur í grýttan jarðveg meðal hinna ýmsu hagsmunaaðila. Í samráðsgátt stjórnvalda hafa sjö umsagnir verið ritaðar um drögin. Fyrir hönd Sýslumannafélags Íslands segir Jóna B. Guðmundsson að skorti að málið sé faglega unnið, meðal annars vegna þess að ekki verði séð að réttarfarsnefnd hafi fengið málið til umfjöllunar. Þá er bent á að verði frumvarpið að lögum feli það í sér umtalsvert framsal á valdi frá löggjafanum til ráðherra. Aukinheldur verði ekki annað séð en að um mikilvægt byggðamál sé að ræða og að frumvarpið hafi mikil áhrif á réttindi og kjör starfsmanna sýslumanna, starfsemi embættanna og þjónustu. Ítarlega umsögn Sýslumannafélagsins má sjá hér. Gagnrýna skamman frest og tímasetningu Ýmsir hlutaðeigandi gagrýna þá tímasetningu sem valin var til að birta drögin í samráðsgáttinni. Drögin voru birt 13. júlí en í umsögnum til að mynda Sameykis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að það sé sá tími sem flestir séu í sumarleyfum. „Þessi tími er afar óheppilegur þegar litið er til þess að þessi tími er aðal orlofstími að sumri hjá öllum almenningi á vinnumarkaði og það eitt og sér vinnur gegn innsendingum á almennum og vönduðum umsögnum,“ segir í umsögn Sameykis. Þá gagnrýna margir að knappur frestur hafi verið veittur til að skila inn umsögnum. Drögin voru sem áður segir birt 13. júlí og frestur var veittur til 31. sama mánaðar. Svo virðist sem dómsmálaráðherra hafi bænheyrt þá sem skilað hafa umsögnum en fresturinn var framlengdur í dag og rennur nú út 15. ágúst. Brjóti gegn réttindum forstöðumanna Félag forstöðumanna ríkisstofnana gerir sömuleiðis athugasemd við tímasetningu birtingu draganna og knappan umsagnarfrest. Inntak umsagnar félagsins er þó um þann mikla fjölda ríkisstarfsmanna sem ráðgert er að sagt verði upp störfum verði drögin að lögum. Í drögunum sé þó gert ráð fyrir að leitast verði við að raska högum starfsfólks sem minnst og bjóða því að sinna svipuðum verkefnum og áður. „En hvaða launakjör verða í boði við hið nýja embætti er óljóst, enda er ekki að sjá neina kostnaðargreiningu í frumvarpsdrögunum, né langtímaáætlun um rekstur hins nýja embættis, eins og Ríkisendurskoðun hefur þó lagt ríka áherslu á að sé gert við sameiningar stofnana,“ segir í umsögn félagsins. Þá er gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir því í drögunum að þeir forstöðumenn sem tapa störfum sínum fái forgang þegar kemur að því að ráða í nýjar stöður sem verða til. Umboðsmaður Alþingis hafi áður staðfest að svo ætti að vera.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. 16. mars 2022 07:14 Höfuðstöðvar sameinaðs sýslumannsembættis verði á landsbyggðinni Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt. 12. maí 2022 08:00 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. 16. mars 2022 07:14
Höfuðstöðvar sameinaðs sýslumannsembættis verði á landsbyggðinni Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt. 12. maí 2022 08:00