Þessar eiga að verja titilinn í Lúxemborg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2022 13:24 Íslensku stelpurnar eiga Evrópumeistaratitil að verja í Lúxemborg í september. stefán pálsson Landslið Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum hafa verið valin. Íslendingar eiga titil að verja í kvennaflokki. EM í hópfimleikum verður haldið í Lúxemborg 14.-17. september. Ísland sendir fimm lið til leiks, einu fleira en á EM í Portúgal í fyrra. Íslendingar tefla fram karla- og kvennaliði í fullorðinsflokki og þremur liðum í unglingaflokki; stúlkna- og drengjaliði og blönduðu liði. Ísland var ekki með drengjalið á síðasta Evrópumóti. Sem fyrr sagði vann kvennalið Íslands til gullverðlauna á EM í fyrra. Íslendingar fengu jafn háa einkunn og Svíar en vann fleiri áhöld. Þetta var fyrsti Evrópumeistaratitill Íslands frá 2012. Kvennalið Íslands í hópfimleikum var valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna í fyrra og Kolbrún Þöll Þorradóttir var í 2. sæti í valinu á Íþróttamanni ársins. Hún var valin í úrvalslið EM ásamt Ástu Kristinsdóttur og Helga Laxdal Aðalgeirssyni. Auður Helga Halldórsdóttir var valin efnilegasti keppandi mótsins. Níu af þrettán í kvennaliði Íslands að þessu sinni koma úr röðum Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, þrjár úr Gerplu og ein úr Selfossi. Í karlaliði Íslands eru ellefu af tólf úr Stjörnunni. Karla- og stúlknalið Íslands unnu silfur á EM í fyrra og blandað lið í unglingaflokki brons. Íslensku liðin hafa æft saman síðan í júní. Æfingamót fyrir EM verður haldið í Ásgarði í Garðabæ 27. ágúst. Lið Íslands á EM í hópfimleikum 2022 má sjá með því að smella hér, eða hér fyrir neðan. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Sjá meira
EM í hópfimleikum verður haldið í Lúxemborg 14.-17. september. Ísland sendir fimm lið til leiks, einu fleira en á EM í Portúgal í fyrra. Íslendingar tefla fram karla- og kvennaliði í fullorðinsflokki og þremur liðum í unglingaflokki; stúlkna- og drengjaliði og blönduðu liði. Ísland var ekki með drengjalið á síðasta Evrópumóti. Sem fyrr sagði vann kvennalið Íslands til gullverðlauna á EM í fyrra. Íslendingar fengu jafn háa einkunn og Svíar en vann fleiri áhöld. Þetta var fyrsti Evrópumeistaratitill Íslands frá 2012. Kvennalið Íslands í hópfimleikum var valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna í fyrra og Kolbrún Þöll Þorradóttir var í 2. sæti í valinu á Íþróttamanni ársins. Hún var valin í úrvalslið EM ásamt Ástu Kristinsdóttur og Helga Laxdal Aðalgeirssyni. Auður Helga Halldórsdóttir var valin efnilegasti keppandi mótsins. Níu af þrettán í kvennaliði Íslands að þessu sinni koma úr röðum Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, þrjár úr Gerplu og ein úr Selfossi. Í karlaliði Íslands eru ellefu af tólf úr Stjörnunni. Karla- og stúlknalið Íslands unnu silfur á EM í fyrra og blandað lið í unglingaflokki brons. Íslensku liðin hafa æft saman síðan í júní. Æfingamót fyrir EM verður haldið í Ásgarði í Garðabæ 27. ágúst. Lið Íslands á EM í hópfimleikum 2022 má sjá með því að smella hér, eða hér fyrir neðan.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Sjá meira