Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nái hér fótfestu Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2022 07:01 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, efast ekki um að óspennandi skordýrategundir eigi eftir að gerast landnemar á næstu áratugum. Vísir Mjög ör breyting hefur verið á skordýraflóru Íslands seinustu áratugi og hefur tegundum fjölgað um 300 til 400 hér á landi seinustu áratugi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir einungis tímaspursmál hvenær moskítóflugur ná fótfestu hér og lifi góðu lífi á Íslandi. „Ef við lítum á nágrannalöndin þá eru um 40 tegundir af moskítóflugum sem lifa hérna í Suður-Skandinavíu, á Bretlandseyjum og norður eftir allri Skandinavíu, það eru meira að segja í Grænlandi tvær tegundir.“ „Þær hafa bara ekki haft tækifæri til að berast hingað en sumar tegundir geta örugglega lifað hérna því núna eru veturnir og vorin hérna ekkert ósvipað því sem var í Skotlandi fyrir 40 til 50 árum, þar er þetta grasserandi. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta berist hingað,“ sagði Gísli í Bítinu á Bylgjunni. Saga geitunga ekki löng á Íslandi Að sögn Gísla var vitað um í kringum 1.300 skordýrategundir á Íslandi fyrir 30 árum en talan sé nú um 1.600 til 1.700. Bæði hafi veðurskilyrði orðið betri fyrir suðlægari tegundir á seinustu áratugum og auðveldara fyrir þær að flytjast yfir Atlantshafið. Allar geitungategundir sem finnist nú á landinu hafi borist hingað á seinustu 50 til 60 árum og humlutegundum fjölgað úr einni í sex til sjö. Gísli segir erfitt að koma í veg fyrir fjölgun skordýrategunda hérlendis þar sem ýmsar þeirra hafi alltaf getað lifað á Íslandi en aldrei átt þess kost að berast til landsins. Fórnarlömb lúsmýsins gætu þurft að venjast fleiri bitvörgum í framtíðinni.Getty/mrs Illa við að fá moskítóflugurnar „Það eru komnir gámaflutningar og við með innflutning á ýmsu tengdu landbúnaði, eins og mold og lifandi plöntum og þá koma pöddur með. Þessi skordýr eru svo sem ekkert skaðleg, nema þau geta verið leiðinleg.“ Gísli segist þekkja þetta á eigin skinni en hann var nýlega stunginn í augabrúnina af holugeitungi og fékk svo slæmt glóðarauga að hann vildi helst sleppa því að fara út fyrir hússins dyr. Aðspurður um það hvaða nýju skordýrategundir Gísli myndi einna helst vilja losna við nefnir hann lúsmýið og spánarsnigilinn. Erfitt sé eiga við lúsmýið og snigilinn éti allt sem fyrir verði ásamt því að leggjast á annað smádýralíf sem gagn sé af. Þá er Gísla illa við að fá moskítóflugur til landsins en telur það vera óumflýjanlegan veruleika. Viðtalið við Gísla má hlusta á í heild sinni í spilaranum. Skordýr Bítið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ef við lítum á nágrannalöndin þá eru um 40 tegundir af moskítóflugum sem lifa hérna í Suður-Skandinavíu, á Bretlandseyjum og norður eftir allri Skandinavíu, það eru meira að segja í Grænlandi tvær tegundir.“ „Þær hafa bara ekki haft tækifæri til að berast hingað en sumar tegundir geta örugglega lifað hérna því núna eru veturnir og vorin hérna ekkert ósvipað því sem var í Skotlandi fyrir 40 til 50 árum, þar er þetta grasserandi. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta berist hingað,“ sagði Gísli í Bítinu á Bylgjunni. Saga geitunga ekki löng á Íslandi Að sögn Gísla var vitað um í kringum 1.300 skordýrategundir á Íslandi fyrir 30 árum en talan sé nú um 1.600 til 1.700. Bæði hafi veðurskilyrði orðið betri fyrir suðlægari tegundir á seinustu áratugum og auðveldara fyrir þær að flytjast yfir Atlantshafið. Allar geitungategundir sem finnist nú á landinu hafi borist hingað á seinustu 50 til 60 árum og humlutegundum fjölgað úr einni í sex til sjö. Gísli segir erfitt að koma í veg fyrir fjölgun skordýrategunda hérlendis þar sem ýmsar þeirra hafi alltaf getað lifað á Íslandi en aldrei átt þess kost að berast til landsins. Fórnarlömb lúsmýsins gætu þurft að venjast fleiri bitvörgum í framtíðinni.Getty/mrs Illa við að fá moskítóflugurnar „Það eru komnir gámaflutningar og við með innflutning á ýmsu tengdu landbúnaði, eins og mold og lifandi plöntum og þá koma pöddur með. Þessi skordýr eru svo sem ekkert skaðleg, nema þau geta verið leiðinleg.“ Gísli segist þekkja þetta á eigin skinni en hann var nýlega stunginn í augabrúnina af holugeitungi og fékk svo slæmt glóðarauga að hann vildi helst sleppa því að fara út fyrir hússins dyr. Aðspurður um það hvaða nýju skordýrategundir Gísli myndi einna helst vilja losna við nefnir hann lúsmýið og spánarsnigilinn. Erfitt sé eiga við lúsmýið og snigilinn éti allt sem fyrir verði ásamt því að leggjast á annað smádýralíf sem gagn sé af. Þá er Gísla illa við að fá moskítóflugur til landsins en telur það vera óumflýjanlegan veruleika. Viðtalið við Gísla má hlusta á í heild sinni í spilaranum.
Skordýr Bítið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira