Will Smith skeit á skó Chris Rock Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 17:11 Grínistanir Dave Chappelle, Chris Rock og Kevin Hart með geitinni Will Smith á sviðinu. Twitter Leikarinn Kevin Hart gaf uppistandaranum Chris Rock geitina Will Smith að gjöf þegar þeir héldu uppistand saman nýverið. Á sviðinu tók geitin upp á því að gera nýjum eiganda sínum grikk og skíta á hvíta skó hans. Grínistarnir tveir héldu saman sýninguna Rock Hart: Only Headliners Allowed í New York-borg nýverið og ákvað Hart að koma Rock á óvart með því að gefa honum geit. Þegar David Chappelle, sem var með þeim félögum á sviðinu, spurði hvert nafn geitarinnar væri sagði Hart að hún héti Will Smith. Nafn geitarinnar er án efa vísun í það þegar Will Smith fór óvænt upp á svið á síðustu Óskarsverðlaunahátíð til Chris Rock, sem var að kynna verðlaunin, og gaf honum kinnhest. Ástæða kinnhestsins virtist vera að Rock hafði sagt brandara sem tengdist hárlosi Jödu Pinkett-Smith, eiginkonu Will. Last night was by far the best moment of my career I can t even explain it I can t find the words Just know that last night was the true definition of a EPIC NIGHT I love my brothers more than words can explain. We made history last night!!!#RockHartChappelle pic.twitter.com/x1XtRXZQCO— Kevin Hart (@KevinHart4real) July 24, 2022 Kevin Hart var inntur frekari skýringa á gjöfinni af Jimmy Kimmel í viðtalsþættinum The Tonight Show á mánudag og sagði þá að hann hefði gefið Chris Rock geitina af því Rock væri í hans augum „the G.O.A.T“ sem stendur fyrir „the greatest of all time“ og er algengur frasi í bandarískri íþróttamenningu. Í viðtalinu við Kimmel sagðist Hart jafnframt hafa haldið að geitin Will Smith myndi halda tveggja mínútna uppistand á sviðinu en „í staðinn skeit hann á skó Chris,“ sagði Hart. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira
Grínistarnir tveir héldu saman sýninguna Rock Hart: Only Headliners Allowed í New York-borg nýverið og ákvað Hart að koma Rock á óvart með því að gefa honum geit. Þegar David Chappelle, sem var með þeim félögum á sviðinu, spurði hvert nafn geitarinnar væri sagði Hart að hún héti Will Smith. Nafn geitarinnar er án efa vísun í það þegar Will Smith fór óvænt upp á svið á síðustu Óskarsverðlaunahátíð til Chris Rock, sem var að kynna verðlaunin, og gaf honum kinnhest. Ástæða kinnhestsins virtist vera að Rock hafði sagt brandara sem tengdist hárlosi Jödu Pinkett-Smith, eiginkonu Will. Last night was by far the best moment of my career I can t even explain it I can t find the words Just know that last night was the true definition of a EPIC NIGHT I love my brothers more than words can explain. We made history last night!!!#RockHartChappelle pic.twitter.com/x1XtRXZQCO— Kevin Hart (@KevinHart4real) July 24, 2022 Kevin Hart var inntur frekari skýringa á gjöfinni af Jimmy Kimmel í viðtalsþættinum The Tonight Show á mánudag og sagði þá að hann hefði gefið Chris Rock geitina af því Rock væri í hans augum „the G.O.A.T“ sem stendur fyrir „the greatest of all time“ og er algengur frasi í bandarískri íþróttamenningu. Í viðtalinu við Kimmel sagðist Hart jafnframt hafa haldið að geitin Will Smith myndi halda tveggja mínútna uppistand á sviðinu en „í staðinn skeit hann á skó Chris,“ sagði Hart.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira
Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35
Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42
Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42