Fjórfaldi heimsmeistarinn Vettel hættir eftir tímabilið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2022 17:02 Sebastian Vettel ætlar að hætta í Formúlu 1 eftir tímabilið. Dan Istitene - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, tilkynnti það í dag að hann ætli sér að hætta keppni að yfirstandandi tímabili loknu. Vettel er einn sigursælasti ökumaður sögunnar í Formúli 1, en hann vann fjóra heimsmeistaratitla í röð árin 2010 til 2013 þegar hann ók fyrir Red Bull. Árið 2010 varð hann yngsti heimsmeistari sögunnar í Formúlu 1, þá aðeins 23 ára og 134 daga gamall. Aðeins Lewis Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa fagnað heimsmeistaratitli ökumanna oftar en Vettel. Þjóðverjinn hefur fagnað sigri í 53 keppnum en aðeins Hamilton og Schumacher hafa gert það oftar. Vettel hefur ekið fyrir Aston Martin frá því á seinasta tímabili. Liðið vildi halda kappanum í liðinu, en Vettel hefur ákveðið að segja þetta gott. „Dagurinn í dag er ekki til þess að kveðja, heldur til þess að þakka fyrir mig. Ég vil þakka öllum, sérstaklega aðdáendum mínum. Án ykkar stuðnings væri Formúla 1 ekki til,“ sagði Vettel. BREAKING: Sebastian Vettel has announced he will retire from F1 at the end of the 2022 season4 world titles53 race wins122 podiums1 phenomenal career#ThankYouSeb pic.twitter.com/K8BVXI6IAx— Formula 1 (@F1) July 28, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Vettel er einn sigursælasti ökumaður sögunnar í Formúli 1, en hann vann fjóra heimsmeistaratitla í röð árin 2010 til 2013 þegar hann ók fyrir Red Bull. Árið 2010 varð hann yngsti heimsmeistari sögunnar í Formúlu 1, þá aðeins 23 ára og 134 daga gamall. Aðeins Lewis Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa fagnað heimsmeistaratitli ökumanna oftar en Vettel. Þjóðverjinn hefur fagnað sigri í 53 keppnum en aðeins Hamilton og Schumacher hafa gert það oftar. Vettel hefur ekið fyrir Aston Martin frá því á seinasta tímabili. Liðið vildi halda kappanum í liðinu, en Vettel hefur ákveðið að segja þetta gott. „Dagurinn í dag er ekki til þess að kveðja, heldur til þess að þakka fyrir mig. Ég vil þakka öllum, sérstaklega aðdáendum mínum. Án ykkar stuðnings væri Formúla 1 ekki til,“ sagði Vettel. BREAKING: Sebastian Vettel has announced he will retire from F1 at the end of the 2022 season4 world titles53 race wins122 podiums1 phenomenal career#ThankYouSeb pic.twitter.com/K8BVXI6IAx— Formula 1 (@F1) July 28, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira