Búist við að Guardiola muni sleppa beislinu af Haaland Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 08:01 Guardiola kveðst ánægður með nýja leikmenn City sem þurfi þó að aðlaga sig að leikstíl liðsins. Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Enskir fjölmiðlar gera fastlega ráð fyrir því að Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, muni hafa Erling Haaland í framlínu liðsins gegn Liverpool í leik dagsins um Samfélagsskjöldinn. Jürgen Klopp greindi frá því í vikunni að bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher væru fjarri góðu gamni og því er búist við að þriðji markvörður liðsins, Spánverjinn Adrián, muni standa milli stanganna. Guardiola er sagður ætla að setja nýja framherjann Haaland í framlínuna, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Guardiola sagði í vikunni að nýir leikmenn liðsins hafi þurft að aðlagast leikstíl City-liðsins og að félagið muni ekki breyta sinni stefnu til að aðlaga sig í staðinn að nýjum leikmönnum, þeir þurfi að leggja sitt af mörkum í línu við leikstílinn. „Við þurfum að aðlaga gæði leikmannana til að þeir geti tekið þátt í okkar leik, en við munum ekki breyta okkar leikstíl,“ sagði Guardiola í viðtali við miðla Manchester City. „Af hverju ættum við að breyta okkar aðferðum þegar það hefur gengið eins vel og raun ber vitni undanfarnar leiktíðir?“ spurði Guardiola og bætti við: „En við viljum allt það besta fyrir Erling [Haaland], Julian [Alvárez], Kalvin [Phillips] og Stefan [Ortega], við viljum bestu útgáfuna af þeim, þó innan marka leikstíls liðsins. Ég er nokkuð viss um að okkur hafi tekist það. Þetta hafa aðeins verið nokkrir dagar sem við höfum æft saman, en ég hef góða tilfinningu fyrir þeim öllum.“ Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Jürgen Klopp greindi frá því í vikunni að bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher væru fjarri góðu gamni og því er búist við að þriðji markvörður liðsins, Spánverjinn Adrián, muni standa milli stanganna. Guardiola er sagður ætla að setja nýja framherjann Haaland í framlínuna, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Guardiola sagði í vikunni að nýir leikmenn liðsins hafi þurft að aðlagast leikstíl City-liðsins og að félagið muni ekki breyta sinni stefnu til að aðlaga sig í staðinn að nýjum leikmönnum, þeir þurfi að leggja sitt af mörkum í línu við leikstílinn. „Við þurfum að aðlaga gæði leikmannana til að þeir geti tekið þátt í okkar leik, en við munum ekki breyta okkar leikstíl,“ sagði Guardiola í viðtali við miðla Manchester City. „Af hverju ættum við að breyta okkar aðferðum þegar það hefur gengið eins vel og raun ber vitni undanfarnar leiktíðir?“ spurði Guardiola og bætti við: „En við viljum allt það besta fyrir Erling [Haaland], Julian [Alvárez], Kalvin [Phillips] og Stefan [Ortega], við viljum bestu útgáfuna af þeim, þó innan marka leikstíls liðsins. Ég er nokkuð viss um að okkur hafi tekist það. Þetta hafa aðeins verið nokkrir dagar sem við höfum æft saman, en ég hef góða tilfinningu fyrir þeim öllum.“ Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira