Reyndu að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2022 13:54 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Lífsspor K2 Jarðneskar leifar Johns Snorra Sigurjónssonar liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu K2 og illa hefur gengið að færa þær af gönguleiðinni. Nýfallinn snjór skapar snjóflóðahættu á umræddu svæði og hamlar aðgerðum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu Johns Snorra en hluti hennar er nú staddur í Pakistan. Vonaðist hún til þess að hægt yrði að flytja líkið nær samferðamönnum hans Ali og Juan Pablo sem fórust einnig á fjallinu í febrúar 2021. Teymi sem samanstendur af fjórum fjallgöngumönnum reyndi að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir án árangurs. „Það að flytja hann hefði getað skapað alvarlega öryggishættu fyrir þá yfir 150 einstaklinga sem ætla að klífa K2 í sumar.“ Fjölskyldan bíði eftir frekari upplýsingum um aðstæður á svæðinu áður en hún kanni næstu skref. Vildu þakka fyrir alla veitta aðstoð og stuðning Fjölskyldan leggur áherslu á að hún vilji ekki á neinn hátt stefna öryggi fjallgöngumanna sem koma að verkefninu í hættu. Í yfirlýsingu þakkar Lína Móey, ekkja Johns Snorra, pakistönsku þjóðinni fyrir hlýjar móttökur og veitta aðstoð. Hún segir að vinátta Johns Snorra og hins pakistanska Ali Sadpara hafi verið mjög náin og fjölskyldan viljað heimsækja Pakistan til að þakka öllum þeim sem hafi stutt hana á þessum erfiða tíma. „Ég trúi því innilega og veit það í hjarta mínu að John og Ali náðu á topp K2 í febrúar 2021. Það er ekki auðvelt að útskýra það sorgarferli sem ég og börnin höfum gengið í gegnum eftir fráfall Johns. Það að vera stödd hér í Pakistan er mikilvægur áfangi í okkar vegferð.“ Hún bætir við að hjónin hafi frá upphafi sambands þeirra verið samstíga í því að skapa líf sem væri þess virði að lifa og ferð Johns Snorra og Ali hafi verið hluti af því markmiði. „John hafði fullan og skilyrðislausan stuðning minn þegar kom að því að elta þann bernskudraum að að klífa K2 bæði að sumri og vetri til.“ Lína Móey hefur sagt að með því að fara til Pakistan vilji fjölskyldan ljúka leiðangri hans en hann reyndi að komast fyrstur manna upp fjallið að vetri til. Hefur Lína Móey síðustu daga meðal annars fundað með forseta Pakistan og mætt í fjölmiðlaviðtöl þar í landi. John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Tengdar fréttir „Hefði viljað vera í grunnbúðum“ Sjerpunum sem fóru upp á K2 tókst ekki að færa jarðneskar leifar fjallagarpsins John Snorra sem fórst í mars 2021 á fjallinu. 28. júlí 2022 19:48 Fjölskylda John Snorra greinir frá missinum í pakistönskum miðlum Fjölskylda fjallagarpsins John Snorra sem fórst á fjallinu K2 á seinasta ári er komin til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskum leifum hans. Fjölskyldan hefur farið á fund með forseta Pakistan og talað um missinn í pakistönskum fjölmiðlum. 27. júlí 2022 18:07 Fara til Pakistan á sunnudag til að ljúka leiðangri Johns Snorra Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar leggur af stað til Pakistan á sunnudag til að ganga frá jarðneskum leifum fjallagarpsins sem fórst á fjallinu K2 í mars á seinasta ári. 22. júlí 2022 17:33 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu Johns Snorra en hluti hennar er nú staddur í Pakistan. Vonaðist hún til þess að hægt yrði að flytja líkið nær samferðamönnum hans Ali og Juan Pablo sem fórust einnig á fjallinu í febrúar 2021. Teymi sem samanstendur af fjórum fjallgöngumönnum reyndi að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir án árangurs. „Það að flytja hann hefði getað skapað alvarlega öryggishættu fyrir þá yfir 150 einstaklinga sem ætla að klífa K2 í sumar.“ Fjölskyldan bíði eftir frekari upplýsingum um aðstæður á svæðinu áður en hún kanni næstu skref. Vildu þakka fyrir alla veitta aðstoð og stuðning Fjölskyldan leggur áherslu á að hún vilji ekki á neinn hátt stefna öryggi fjallgöngumanna sem koma að verkefninu í hættu. Í yfirlýsingu þakkar Lína Móey, ekkja Johns Snorra, pakistönsku þjóðinni fyrir hlýjar móttökur og veitta aðstoð. Hún segir að vinátta Johns Snorra og hins pakistanska Ali Sadpara hafi verið mjög náin og fjölskyldan viljað heimsækja Pakistan til að þakka öllum þeim sem hafi stutt hana á þessum erfiða tíma. „Ég trúi því innilega og veit það í hjarta mínu að John og Ali náðu á topp K2 í febrúar 2021. Það er ekki auðvelt að útskýra það sorgarferli sem ég og börnin höfum gengið í gegnum eftir fráfall Johns. Það að vera stödd hér í Pakistan er mikilvægur áfangi í okkar vegferð.“ Hún bætir við að hjónin hafi frá upphafi sambands þeirra verið samstíga í því að skapa líf sem væri þess virði að lifa og ferð Johns Snorra og Ali hafi verið hluti af því markmiði. „John hafði fullan og skilyrðislausan stuðning minn þegar kom að því að elta þann bernskudraum að að klífa K2 bæði að sumri og vetri til.“ Lína Móey hefur sagt að með því að fara til Pakistan vilji fjölskyldan ljúka leiðangri hans en hann reyndi að komast fyrstur manna upp fjallið að vetri til. Hefur Lína Móey síðustu daga meðal annars fundað með forseta Pakistan og mætt í fjölmiðlaviðtöl þar í landi.
John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Tengdar fréttir „Hefði viljað vera í grunnbúðum“ Sjerpunum sem fóru upp á K2 tókst ekki að færa jarðneskar leifar fjallagarpsins John Snorra sem fórst í mars 2021 á fjallinu. 28. júlí 2022 19:48 Fjölskylda John Snorra greinir frá missinum í pakistönskum miðlum Fjölskylda fjallagarpsins John Snorra sem fórst á fjallinu K2 á seinasta ári er komin til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskum leifum hans. Fjölskyldan hefur farið á fund með forseta Pakistan og talað um missinn í pakistönskum fjölmiðlum. 27. júlí 2022 18:07 Fara til Pakistan á sunnudag til að ljúka leiðangri Johns Snorra Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar leggur af stað til Pakistan á sunnudag til að ganga frá jarðneskum leifum fjallagarpsins sem fórst á fjallinu K2 í mars á seinasta ári. 22. júlí 2022 17:33 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
„Hefði viljað vera í grunnbúðum“ Sjerpunum sem fóru upp á K2 tókst ekki að færa jarðneskar leifar fjallagarpsins John Snorra sem fórst í mars 2021 á fjallinu. 28. júlí 2022 19:48
Fjölskylda John Snorra greinir frá missinum í pakistönskum miðlum Fjölskylda fjallagarpsins John Snorra sem fórst á fjallinu K2 á seinasta ári er komin til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskum leifum hans. Fjölskyldan hefur farið á fund með forseta Pakistan og talað um missinn í pakistönskum fjölmiðlum. 27. júlí 2022 18:07
Fara til Pakistan á sunnudag til að ljúka leiðangri Johns Snorra Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar leggur af stað til Pakistan á sunnudag til að ganga frá jarðneskum leifum fjallagarpsins sem fórst á fjallinu K2 í mars á seinasta ári. 22. júlí 2022 17:33