Mourinho mætir Tottenham í umdeildum leik: „Hámark hræsninnar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 09:00 Mourinho þjálfaði áður Tottenham. Stuðningsmenn liðsins gagnrýna margir hverjir að liðin skuli mætast í Ísrael. EPA-EFE/Julian Finney Lærisveinar José Mourinho í Roma mæta Tottenham Hotspur í æfingaleik á morgun. Stuðningsmenn Tottenham eru margir hverjir spenntir fyrir því að endurnýja kynnin við Portúgalann sem stýrði liðinu frá 2019 til 2021. Staðsetning leiksins hefur hins vegar vakið athygli. Liðin munu eigast við í borginni Haifa í Ísrael en bæði Roma og Tottenham eiga sterka tengingu við gyðingdóm og eiga fjölda stuðningsmanna af þeirri trú. Níðsöngvar gagnvart gyðingum eru til að mynda oft sungnir á áhorfendapöllunum, og beint að stuðningsmönnum Tottenham, þegar þeir mæta Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Ísrael er trúarríki sem er byggt í kringum gyðingdóm, sem birtist meðal annars í því að Davíðsstjarnan er í fána ríkisins. Ísraelsk yfirvöld hafa sætt mikilli gagnrýni árum saman fyrir að aðhyllast aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum þar sem Sameinuðu þjóðirnar, Amnesty International og Human Rights Watch eru á meðal gagnrýnenda. Ísraelsk stjórnvöld hafa lýst skýrslu Amnesty frá því í febrúar, sem ber heitið „Aðskilnaðarstefna Ísraels gegn Palestínumönnum: Grimmilegt kerfi kúgunar og glæpir gegn mannkyni“, sem falskri, hlutdrægri og sem gyðingahatri. Hópur rannsakenda á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna komst þá að því í skýrslu sem birt var í júní á þessu ári að helsta ástæðan fyrir langvarandi átökum beggja fylkinga væri landtaka Ísraelsmanna á palestínsku landsvæði. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja Ísraela hafa stundað stríðsglæpi á síðasta ári þar sem hundruðir Palestínumanna létu lífið. Mannúðarnefnd hjá Sameinuðu þjóðunum tilkynnti þá fyrir tveimur árum að ísraelsk yfirvöld hefðu gjöreyðilagt 568 heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum á árinu 2020 og að minnsta kosti 759 manns hefðu orðið heimilislaus af völdum þess. Skiljanlega veldur það stuðningsmönnum Tottenham því áhyggjum að liðið skuli vilja taka þátt í sýningarleik í Ísrael. The Athletic hefur eftir einum ónefndum stuðningsmanni: „Ákvörðun Spurs að spila vináttuleik í Ísrael er þegjandi stuðningur við áframhaldandi kúgun ríkisins,“ Þá er haft eftir Roshan Dadoo, suður-afrískum stuðningsmanni Tottenham, sem fer jafnframt fyrir samtökum sem standa fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum, að félagið sýni hræsni með því að spila leikinn. „Það er hámark hræsninnar hjá Tottenham, félagi sem segist vera stoltur stuðningsaðili „Ekkert pláss fyrir rasisma“ (e. No Room for Racism) herferð ensku úrvalsdeildarinnar, að spila í ríki þar sem yfirvöld hafa framið glæpinn gegn mannkyni sem aðskilnaðarstefnan er, áratugum saman,“ „Fótboltaheimurinn verður að endurtaka leikinn frá einangrun sinni á Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar og gefa aðskilnaðarstefnu Ísraels rauða spjaldið,“ Ísrael Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira
Liðin munu eigast við í borginni Haifa í Ísrael en bæði Roma og Tottenham eiga sterka tengingu við gyðingdóm og eiga fjölda stuðningsmanna af þeirri trú. Níðsöngvar gagnvart gyðingum eru til að mynda oft sungnir á áhorfendapöllunum, og beint að stuðningsmönnum Tottenham, þegar þeir mæta Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Ísrael er trúarríki sem er byggt í kringum gyðingdóm, sem birtist meðal annars í því að Davíðsstjarnan er í fána ríkisins. Ísraelsk yfirvöld hafa sætt mikilli gagnrýni árum saman fyrir að aðhyllast aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum þar sem Sameinuðu þjóðirnar, Amnesty International og Human Rights Watch eru á meðal gagnrýnenda. Ísraelsk stjórnvöld hafa lýst skýrslu Amnesty frá því í febrúar, sem ber heitið „Aðskilnaðarstefna Ísraels gegn Palestínumönnum: Grimmilegt kerfi kúgunar og glæpir gegn mannkyni“, sem falskri, hlutdrægri og sem gyðingahatri. Hópur rannsakenda á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna komst þá að því í skýrslu sem birt var í júní á þessu ári að helsta ástæðan fyrir langvarandi átökum beggja fylkinga væri landtaka Ísraelsmanna á palestínsku landsvæði. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja Ísraela hafa stundað stríðsglæpi á síðasta ári þar sem hundruðir Palestínumanna létu lífið. Mannúðarnefnd hjá Sameinuðu þjóðunum tilkynnti þá fyrir tveimur árum að ísraelsk yfirvöld hefðu gjöreyðilagt 568 heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum á árinu 2020 og að minnsta kosti 759 manns hefðu orðið heimilislaus af völdum þess. Skiljanlega veldur það stuðningsmönnum Tottenham því áhyggjum að liðið skuli vilja taka þátt í sýningarleik í Ísrael. The Athletic hefur eftir einum ónefndum stuðningsmanni: „Ákvörðun Spurs að spila vináttuleik í Ísrael er þegjandi stuðningur við áframhaldandi kúgun ríkisins,“ Þá er haft eftir Roshan Dadoo, suður-afrískum stuðningsmanni Tottenham, sem fer jafnframt fyrir samtökum sem standa fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum, að félagið sýni hræsni með því að spila leikinn. „Það er hámark hræsninnar hjá Tottenham, félagi sem segist vera stoltur stuðningsaðili „Ekkert pláss fyrir rasisma“ (e. No Room for Racism) herferð ensku úrvalsdeildarinnar, að spila í ríki þar sem yfirvöld hafa framið glæpinn gegn mannkyni sem aðskilnaðarstefnan er, áratugum saman,“ „Fótboltaheimurinn verður að endurtaka leikinn frá einangrun sinni á Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar og gefa aðskilnaðarstefnu Ísraels rauða spjaldið,“
Ísrael Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira