Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2022 00:03 Fangelsið og allt sem var þar inni er rústir einar eftir árásina á fangelsið. Rúm og menn orðin að ösku. AP Stríðsfangelsi í bænum Olenivka í Donetsk-héraði sem er á valdi Rússa varð fyrir loftárás á föstudag með þeim afleiðingum að 53 úkraínskir stríðsfangar létust og 75 særðust. Rauði krossinn segir yfirvöld ekki enn hafa orðið við beiðni samtakanna um að heimsækja fangelsið. Ljósmyndir af fangelsinu utan frá. Skemmdirnar virðast ekki svo miklar séð utan frá en fyrir innan blasir við hryllileg eyðilegging.AP Rauði krossinn hefur séð um að skipuleggja brottflutning almennra borgara frá stríðshrjáðum svæðum eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Samtökin hafa einnig fylgst með meðferð á stríðsföngum í vörslu landanna tveggja og núna hafa þau óskað eftir aðgangi að fangelsinu í Olenivka til að „meta heilsu og ásigkomulag alls fólksins sem var á staðnum þegar árásin átti sér stað.“ Hins vegar sé ekki enn búið að verða við beiðni þeirra um aðgang að fangelsinu. Samtökin segja að þau hafi í forgangi að tryggja að hinir særðu hljóti aðhlynningu og að gengið verði frá líkömum þeirra sem misstu lífið á mannsæmandi hátt. Í færslu sem samtökin birtu á Twitter segja þau að samkvæmt Genfarsáttmálanum sé það skylda stríðandi landa að gefa Rauða krossinum aðgang að stríðsföngum. All prisoners of war, wherever they are held, are protected under international humanitarian law. They are no longer part of the fight and should not be attacked. We've been able to visit some POWs and other detainees, but we haven't been granted access to visit them all.— ICRC (@ICRC) July 29, 2022 „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Eftir árásina á fangelsið skiptust Rússar og Úkraínumenn á að saka hvor aðra um að bera ábyrgð á árásinni. Zelenskyy tekur sjálfu af sér með særðum hermanni í Ódesa.AP Báðar þjóðir hafa haldið því fram að árásin hefði verið framin til að geta sakað Úkraínumenn um stríðsglæpi ásamt því að þagga niður í úkraínskum föngum og eyða sönnunargögnum. Úkraínumenn segja Rússa hafa framið árásina til að hylma yfir pyntingar og aftökur á úkraínskum föngum. Vólódímír Zelenskyy, Úkraínuforseti, sagði árásina vera stríðsglæp framinn af ásettu ráði og kallaði eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Einnig kallaði hann eftir því að Rússland yrði gert að yfirlýstu hryðjuverkaríki. „Þetta var rússneskur stríðsglæpur framinn af ásettu ráði, fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum framið af ásettu ráði,“ sagði Zelenskyy um árásina. Í frétt Reuters hafa mannslíkamar innan úr fangelsinu verið hulnir.reuters Jafnframt sagði hann að fordæming á árásinni á formi pólitísks orðagjálfurs væri ekki „fullnægjandi fyrir þetta fjöldamorð.“ Segja árásina ögrun Úkraínumanna Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur aftur á móti haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á árásinni og að þeir hafi notast við flugskeyti frá Bandaríkjamönnum. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins lýsti árásinni sem „blóðugri ögrun“ í yfirlýsingu. Rannsakendur skoða lík stríðsfanganna eftir árásina á fangelsið.AP Yfirvöld aðskilnaðarsinna í Donetsk og rússneskir fulltrúar segja að 53 stríðsfangar hafi látist í árásinni og 75 stríðsfangar hafi særst. Varnarmálaráðuneytið birti tilkynningu á laugardag þar sem það birti nöfn 48 fanga sem þau telja sig hafa borið kennsl á. Einnig lýsti ráðuneytið því yfir að á meðal látnu fanganna væru liðsmenn Azov-herdeildarinnar sem tóku þátt í að verja Azov-stálverksmiðjuna í Mariupol. Rússar hafa ítrekað haldið því fram að herdeildin sé skipuð nýnasistum og nú síðast í dag birti varnarmálaráðuneytið færslu á Twitter þar sem kom fram að hermenn deildarinnar ættu skilið að vera hengdir. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Ljósmyndir af fangelsinu utan frá. Skemmdirnar virðast ekki svo miklar séð utan frá en fyrir innan blasir við hryllileg eyðilegging.AP Rauði krossinn hefur séð um að skipuleggja brottflutning almennra borgara frá stríðshrjáðum svæðum eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Samtökin hafa einnig fylgst með meðferð á stríðsföngum í vörslu landanna tveggja og núna hafa þau óskað eftir aðgangi að fangelsinu í Olenivka til að „meta heilsu og ásigkomulag alls fólksins sem var á staðnum þegar árásin átti sér stað.“ Hins vegar sé ekki enn búið að verða við beiðni þeirra um aðgang að fangelsinu. Samtökin segja að þau hafi í forgangi að tryggja að hinir særðu hljóti aðhlynningu og að gengið verði frá líkömum þeirra sem misstu lífið á mannsæmandi hátt. Í færslu sem samtökin birtu á Twitter segja þau að samkvæmt Genfarsáttmálanum sé það skylda stríðandi landa að gefa Rauða krossinum aðgang að stríðsföngum. All prisoners of war, wherever they are held, are protected under international humanitarian law. They are no longer part of the fight and should not be attacked. We've been able to visit some POWs and other detainees, but we haven't been granted access to visit them all.— ICRC (@ICRC) July 29, 2022 „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Eftir árásina á fangelsið skiptust Rússar og Úkraínumenn á að saka hvor aðra um að bera ábyrgð á árásinni. Zelenskyy tekur sjálfu af sér með særðum hermanni í Ódesa.AP Báðar þjóðir hafa haldið því fram að árásin hefði verið framin til að geta sakað Úkraínumenn um stríðsglæpi ásamt því að þagga niður í úkraínskum föngum og eyða sönnunargögnum. Úkraínumenn segja Rússa hafa framið árásina til að hylma yfir pyntingar og aftökur á úkraínskum föngum. Vólódímír Zelenskyy, Úkraínuforseti, sagði árásina vera stríðsglæp framinn af ásettu ráði og kallaði eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Einnig kallaði hann eftir því að Rússland yrði gert að yfirlýstu hryðjuverkaríki. „Þetta var rússneskur stríðsglæpur framinn af ásettu ráði, fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum framið af ásettu ráði,“ sagði Zelenskyy um árásina. Í frétt Reuters hafa mannslíkamar innan úr fangelsinu verið hulnir.reuters Jafnframt sagði hann að fordæming á árásinni á formi pólitísks orðagjálfurs væri ekki „fullnægjandi fyrir þetta fjöldamorð.“ Segja árásina ögrun Úkraínumanna Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur aftur á móti haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á árásinni og að þeir hafi notast við flugskeyti frá Bandaríkjamönnum. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins lýsti árásinni sem „blóðugri ögrun“ í yfirlýsingu. Rannsakendur skoða lík stríðsfanganna eftir árásina á fangelsið.AP Yfirvöld aðskilnaðarsinna í Donetsk og rússneskir fulltrúar segja að 53 stríðsfangar hafi látist í árásinni og 75 stríðsfangar hafi særst. Varnarmálaráðuneytið birti tilkynningu á laugardag þar sem það birti nöfn 48 fanga sem þau telja sig hafa borið kennsl á. Einnig lýsti ráðuneytið því yfir að á meðal látnu fanganna væru liðsmenn Azov-herdeildarinnar sem tóku þátt í að verja Azov-stálverksmiðjuna í Mariupol. Rússar hafa ítrekað haldið því fram að herdeildin sé skipuð nýnasistum og nú síðast í dag birti varnarmálaráðuneytið færslu á Twitter þar sem kom fram að hermenn deildarinnar ættu skilið að vera hengdir.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
„Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51