Kökuskreytingar slógu í gegn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. júlí 2022 21:30 Vinkonurnar Þórey Mjöll Guðmundsdóttir (t.v.) og Bára Ingibjörg Leifsdóttir, sem kepptu báðar í kökuskreytingum og stóðu sig með mikilli prýði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á þriðja hundrað unglingar tóku þátt í kökuskreytingasamkeppni síðdegis á Unglingalandsmótinu á Selfossi þar sem þemað var eldgos og flugeldasýning. Kökuskreytingar, strandblak og frjálsar voru lang vinsælustu greinarnar á Unglingalandsmótinu á Selfossi um helgina. Um 250 ungmenni tóku þátt í keppni um bestu og fallegustu kökuskreytinguna en keppnin fór fram í íþróttahúsinu Iðu frá klukkan 16:00 til 18:00 í dag. „Krakkarnir fengu kökubotn og krem, sem strákarnir í GK bakarí á Selfossi voru búnir að græja og eins gátu þau líka fengið hjá okkur kökuskraut eða tekið með sér að heiman,“ segir Guðbjörg Rósa Björnsdóttir, sérgreinastjóri yfir kökuskreytingum landsmótsins Hvernig skýrir þú þennan mikla áhuga á þessari keppni? „Ég veit það ekki, ég hélt að þetta væri bara einhver djók grein og þess vegna tók ég þetta að mér, ég veit ekki af hverju það er svona mikill áhugi fyrir þessu.“ Keppendur höfðu mjög gaman að kökuskreytingakeppninni eins og þessar þrjár hressu stelpur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna og ánægja var á meðal keppenda. Hvernig köku ætlið þið að gera? „Eldfjalla og flugelda, við ætlum bara að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín, við erum báðar mjög góðar að baka,“ sögðu vinkonurnar Þórey Mjöll Guðmundsdóttir og Bára Ingibjörg Leifsdóttir, sem kepptu báðar í kökuskreytingum en þær búa á Selfossi. Guðbjörg Rósa Björnsdóttir, sérgreinastjóri yfir kökuskreytingum landsmótsins og stýrði keppninni á Selfossi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Unglingalandsmótinu lýkur svo formlega í kvöld með glæsilegri flugeldasýningu klukkan 23:45. Mótið tókst einstaklega vel þar sem veðurguðirnir sýndu sínar bestu hliðar fyrir landsmótsgesti. Um 250 keppendur tóku þátt í kökuskreytingum í dag á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Handverk Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Kökuskreytingar, strandblak og frjálsar voru lang vinsælustu greinarnar á Unglingalandsmótinu á Selfossi um helgina. Um 250 ungmenni tóku þátt í keppni um bestu og fallegustu kökuskreytinguna en keppnin fór fram í íþróttahúsinu Iðu frá klukkan 16:00 til 18:00 í dag. „Krakkarnir fengu kökubotn og krem, sem strákarnir í GK bakarí á Selfossi voru búnir að græja og eins gátu þau líka fengið hjá okkur kökuskraut eða tekið með sér að heiman,“ segir Guðbjörg Rósa Björnsdóttir, sérgreinastjóri yfir kökuskreytingum landsmótsins Hvernig skýrir þú þennan mikla áhuga á þessari keppni? „Ég veit það ekki, ég hélt að þetta væri bara einhver djók grein og þess vegna tók ég þetta að mér, ég veit ekki af hverju það er svona mikill áhugi fyrir þessu.“ Keppendur höfðu mjög gaman að kökuskreytingakeppninni eins og þessar þrjár hressu stelpur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna og ánægja var á meðal keppenda. Hvernig köku ætlið þið að gera? „Eldfjalla og flugelda, við ætlum bara að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín, við erum báðar mjög góðar að baka,“ sögðu vinkonurnar Þórey Mjöll Guðmundsdóttir og Bára Ingibjörg Leifsdóttir, sem kepptu báðar í kökuskreytingum en þær búa á Selfossi. Guðbjörg Rósa Björnsdóttir, sérgreinastjóri yfir kökuskreytingum landsmótsins og stýrði keppninni á Selfossi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Unglingalandsmótinu lýkur svo formlega í kvöld með glæsilegri flugeldasýningu klukkan 23:45. Mótið tókst einstaklega vel þar sem veðurguðirnir sýndu sínar bestu hliðar fyrir landsmótsgesti. Um 250 keppendur tóku þátt í kökuskreytingum í dag á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Handverk Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira