Boðnar mörg hundruð þúsund krónur fyrir lengsta skegg á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. ágúst 2022 22:20 Skeggið mælt á Guðmundi Júlíusi Þórðarsyni. Arnar Halldórsson Við höldum að hann eigi lengsta skegg á Íslandi, húsasmiðurinn fyrrverandi sem býr í Gaulverjabænum við ósa Þjórsár. Kristján Már Unnarsson tók sig til og mældi skeggið en það er svo langt að það er búið að bjóða eigandanum mörg hundruð þúsund krónur fyrir það. Í fréttum Stöðvar 2 hittum við hjónin Guðmund Júlíus Þórðarson og Hrefnu Sóleyju Kjartansdóttur en þau búa á Arabæjarhjáleigu í Flóa. Fullyrt er að Guðmundur hafi lengsta skegg á Íslandi. „Hann vefur þessu um hálsinn og fær svo svima,“ segir eiginkonan Hrefna Sóley og virðist ekki hrifin af þessu langa skeggi bóndans. „Æ, mér leiðist það,“ segir hún og hlær. „Mér finnst það bara ljótt,“ útskýrir hún og allir skella upp úr. Þessu ráði hann þó alveg sjálfur. „Eitt af því fáa sem maður ræður sjálfur,“ segir Guðmundur glettinn. Eiginkonan Hrefna Sóley Kjartansdóttir segir að Guðmundur fái svima þegar hann vefji skegginu um hálsinn.Arnar Halldórsson Hann segist hafa safnað skegginu í 22 ár en þessi fyrrum húsasmiður starfaði lengi sem gæslumaður á Sogni í Ölfusi. Og þegar hann dregur skeggið upp úr skyrtunni verðum við rasandi hissa. Og enn meira þegar við sjáum að hann er búinn að vefja því í vöndul um hálsinn. -Hvað nær það langt niður? „Alveg niður á jörð, held ég.“ -Ertu búinn að mæla lengdina á því? „Nei, nú þyrfti að mæla það.“ Við drögum fram málbandið. Meðan Guðmundur heldur í annan endann reynum við að strekkja sem mest á skegginu, þó án þess að meiða hann, til að fá sem nákvæmasta mælingu. Niðurstaðan er að skeggið sé að minnsta kosti 180 sentímetrar á lengd, kannski örlítið lengra en það. Þegar við héldum skeggendanum við málbandið sýndi mæling okkar að skeggið er að minnsta kosti 180 sentímetra langt.Arnar Halldórsson Hann segist þó ekkert vera farinn að spá í að raka það af. -Þú býður það ekki bara hæstbjóðanda að kaupa það af þér? „Ja, það er nú eiginlega boðið í það, jú.“ -Ertu búinn að fá boð? „Já.“ -Og hvað er það hátt? „330 þúsund. Og hann hækkar það ef einhver býður betur. Þá verður hækkað,“ segir Guðmundur Júlíus. „Ókei, ég býð 350 þúsund,“ segir þá Telma Tómasson fréttaþulur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Flóahreppur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 hittum við hjónin Guðmund Júlíus Þórðarson og Hrefnu Sóleyju Kjartansdóttur en þau búa á Arabæjarhjáleigu í Flóa. Fullyrt er að Guðmundur hafi lengsta skegg á Íslandi. „Hann vefur þessu um hálsinn og fær svo svima,“ segir eiginkonan Hrefna Sóley og virðist ekki hrifin af þessu langa skeggi bóndans. „Æ, mér leiðist það,“ segir hún og hlær. „Mér finnst það bara ljótt,“ útskýrir hún og allir skella upp úr. Þessu ráði hann þó alveg sjálfur. „Eitt af því fáa sem maður ræður sjálfur,“ segir Guðmundur glettinn. Eiginkonan Hrefna Sóley Kjartansdóttir segir að Guðmundur fái svima þegar hann vefji skegginu um hálsinn.Arnar Halldórsson Hann segist hafa safnað skegginu í 22 ár en þessi fyrrum húsasmiður starfaði lengi sem gæslumaður á Sogni í Ölfusi. Og þegar hann dregur skeggið upp úr skyrtunni verðum við rasandi hissa. Og enn meira þegar við sjáum að hann er búinn að vefja því í vöndul um hálsinn. -Hvað nær það langt niður? „Alveg niður á jörð, held ég.“ -Ertu búinn að mæla lengdina á því? „Nei, nú þyrfti að mæla það.“ Við drögum fram málbandið. Meðan Guðmundur heldur í annan endann reynum við að strekkja sem mest á skegginu, þó án þess að meiða hann, til að fá sem nákvæmasta mælingu. Niðurstaðan er að skeggið sé að minnsta kosti 180 sentímetrar á lengd, kannski örlítið lengra en það. Þegar við héldum skeggendanum við málbandið sýndi mæling okkar að skeggið er að minnsta kosti 180 sentímetra langt.Arnar Halldórsson Hann segist þó ekkert vera farinn að spá í að raka það af. -Þú býður það ekki bara hæstbjóðanda að kaupa það af þér? „Ja, það er nú eiginlega boðið í það, jú.“ -Ertu búinn að fá boð? „Já.“ -Og hvað er það hátt? „330 þúsund. Og hann hækkar það ef einhver býður betur. Þá verður hækkað,“ segir Guðmundur Júlíus. „Ókei, ég býð 350 þúsund,“ segir þá Telma Tómasson fréttaþulur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Flóahreppur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira