Pólskur miðill: Verður þetta Stjarnan taka tvö? Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2022 16:45 Víkingur tekur á móti Lech Poznan á fimmtudagskvöld. Vísir/Hulda Margrét Pólski fótboltamiðillinn Gol24 kynnti Víkinga til leiks á vef sínum í dag er hitað var upp fyrir viðureign Víkings við Lech Poznan í Sambandsdeildinni. Fyrri leikur liðanna fer fram á fimmtudagskvöldið í Víkinni. Víkingur hafði betur gegn TNS frá Wales í síðustu umferð Sambandsdeildarinnar og firnasterkt lið Póllandsmeistara Lech Poznan bíður Íslandsmeistaranna. Pólski miðillinn Gol24 hitar upp fyrir leikinn í dag þar sem bent er á að Víkingar séu með öflugan þjálfara sem vilji spila boltanum. Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkings en hann er sagður sterkur karakter, gæddur persónutöfrum, sem eigi auðvelt með að laða til sín leikmenn. Hann vilji spila hraðan pressubolta og leikmenn hans þekki vel sín hlutverk á hverju svæði vallarins. Honum er þá líkt við Argentínumanninn Marcelo Bielsa, sem þjálfaði síðast Leeds United á Englandi. Víkingar eru sagðir spila sóknarþenkjandi bolta sem hafi til að mynda sýnt sig í 6-1 stórsigri Víkings á Levadia í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Það geti hins vegar verið á kostnað varnarleiks, líkt og sést í 5-6 samanlögðu tapi fyrir Malmö í næstu umferð keppninnar. Stjarnan endurtekin? Þeir pólsku eru þá minnugir þess þegar Stjarnan sló Lech Poznan úr keppni í Evrópudeildinni árið 2014. Stjarnan vann það einvígi samanlagt 1-0 eftir sigur í fyrri leiknum í Garðabæ, en þá hélt liðið út í markalausu jafntefli ytra í síðari leiknum. Ekki er búist við samskonar einvígi þar sem Stjörnumenn lágu meira og minna í vörn í 180 mínútur, þar sem Víkingarnir kunni betur við sig töluvert ofar á vellinum. Íslendingarnir geti gert Poznan erfitt fyrir með pressu sinni, en leikmenn Poznan geti hins vegar leitað hefnda, og til þess þurfi einstaklingsgæði innan bláklædda liðsins að fá að njóta sín. Þeir pólsku gera fastlega ráð fyrir sigri Lech Poznan í einvíginu en einnig er bent á að Víkingar hafi misst sinn besta leikmann, Kristal Mána Ingason, sem gekk í raðir Rosenborgar um helgina. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 á fimmtudagskvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Sjá meira
Víkingur hafði betur gegn TNS frá Wales í síðustu umferð Sambandsdeildarinnar og firnasterkt lið Póllandsmeistara Lech Poznan bíður Íslandsmeistaranna. Pólski miðillinn Gol24 hitar upp fyrir leikinn í dag þar sem bent er á að Víkingar séu með öflugan þjálfara sem vilji spila boltanum. Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkings en hann er sagður sterkur karakter, gæddur persónutöfrum, sem eigi auðvelt með að laða til sín leikmenn. Hann vilji spila hraðan pressubolta og leikmenn hans þekki vel sín hlutverk á hverju svæði vallarins. Honum er þá líkt við Argentínumanninn Marcelo Bielsa, sem þjálfaði síðast Leeds United á Englandi. Víkingar eru sagðir spila sóknarþenkjandi bolta sem hafi til að mynda sýnt sig í 6-1 stórsigri Víkings á Levadia í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Það geti hins vegar verið á kostnað varnarleiks, líkt og sést í 5-6 samanlögðu tapi fyrir Malmö í næstu umferð keppninnar. Stjarnan endurtekin? Þeir pólsku eru þá minnugir þess þegar Stjarnan sló Lech Poznan úr keppni í Evrópudeildinni árið 2014. Stjarnan vann það einvígi samanlagt 1-0 eftir sigur í fyrri leiknum í Garðabæ, en þá hélt liðið út í markalausu jafntefli ytra í síðari leiknum. Ekki er búist við samskonar einvígi þar sem Stjörnumenn lágu meira og minna í vörn í 180 mínútur, þar sem Víkingarnir kunni betur við sig töluvert ofar á vellinum. Íslendingarnir geti gert Poznan erfitt fyrir með pressu sinni, en leikmenn Poznan geti hins vegar leitað hefnda, og til þess þurfi einstaklingsgæði innan bláklædda liðsins að fá að njóta sín. Þeir pólsku gera fastlega ráð fyrir sigri Lech Poznan í einvíginu en einnig er bent á að Víkingar hafi misst sinn besta leikmann, Kristal Mána Ingason, sem gekk í raðir Rosenborgar um helgina. Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 á fimmtudagskvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Sjá meira