Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. ágúst 2022 12:25 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. Hópurinn sem samanstendur af ráðuneytisstjórum nokkurra ráðuneyta fundar með almannavörnum í dag til þess að fara yfir stöðuna vegna jarðhræringanna. Þetta er sami hópur og kom saman í kringum eldgosið í Fagradalsfjalli í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fundinn í dag fyrst og fremst hugsaðan til samhæfingar og upplýsinga. Hann segir að ýmsu að huga vegna mikilvægra innviða á svæðinu og ræddi áhrif á mögulegan flugvöll í Hvassahrauni við Morgunblaðið í dag. Í samtali við fréttastofu bendir hann á að í haust sé von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár og telur Sigurður Ingi að jarðhræringarnar gætu haft áhrif á næstu skref. „Ég held að þó að maður sé ekki jarðfræðingur eða sérfræðingur að þá sé það nokkuð ljóst miðað við hvernig menn hafa talað um að við þurfum að undirbúa okkur undir nýjan veruleika og að við séum að sjá í lengri tíma jarðhræringar, eða jarðskjálftavirkni eða eitthvað slíkt, minnki einfaldlega líkurnar á því að uppbygging á þessu svæði sé talin líkleg,“ segir Sigurður en bætir við að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Er þá líka hægt að segja að það séu auknar líkur á því að flugvöllur verði áfram í Reykjavík til lengri tíma? „Ég hef allan tímann sagt að jafnvel þó að það verði jákvætt að byggja upp í Hvassahrauni myndi það taka fimmtán til tuttugu ár og það er mikilvægt að menn horfist í augu við það. Ég er sannfærður um að á næstu fimm til sjö árum muni ýmislegt breytast í fluginu með tilkomu rafmagnsflugvéla og ég held kannski að við ættum í ljósi stöðunnar sem er að koma upp á Reykjanesinu, verandi með okkar lang stærsta alþjóðlega flugvöll þar og mikla innviði, að anda með nefinu,“ segir Sigurður. „Við getum bætt í innviðina á Egilsstöðum og á Akureyri hvað varðar flugið og við getum byggt upp flugstöð í Reykjavík til þess að hafa betri þjónustu og sterkari innviði.“ Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar í samgöngunefnd Alþingis sagðist í samtali við Fréttablaðið í dag telja að kanna eigi möguleikann á flugstæði á Mýrum í Borgarnesi. Sigurður Ingi segir þetta geta komið til skoðunar. „Það hefur ekki verið sérstaklega rætt, það hefur aðallega verið skoðað í Flóanum sunnan við Selfoss. Einnig hafa menn verið með hugmyndir um flugvöll í Rangárvallasýslu og það er hugsanlegt að það væri líka hægt á Mýrum. En við höfum unnið samkvæmt því að það þurfi að vera tveir alþjóðlegir flugvellir vestan Hellisheiðar og þess vegna hafa menn verið að leita leiða til að finna einhvern annan völl hugsanlega í stað Reykjavíkurflugvallar og ég hef sagt að við verðum að halda Reykjavíkurflugvelli þangað til að slíkur flugvöllur finnst. Ef hann finnst ekki og ef menn eru tilbúnir að skoða hvort slíkt þurfi vestan Hellisheiðar þurfum við að fara í eitthvert slíkt staðarval.“ Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Hópurinn sem samanstendur af ráðuneytisstjórum nokkurra ráðuneyta fundar með almannavörnum í dag til þess að fara yfir stöðuna vegna jarðhræringanna. Þetta er sami hópur og kom saman í kringum eldgosið í Fagradalsfjalli í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fundinn í dag fyrst og fremst hugsaðan til samhæfingar og upplýsinga. Hann segir að ýmsu að huga vegna mikilvægra innviða á svæðinu og ræddi áhrif á mögulegan flugvöll í Hvassahrauni við Morgunblaðið í dag. Í samtali við fréttastofu bendir hann á að í haust sé von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár og telur Sigurður Ingi að jarðhræringarnar gætu haft áhrif á næstu skref. „Ég held að þó að maður sé ekki jarðfræðingur eða sérfræðingur að þá sé það nokkuð ljóst miðað við hvernig menn hafa talað um að við þurfum að undirbúa okkur undir nýjan veruleika og að við séum að sjá í lengri tíma jarðhræringar, eða jarðskjálftavirkni eða eitthvað slíkt, minnki einfaldlega líkurnar á því að uppbygging á þessu svæði sé talin líkleg,“ segir Sigurður en bætir við að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Er þá líka hægt að segja að það séu auknar líkur á því að flugvöllur verði áfram í Reykjavík til lengri tíma? „Ég hef allan tímann sagt að jafnvel þó að það verði jákvætt að byggja upp í Hvassahrauni myndi það taka fimmtán til tuttugu ár og það er mikilvægt að menn horfist í augu við það. Ég er sannfærður um að á næstu fimm til sjö árum muni ýmislegt breytast í fluginu með tilkomu rafmagnsflugvéla og ég held kannski að við ættum í ljósi stöðunnar sem er að koma upp á Reykjanesinu, verandi með okkar lang stærsta alþjóðlega flugvöll þar og mikla innviði, að anda með nefinu,“ segir Sigurður. „Við getum bætt í innviðina á Egilsstöðum og á Akureyri hvað varðar flugið og við getum byggt upp flugstöð í Reykjavík til þess að hafa betri þjónustu og sterkari innviði.“ Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar í samgöngunefnd Alþingis sagðist í samtali við Fréttablaðið í dag telja að kanna eigi möguleikann á flugstæði á Mýrum í Borgarnesi. Sigurður Ingi segir þetta geta komið til skoðunar. „Það hefur ekki verið sérstaklega rætt, það hefur aðallega verið skoðað í Flóanum sunnan við Selfoss. Einnig hafa menn verið með hugmyndir um flugvöll í Rangárvallasýslu og það er hugsanlegt að það væri líka hægt á Mýrum. En við höfum unnið samkvæmt því að það þurfi að vera tveir alþjóðlegir flugvellir vestan Hellisheiðar og þess vegna hafa menn verið að leita leiða til að finna einhvern annan völl hugsanlega í stað Reykjavíkurflugvallar og ég hef sagt að við verðum að halda Reykjavíkurflugvelli þangað til að slíkur flugvöllur finnst. Ef hann finnst ekki og ef menn eru tilbúnir að skoða hvort slíkt þurfi vestan Hellisheiðar þurfum við að fara í eitthvert slíkt staðarval.“
Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira