Fótbolti

Mark Axels Óskars dugði skammt

Hjörvar Ólafsson skrifar
Valgeir Valgeirsson þreytti frumraun sína fyrir Örebro í kvöld. 
Valgeir Valgeirsson þreytti frumraun sína fyrir Örebro í kvöld.  Mynd/Örebro

Axel Óskar Andrésson skoraði mark Örebro þegar liðið laut í lægra haldi, 2-1, fyrir Brommapojkarna í sænsku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld. 

Miðvörðurinn öflugi kom Örebro yfir en Brommapojkarna svaraði hins vegar með tveimur mörkum og nældi í stigin þrjú. 

Valgeir Valgeirsson, sem gekk nýverið til liðs við Örebro frá HK lék sinn fyrsta leik fyrir sænska liðið í þessum leik en hann kom inná sem varamaður undir lok leiksins. 

Örebro situr í níunda sæti deildarinnar með 23 stig eftir 17 leiki en liðið er nú sex stigum á eftir Brommapojkarna sem er í þriðja sæti. Það sæti veitir þátttökurétt í umspili um laust sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili. 

Böðvar Böðvarsson spilaði allan leikinn þegar lið hans, Trelleborg var tekið í kennslustund af toppliði deildarinnar, Halmstad. Lokatölu í þeim leik urðu 4-0 Halmstad í vil. Trelleborg er í fjórða sæti með 29 stig, einu stigi á eftir Brommapojkarna og Skövde. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×