Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. ágúst 2022 09:33 John Shipton, faðir Julian Assange, berst nú fyrir því að fá stjórnvöld í Ástralíu til að þrýsta á Bandaríkjamenn um lausn sonar síns. epa/Andy Rain Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. Albanese, sem tók við völdum í júní síðastliðnum, hefur sagt að stjórnvöld muni freista þess að leggja sitt af mörkum eftir diplómatískum leiðum, þar sem það sé ekki æskilegt að stunda utanríkismál í gegnum gjallarhorn. Faðir Assange segist hins vegar vera að missa vonina varðandi aðkomu Albanese og að stjórnvöld gætu hæglega tekið upp símann og krafist þess af Joe Biden Bandaríkjaforseta að Bandaríkjamenn láti af framsalskröfu sinni. Ástralía sé mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna um þessar mundir og Ástralir gætu hreinlega gert lausn Assange að skilyrði fyrir samvinnu. Fram kom í minnisblaði að stjórnvöld hefðu skoðað þann möguleika að Assange fengi að afplána í Ástralíu ef hann yrði fundinn sekur um njósnir í Bandaríkjunum. Shipton segir hins vegar ógeðfellt að fresta inngripi þar til eftir réttarhöld. Hann segir þau gætu tekið mörg ár og þá bendir bróðir Assange á þá staðreynd að sérfræðingar hafi sagt Assange í mikilli sjálfsvígshættu ef framsal verður niðurstaðan. Mál Julians Assange Ástralía Bandaríkin Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Albanese, sem tók við völdum í júní síðastliðnum, hefur sagt að stjórnvöld muni freista þess að leggja sitt af mörkum eftir diplómatískum leiðum, þar sem það sé ekki æskilegt að stunda utanríkismál í gegnum gjallarhorn. Faðir Assange segist hins vegar vera að missa vonina varðandi aðkomu Albanese og að stjórnvöld gætu hæglega tekið upp símann og krafist þess af Joe Biden Bandaríkjaforseta að Bandaríkjamenn láti af framsalskröfu sinni. Ástralía sé mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna um þessar mundir og Ástralir gætu hreinlega gert lausn Assange að skilyrði fyrir samvinnu. Fram kom í minnisblaði að stjórnvöld hefðu skoðað þann möguleika að Assange fengi að afplána í Ástralíu ef hann yrði fundinn sekur um njósnir í Bandaríkjunum. Shipton segir hins vegar ógeðfellt að fresta inngripi þar til eftir réttarhöld. Hann segir þau gætu tekið mörg ár og þá bendir bróðir Assange á þá staðreynd að sérfræðingar hafi sagt Assange í mikilli sjálfsvígshættu ef framsal verður niðurstaðan.
Mál Julians Assange Ástralía Bandaríkin Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira