„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 21:42 Arnar Gunnlaugsson hefur stýrt Víkingi til sigurs í fjórum Evrópuleikjum af sjö í sumar. vísir/diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. „Þeir voru meira með boltann sem er óvanalegt fyrir okkur. En við vörðumst mjög vel í dag og vorum hættulegir í skyndisóknum. Fyrir leikinn hefði ég tekið 1-0, enda vorum við að spila við gríðarlega sterkt lið, en miðað við færin og möguleikana hefði ég verið gráðugri að fá eitt eða tvö mörk í viðbót,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. En kom frammistaða Lech Poznan Arnari á óvart, sérstaklega kannski hversu rólegir Pólverjarnir voru í tíðinni í fyrri hálfleik? „Það er voðalega erfitt að setja sig í sérfræðingabúning og segja að ekkert hafi komið á óvart. Mögulega var þetta smá vanmat. Við tókum á þeim af krafti en stigum ekki nægilega vel upp á þá í fyrri hálfleik. Þeir meiddu okkur samt ekkert og við fengum hættuleg upphlaup, sérstaklega fram hægri kantinn,“ sagði Arnar. „Þeir eru virkilega góðir í fótbolta og það sést að þeir þurfa færri snertingar en við til að koma hreyfingu á boltann og liðinu framar. En við tökum 1-0 og erum enn lifandi í þessu. Við þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku til að eiga möguleika á að komast áfram.“ Búinn að stíga stór skref Ari Sigurpálsson skoraði sigurmark Víkings og var mjög hættulegur á hægri kantinum. „Þeir eru portúgalskan vinstri bakvörð sem er mjög góður í fótbolta en finnst ekkert sérstaklega gaman að verjast. Planið var að láta Ella [Erling Agnarsson] og Ara herja á hann og það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar. „Ari átti frábæran leik. Hann komst reyndar nokkrum sinnum í góðar stöður til að gefa fyrir og þarf að bæta það. En þetta er mjög efnilegur strákur sem er búinn að stíga stór skref eins og margir okkar ungu leikmanna undanfarin ár.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira
„Þeir voru meira með boltann sem er óvanalegt fyrir okkur. En við vörðumst mjög vel í dag og vorum hættulegir í skyndisóknum. Fyrir leikinn hefði ég tekið 1-0, enda vorum við að spila við gríðarlega sterkt lið, en miðað við færin og möguleikana hefði ég verið gráðugri að fá eitt eða tvö mörk í viðbót,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. En kom frammistaða Lech Poznan Arnari á óvart, sérstaklega kannski hversu rólegir Pólverjarnir voru í tíðinni í fyrri hálfleik? „Það er voðalega erfitt að setja sig í sérfræðingabúning og segja að ekkert hafi komið á óvart. Mögulega var þetta smá vanmat. Við tókum á þeim af krafti en stigum ekki nægilega vel upp á þá í fyrri hálfleik. Þeir meiddu okkur samt ekkert og við fengum hættuleg upphlaup, sérstaklega fram hægri kantinn,“ sagði Arnar. „Þeir eru virkilega góðir í fótbolta og það sést að þeir þurfa færri snertingar en við til að koma hreyfingu á boltann og liðinu framar. En við tökum 1-0 og erum enn lifandi í þessu. Við þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku til að eiga möguleika á að komast áfram.“ Búinn að stíga stór skref Ari Sigurpálsson skoraði sigurmark Víkings og var mjög hættulegur á hægri kantinum. „Þeir eru portúgalskan vinstri bakvörð sem er mjög góður í fótbolta en finnst ekkert sérstaklega gaman að verjast. Planið var að láta Ella [Erling Agnarsson] og Ara herja á hann og það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar. „Ari átti frábæran leik. Hann komst reyndar nokkrum sinnum í góðar stöður til að gefa fyrir og þarf að bæta það. En þetta er mjög efnilegur strákur sem er búinn að stíga stór skref eins og margir okkar ungu leikmanna undanfarin ár.“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira