Kona sem drap nauðgara sinn ákærð fyrir manndráp Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. ágúst 2022 15:15 Mark Goddard/GettyImages 22ja ára mexíkósk kona á yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni, sem var að nauðga henni, að bana. Ákæruvaldið segir konuna hafa beitt óhóflegu ofbeldi. Tæplega 50 konum er nauðgað að meðaltali á degi hverjum í Mexíkó. Fyrir rúmlega ári var Roxönu Ruiz nauðgað inni á hennar eigin heimili. Ofbeldismaðurinn hótaði að drepa hana á meðan hann braut á henni. Hún varði sig og náði að slíta sig lausa. Hún greip skyrtu á hlaupunum og þegar maðurinn náði henni áður en hún komst út úr íbúðinni, tókst henni að kyrkja manninn með skyrtunni. Saksóknari telur að hún hafi varið sig með því að beita óhóflegu ofbeldi og hefur ákært hana fyrir manndráp af gáleysi. Svikin um öll grundvallarréttindi Þegar Roxana var handtekin voru engin sýni tekin af henni og henni var heldur ekki leyft að hafa samband við nokkurn mann, ekki einu sinni móður sína. Hún sat í fangelsi í 9 mánuði, en þá tókst kvenréttindahópum í Mexíkó af fá hana lausa gegn tryggingu. Hún mátti dúsa í fangaklefa sem var 4x4 metrar, sem hún deildi með 7 öðrum konum og í 9 mánuði svaf hún á hörðu steingólfi með teppi yfir sér. Elsa Arista, talskona eins hópsins segir í samtali við El País að mexíkóskt samfélag sé í grunninn samfélag sem byggi og þrífist á karlrembu. Sé konu nauðgað þá eigi hún að gjöra svo vel og láta það yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust. Þess vegna vilji ákæruvaldið refsa Roxönu fyrir að hafa varið sig. Konur í Mexíkó eru beittar gríðarlegu ofbeldi Mexíkóskar konur líða undir óhemju miklu ofbeldi af hendi karla. Á árinu 2020 var að meðaltali 46 konum nauðgað daglega og 11 konur myrtar á degi hverjum. Það þýðir að kona er myrt að meðaltali á 2ja klukkustunda fresti í Mexíkó. Í 90% tilfella sleppur misindismaðurinn við refsingu. Móðir Roxönu segir að ef hún hefði ekki varið sig gegn nauðgara sínum, þá hefði hún einfaldlega bæst við þann stóra hóp kvenna í Mexíkó sem finnast látnar eftir að hafa verið nauðgað. Á milli steins og sleggju Réttarhöldin yfir Roxönu hefjast eftir rúmar 3 vikur, þann 1. september. Roxana segir í samtali við El País að hún sé hrædd, enda líður henni eins og hún sé á milli steins og sleggju. Verði hún fundið sek, á hún yfir höfði sér allt að 7 ára fangelsi. Verði hún sýknuð, óttast hún að fjölskylda nauðgarans muni reyna að vinna sér mein. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Fyrir rúmlega ári var Roxönu Ruiz nauðgað inni á hennar eigin heimili. Ofbeldismaðurinn hótaði að drepa hana á meðan hann braut á henni. Hún varði sig og náði að slíta sig lausa. Hún greip skyrtu á hlaupunum og þegar maðurinn náði henni áður en hún komst út úr íbúðinni, tókst henni að kyrkja manninn með skyrtunni. Saksóknari telur að hún hafi varið sig með því að beita óhóflegu ofbeldi og hefur ákært hana fyrir manndráp af gáleysi. Svikin um öll grundvallarréttindi Þegar Roxana var handtekin voru engin sýni tekin af henni og henni var heldur ekki leyft að hafa samband við nokkurn mann, ekki einu sinni móður sína. Hún sat í fangelsi í 9 mánuði, en þá tókst kvenréttindahópum í Mexíkó af fá hana lausa gegn tryggingu. Hún mátti dúsa í fangaklefa sem var 4x4 metrar, sem hún deildi með 7 öðrum konum og í 9 mánuði svaf hún á hörðu steingólfi með teppi yfir sér. Elsa Arista, talskona eins hópsins segir í samtali við El País að mexíkóskt samfélag sé í grunninn samfélag sem byggi og þrífist á karlrembu. Sé konu nauðgað þá eigi hún að gjöra svo vel og láta það yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust. Þess vegna vilji ákæruvaldið refsa Roxönu fyrir að hafa varið sig. Konur í Mexíkó eru beittar gríðarlegu ofbeldi Mexíkóskar konur líða undir óhemju miklu ofbeldi af hendi karla. Á árinu 2020 var að meðaltali 46 konum nauðgað daglega og 11 konur myrtar á degi hverjum. Það þýðir að kona er myrt að meðaltali á 2ja klukkustunda fresti í Mexíkó. Í 90% tilfella sleppur misindismaðurinn við refsingu. Móðir Roxönu segir að ef hún hefði ekki varið sig gegn nauðgara sínum, þá hefði hún einfaldlega bæst við þann stóra hóp kvenna í Mexíkó sem finnast látnar eftir að hafa verið nauðgað. Á milli steins og sleggju Réttarhöldin yfir Roxönu hefjast eftir rúmar 3 vikur, þann 1. september. Roxana segir í samtali við El País að hún sé hrædd, enda líður henni eins og hún sé á milli steins og sleggju. Verði hún fundið sek, á hún yfir höfði sér allt að 7 ára fangelsi. Verði hún sýknuð, óttast hún að fjölskylda nauðgarans muni reyna að vinna sér mein.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira